Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Valur Páll Eiríksson skrifar 21. febrúar 2025 12:02 Stuðningsfólk Galatasaray hefur sýnt fána á við þennan á hverjum einasta Evrópuleik liðsins í vetur. Þessi var sýndur á leik liðsins við Tottenham í nóvember. Elif Ozturk/Anadolu via Getty Images Sama hvað UEFA og aðrar alþjóðlegar fótboltastofnanir segja keppnir á þeirra vegum vera ópólitískan vettvang er raunin önnur. Það sýndi sig í Evrópuleikjum gærkvöldsins. Tyrknesk lið voru í eldlínunni í gær en Tyrkland er múslimaríki. Stuðningsmenn tyrkneskra liða hafa ítrekað sýnt stuðning sinn við Palestínu í deilunni við Ísrael undanfarin ár. Stuðningsmenn Galatasaray, sem mætti AZ Alkmaar frá Hollandi í Istanbúl í gærkvöld, brugðu ekki út af vananum. Þeir heiðruðu stuðningsfólk Celtic í Skotlandi og þökkuðu fyrir stuðning þess við Palestínu. „Við þökkum stuðningsfólki Celtic fyrir þeirra óbilandi stuðning við Palestínu“ segir á borðanum sem stuðningsmenn Galatasaray sýndu á leiknum við AZ Alkmaar í gærkvöld.Skjáskot Aðdáendur Celtic hafa reglulega veifað palestínskum fánum og sýnt borða til að sýna stuðning. Oft á kostnað félagsins sem hefur þurft að greiða marga sektina til UEFA vegna pólitískra skilaboða, sem samkvæmt alþjóðasambandinu eiga ekki heima á fótboltavelli. Annað tyrkneskt lið, Fenebahce, grannlið Galatasaray í Istanbúl, átti útileik við belgíska liðið Anderlecht í Brussel. Svokallaðir stuðningsmenn belgíska liðsins sýndu af sér skammarlega hegðun með ítrekuðu kynþáttaníði í garð leikmanna Fenebahce. 🚨 Belçikalı taraftarların ırkçı tavırları sonrasında çıkan olaylar! pic.twitter.com/Hpx5KkZvZu— SPOR (@yenisafakspor) February 20, 2025 Gott sem upp úr sauð á tímabili þegar leikmenn beggja liða sögðu stuðningsmönnunum að hætta níðinu. Einhverjir í stúkunni sáust þá setja höndina upp að nasistasið. Myndskeið af atvikinu má sjá í spilaranum. Búast má við að UEFA sekti bæði Galatasaray og Anderlecht vegna uppákomanna. Báðum ofannefndum leikjum lauk með 2-2 jafntefli. AZ Alkmaar fór áfram eftir 4-1 sigur í Hollandi, samanlagt 6-3. Fenerbahce fór þá áfram, eftir samanlagðan 5-2 sigur á Anderlecht. Evrópudeild UEFA UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Fótbolti Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira
Tyrknesk lið voru í eldlínunni í gær en Tyrkland er múslimaríki. Stuðningsmenn tyrkneskra liða hafa ítrekað sýnt stuðning sinn við Palestínu í deilunni við Ísrael undanfarin ár. Stuðningsmenn Galatasaray, sem mætti AZ Alkmaar frá Hollandi í Istanbúl í gærkvöld, brugðu ekki út af vananum. Þeir heiðruðu stuðningsfólk Celtic í Skotlandi og þökkuðu fyrir stuðning þess við Palestínu. „Við þökkum stuðningsfólki Celtic fyrir þeirra óbilandi stuðning við Palestínu“ segir á borðanum sem stuðningsmenn Galatasaray sýndu á leiknum við AZ Alkmaar í gærkvöld.Skjáskot Aðdáendur Celtic hafa reglulega veifað palestínskum fánum og sýnt borða til að sýna stuðning. Oft á kostnað félagsins sem hefur þurft að greiða marga sektina til UEFA vegna pólitískra skilaboða, sem samkvæmt alþjóðasambandinu eiga ekki heima á fótboltavelli. Annað tyrkneskt lið, Fenebahce, grannlið Galatasaray í Istanbúl, átti útileik við belgíska liðið Anderlecht í Brussel. Svokallaðir stuðningsmenn belgíska liðsins sýndu af sér skammarlega hegðun með ítrekuðu kynþáttaníði í garð leikmanna Fenebahce. 🚨 Belçikalı taraftarların ırkçı tavırları sonrasında çıkan olaylar! pic.twitter.com/Hpx5KkZvZu— SPOR (@yenisafakspor) February 20, 2025 Gott sem upp úr sauð á tímabili þegar leikmenn beggja liða sögðu stuðningsmönnunum að hætta níðinu. Einhverjir í stúkunni sáust þá setja höndina upp að nasistasið. Myndskeið af atvikinu má sjá í spilaranum. Búast má við að UEFA sekti bæði Galatasaray og Anderlecht vegna uppákomanna. Báðum ofannefndum leikjum lauk með 2-2 jafntefli. AZ Alkmaar fór áfram eftir 4-1 sigur í Hollandi, samanlagt 6-3. Fenerbahce fór þá áfram, eftir samanlagðan 5-2 sigur á Anderlecht.
Evrópudeild UEFA UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Fótbolti Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira