Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. febrúar 2025 06:01 Reglugerð um hreinlæti við verkun virt að vettugi í 8 ár – Líka brot á EES-samningi: 2009 setti Jón Bjarnason, þá sjávarútvegsráðherra, reglugerð nr. 489/2009, sem kvað á um það, að verka skyldi hval undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti við vinnslu og matvælaöryggi, en frá 1949 hafði þessi verkun farið fram úti, undir berum himni. Jón setti þessa reglugerð bæði til að fyrirbyggja, að fuglar eða önnur óværa kæmust í matvælin og til að samræma okkar starfsramma í matvælaiðnaði matvælalöggjöf ESB, eins og okkur bar skylda til skv. EES-samningi. Þrátt fyrir það ríkidæmi, sem Hvalur hf byggði upp á síðustu öld, tímdi fyrirtækið aldrei að fjárfesta í vinnsluhúsi fyrir hvalina. Hefði þessi reglugerð Jóns Bjarnasonar því átt að stöðva veiðar og vinnslu Hvals hf. Hvalur hf virti hins vegar þessa reglugerð að vettugi í 8 ár, sýndi bara Matvælastofnun, sem átti að fylgja reglugerðinni eftir, fingurinn; verkaði áfram hval, eins og var 70 árum áður. 2017 varð Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, og var þeim nöfnunum, Kristjáni Loftssyni í Hval og honum, greinilega vel til vina, því ráðherrann setti stuttu seinna nýja reglugerð, nr. 533/2018, þar sem verkun hvals var aftur leyfð úti, undir berum himni, eins og var 1949. Einhver hefði kallað þetta dæmigerða íslenzka spillingu. Jarðarvinir, dýra- náttúru og umhverfisverndarsamtök, kærðu Hval hf og ráku sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf vegna þessa meinta brots á reglum um hreinlæti við matvælaframleiðslu og matvælaöryggi við verkun. Um er að ræða lögreglumál nr. 313-2018-19923, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði í um 8 ár brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um hvalskurð, sem átti að fara fram undir þaki, í lokuðu rými, en það var ekki gert. Fyrir þessi brot gildir þessi refsirammi: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hér féll lögreglustjórinn á Vesturlandi reyndar frá ákæru, án þess að ástæður, á mannamáli, hafi komið fram fyrir þeirri ákvörðun. Skilyrði fyrir veiðileyfi fyrir tímabilið 2014-2018 sömuleiðis misvirt og hunzað Jarðarvinir ráku annað lögreglumál gegn forráðamönnum Hvals hf, nr. 313-2019-8012, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, frá 15.05.2014, um afhendingu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, en þessar dagbækur eru helzta verkfæri stjórnvalda og eftirlitsaðila til að fylgjast með framkvæmd veiðanna. Gegn skýru ákvæði í veiðileyfi og þrátt fyrir ítrekanir og eftirgangsmuni eftirlitsaðila, Fiskistofu, skilaði Hvalur hf aldrei inn þessum dagbókum. Í veiðdagbókum kemur fram, hvar og hvenær veiðar fara fram, hvenær fyrsta sprengiskutli er skotið, hversu mörgum sprengiskutlum er skotið, hversu margir hæfa langreyði, fjöldi skutlaðra langreyða, sem losna og tapast o.s.frv. alls 16 atriði. Þessa upplýsingar gefa eftirlitsaðila mynd af því, hvernig veiðar fara í reynd fram – hvort reglum og lögum sé fylgt eða ekki – líka, hversu langt dauðastríð dýranna er og hversu mörg þeirra sleppa (illa eða helsærð, til þess eins að kveljast til dauða á skemmri eða lengri tíma). Þessu dagbókarmáli var lokið með lögreglustjórasekt hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi í júlí 2020. Forráðamenn Hvals hf fundnir sekir. Í 8. gr. veiðileyfisins, sem um ræðir, eru refisákvæði fyrir þessi brot þessi; „Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar sviftingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins. Einnig varða brot sektum og öðrum viðurlögum samkvæmt lögum nr. 26/1949, um hvalveiðar með síðari breytingum“. Skv. þessum síðastnefndu lögum eru sektir 2.000-40.000 gullkrónur, upptaka á veiðitækjum skipsins, byssum, skotlínu, skutlum og skotfærum, svo og öllum afla skipsins, auk þess, sem láta má brot varða fangelsi, allt að 6 mánuðum. Ítarleg skýrsla norsks vísindamanns frá 2015 sannar heiftarlegt dýraníð og brot á lögum 55/2013: Skv. skýrslu dr. Egil Ole Öen til sjávarútvegsráðuneytisins, frá 19.02.2015, um veiðar á 50 langreyðum við Ísland 2014, eru drápsaðferðir heiftarlegar og auglljóslega kvalafullar fyrir dýrin, sem þýðir það, að þessar veiðar verða að flokkast undir dýraníð á háu stigi. „No whales were recorded instantly dead...“. Aðeins 6 dýr (af 50) misstu meðvitund fljótlega. 36 dýr misstu ekki meðvitund, börðust um með skutulinn í holdi, líffærum, vöðvum og innyflum, fyrr en eftir 2 til 3.5 mínútur. 8 dýr urðu að heyja skelfilega lífsbaráttu, með skutulinn, sem spennist út við átökin og verður að stálkló, rífandi og tætandi líffæri og hold í allt að 16 mínútur. 4 dýr varð að skjóta með sprengiskutli nr. 2, en það tekur minnst 6-8 mínútur að hlaða byssuna, og á meðan urðu dýrin að þola ólýsanlegar kvalir, og líka í fleiri mínútur eftir að skutull nr. 2 boraði sig inn í dýrin og tætti í sundur hold þeirra og innyfli með sprengingu. - Í skýrslu Vassili Papastavrou, sjávarlíffræðings, frá 17.03.2013, kemur fram að minnst 20. hver hvalur, sem reynt er að veiða við Ísland, tapist og hverfi; m.ö.o. eru þessir hvalir skotnir, særðir og limlestir, án þess að drepast strax og nást, og kveljast slík dýr auðvitað til dauða í hörmungum sínum, á lengri eða skemmri tíma. Ofangreindar skýrslur sýna auðvitað og sanna, að lög nr. 55/2013, sérstaklega markmið laganna, gr. 21 og gr. 26 og 27, eru þverbrotin, og ættu hvalveiðar að dæmast ólölegar. Kolsvört skýrsla MAST um hvalveiðar 2022 staðfestir fólskulegar og kvalarfullar veiðaðferðir – Fagráð ályktar, að þær standist ekki lög 8. maí 2023 birti MAST skefilega skýrslu um hvalveiðar sumarið 2022, kolsvarta skýrslu, sem sýndi, að lífið hafði verið murkað úr 41% dýranna, með mis fólskulegum- og skelfilegum hætti. Fór um alla góða menn. Ekki hef ég séð, hversu margar hvalkýrnar voru, af þeim 148 dýrum, sem drepin voru, en ýmsar þeirra hafa verið með nánast fullgenginn kálf í kviði og aðrar með lifandi kálf sér við hlið, sem hefur veslast upp og soltið í hel við móðurmissinn. Skýrsla MAST for svo formlega til Fagráðs um velferð dýra 22. maí, og kom þessi niðurstaða frá Fagráði 16. Júní 2023: „Niðurstaða ráðsins var sú, að sú veiðiaferð sem beitt er við veiðar stórhvela samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra“. Gaf ráðið jafnframt til kynna, að það telji, að ekki sé hægt að bæta svo úr, með núverandi skipum, tólum og veiðiaðferðum, að veiðar geti samræmst þessum lögum. Hvalveiðileyfi Bjarna Benediktssonar frá 5. desember 2024 ólöglegt, bæði siðferðislega og lagalega Flestir hefðu talið, að samband Bjarna við Hval hafi verið svo náið, að hann hefði ekki verið hæfur til að fara með málefni félagsins, en fjölskylda hans tengdist félaginu umtalsverðum hagsmunaböndum og föðurbróðir hans hafði verið stjórnarformaður Hvals hf um árabil, hvað þá, að það stæðist, að Bjarni veitti þeim harðlega umdeilt og krítískt nýtt hvalveiðileyfi, sem hann gerði 5. desember 2024. Allra sízt gæti slíkt gerzt í starfsstjórn, þar sem stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, voru að enda við að tapa 10 þingsætum í kosningum, og höfðu eftir það aðeins 19 þingsæti, af 63, á bak við sig. Höfðu glatað öllu trausti og stóðu í raun uppi algjörlega valda- og umboðslausir. Við bætist, að flokkarnir, sem unnu þingkosningarnar 5 dögum áður, 30. nóvember 2024, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, með 36 þingsætum, og ljóst var, að mynda myndu nýja ríkisstjón, hinir raunverulegu nýju valdhafar, höfðu allir lýst yfir andstöðu við hvalveiðar. Til viðbótar við þetta allt kom svo, að fyrir lá, að starfshópur, sem var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, hefði það verkefni að skoða og gera heildstæða úttekt á hvalveiðum, lagaumhverfi þeirra, bæði með tilliti til veiðanna (sem er frá 1949) og velferðar dýranna, myndi skila niðurstöðum í febrúar 2025. Hér skal líka rifjað upp, að síðasta skoðanakönnun Maskínu sýnir, að 51% þjóðarinnar er andvígt hvalveiðum, en aðeins 29% hlynnt. Skyldi Bjarna hafa varðað eitthvað um skoðanir og vilja fólksins í landinu? Í öllu falli var þessi leyfisveiting Bjarna siðferðislega ekki bara vafasöm, heldur forkastanleg, og við það bætist, þegar til staðfestingar Fagráðs um velferð dýra, frá 16. Júní 2024, er litið, svo og misferlis í reglugerðarmálum og alvarlegs brots á skilyrðum fyrri hvalveiðileyfa, þá er leyfisveitingin Bjarna líka augljóslega ólögleg. Ekki góður viðskilnaður hjá Bjarna Benediktssyni. Hans verður vart saknað. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félags um dýra- umhverfis- og náttúeruvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Reglugerð um hreinlæti við verkun virt að vettugi í 8 ár – Líka brot á EES-samningi: 2009 setti Jón Bjarnason, þá sjávarútvegsráðherra, reglugerð nr. 489/2009, sem kvað á um það, að verka skyldi hval undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti við vinnslu og matvælaöryggi, en frá 1949 hafði þessi verkun farið fram úti, undir berum himni. Jón setti þessa reglugerð bæði til að fyrirbyggja, að fuglar eða önnur óværa kæmust í matvælin og til að samræma okkar starfsramma í matvælaiðnaði matvælalöggjöf ESB, eins og okkur bar skylda til skv. EES-samningi. Þrátt fyrir það ríkidæmi, sem Hvalur hf byggði upp á síðustu öld, tímdi fyrirtækið aldrei að fjárfesta í vinnsluhúsi fyrir hvalina. Hefði þessi reglugerð Jóns Bjarnasonar því átt að stöðva veiðar og vinnslu Hvals hf. Hvalur hf virti hins vegar þessa reglugerð að vettugi í 8 ár, sýndi bara Matvælastofnun, sem átti að fylgja reglugerðinni eftir, fingurinn; verkaði áfram hval, eins og var 70 árum áður. 2017 varð Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, og var þeim nöfnunum, Kristjáni Loftssyni í Hval og honum, greinilega vel til vina, því ráðherrann setti stuttu seinna nýja reglugerð, nr. 533/2018, þar sem verkun hvals var aftur leyfð úti, undir berum himni, eins og var 1949. Einhver hefði kallað þetta dæmigerða íslenzka spillingu. Jarðarvinir, dýra- náttúru og umhverfisverndarsamtök, kærðu Hval hf og ráku sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf vegna þessa meinta brots á reglum um hreinlæti við matvælaframleiðslu og matvælaöryggi við verkun. Um er að ræða lögreglumál nr. 313-2018-19923, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði í um 8 ár brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um hvalskurð, sem átti að fara fram undir þaki, í lokuðu rými, en það var ekki gert. Fyrir þessi brot gildir þessi refsirammi: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hér féll lögreglustjórinn á Vesturlandi reyndar frá ákæru, án þess að ástæður, á mannamáli, hafi komið fram fyrir þeirri ákvörðun. Skilyrði fyrir veiðileyfi fyrir tímabilið 2014-2018 sömuleiðis misvirt og hunzað Jarðarvinir ráku annað lögreglumál gegn forráðamönnum Hvals hf, nr. 313-2019-8012, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, frá 15.05.2014, um afhendingu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, en þessar dagbækur eru helzta verkfæri stjórnvalda og eftirlitsaðila til að fylgjast með framkvæmd veiðanna. Gegn skýru ákvæði í veiðileyfi og þrátt fyrir ítrekanir og eftirgangsmuni eftirlitsaðila, Fiskistofu, skilaði Hvalur hf aldrei inn þessum dagbókum. Í veiðdagbókum kemur fram, hvar og hvenær veiðar fara fram, hvenær fyrsta sprengiskutli er skotið, hversu mörgum sprengiskutlum er skotið, hversu margir hæfa langreyði, fjöldi skutlaðra langreyða, sem losna og tapast o.s.frv. alls 16 atriði. Þessa upplýsingar gefa eftirlitsaðila mynd af því, hvernig veiðar fara í reynd fram – hvort reglum og lögum sé fylgt eða ekki – líka, hversu langt dauðastríð dýranna er og hversu mörg þeirra sleppa (illa eða helsærð, til þess eins að kveljast til dauða á skemmri eða lengri tíma). Þessu dagbókarmáli var lokið með lögreglustjórasekt hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi í júlí 2020. Forráðamenn Hvals hf fundnir sekir. Í 8. gr. veiðileyfisins, sem um ræðir, eru refisákvæði fyrir þessi brot þessi; „Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar sviftingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins. Einnig varða brot sektum og öðrum viðurlögum samkvæmt lögum nr. 26/1949, um hvalveiðar með síðari breytingum“. Skv. þessum síðastnefndu lögum eru sektir 2.000-40.000 gullkrónur, upptaka á veiðitækjum skipsins, byssum, skotlínu, skutlum og skotfærum, svo og öllum afla skipsins, auk þess, sem láta má brot varða fangelsi, allt að 6 mánuðum. Ítarleg skýrsla norsks vísindamanns frá 2015 sannar heiftarlegt dýraníð og brot á lögum 55/2013: Skv. skýrslu dr. Egil Ole Öen til sjávarútvegsráðuneytisins, frá 19.02.2015, um veiðar á 50 langreyðum við Ísland 2014, eru drápsaðferðir heiftarlegar og auglljóslega kvalafullar fyrir dýrin, sem þýðir það, að þessar veiðar verða að flokkast undir dýraníð á háu stigi. „No whales were recorded instantly dead...“. Aðeins 6 dýr (af 50) misstu meðvitund fljótlega. 36 dýr misstu ekki meðvitund, börðust um með skutulinn í holdi, líffærum, vöðvum og innyflum, fyrr en eftir 2 til 3.5 mínútur. 8 dýr urðu að heyja skelfilega lífsbaráttu, með skutulinn, sem spennist út við átökin og verður að stálkló, rífandi og tætandi líffæri og hold í allt að 16 mínútur. 4 dýr varð að skjóta með sprengiskutli nr. 2, en það tekur minnst 6-8 mínútur að hlaða byssuna, og á meðan urðu dýrin að þola ólýsanlegar kvalir, og líka í fleiri mínútur eftir að skutull nr. 2 boraði sig inn í dýrin og tætti í sundur hold þeirra og innyfli með sprengingu. - Í skýrslu Vassili Papastavrou, sjávarlíffræðings, frá 17.03.2013, kemur fram að minnst 20. hver hvalur, sem reynt er að veiða við Ísland, tapist og hverfi; m.ö.o. eru þessir hvalir skotnir, særðir og limlestir, án þess að drepast strax og nást, og kveljast slík dýr auðvitað til dauða í hörmungum sínum, á lengri eða skemmri tíma. Ofangreindar skýrslur sýna auðvitað og sanna, að lög nr. 55/2013, sérstaklega markmið laganna, gr. 21 og gr. 26 og 27, eru þverbrotin, og ættu hvalveiðar að dæmast ólölegar. Kolsvört skýrsla MAST um hvalveiðar 2022 staðfestir fólskulegar og kvalarfullar veiðaðferðir – Fagráð ályktar, að þær standist ekki lög 8. maí 2023 birti MAST skefilega skýrslu um hvalveiðar sumarið 2022, kolsvarta skýrslu, sem sýndi, að lífið hafði verið murkað úr 41% dýranna, með mis fólskulegum- og skelfilegum hætti. Fór um alla góða menn. Ekki hef ég séð, hversu margar hvalkýrnar voru, af þeim 148 dýrum, sem drepin voru, en ýmsar þeirra hafa verið með nánast fullgenginn kálf í kviði og aðrar með lifandi kálf sér við hlið, sem hefur veslast upp og soltið í hel við móðurmissinn. Skýrsla MAST for svo formlega til Fagráðs um velferð dýra 22. maí, og kom þessi niðurstaða frá Fagráði 16. Júní 2023: „Niðurstaða ráðsins var sú, að sú veiðiaferð sem beitt er við veiðar stórhvela samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra“. Gaf ráðið jafnframt til kynna, að það telji, að ekki sé hægt að bæta svo úr, með núverandi skipum, tólum og veiðiaðferðum, að veiðar geti samræmst þessum lögum. Hvalveiðileyfi Bjarna Benediktssonar frá 5. desember 2024 ólöglegt, bæði siðferðislega og lagalega Flestir hefðu talið, að samband Bjarna við Hval hafi verið svo náið, að hann hefði ekki verið hæfur til að fara með málefni félagsins, en fjölskylda hans tengdist félaginu umtalsverðum hagsmunaböndum og föðurbróðir hans hafði verið stjórnarformaður Hvals hf um árabil, hvað þá, að það stæðist, að Bjarni veitti þeim harðlega umdeilt og krítískt nýtt hvalveiðileyfi, sem hann gerði 5. desember 2024. Allra sízt gæti slíkt gerzt í starfsstjórn, þar sem stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, voru að enda við að tapa 10 þingsætum í kosningum, og höfðu eftir það aðeins 19 þingsæti, af 63, á bak við sig. Höfðu glatað öllu trausti og stóðu í raun uppi algjörlega valda- og umboðslausir. Við bætist, að flokkarnir, sem unnu þingkosningarnar 5 dögum áður, 30. nóvember 2024, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, með 36 þingsætum, og ljóst var, að mynda myndu nýja ríkisstjón, hinir raunverulegu nýju valdhafar, höfðu allir lýst yfir andstöðu við hvalveiðar. Til viðbótar við þetta allt kom svo, að fyrir lá, að starfshópur, sem var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, hefði það verkefni að skoða og gera heildstæða úttekt á hvalveiðum, lagaumhverfi þeirra, bæði með tilliti til veiðanna (sem er frá 1949) og velferðar dýranna, myndi skila niðurstöðum í febrúar 2025. Hér skal líka rifjað upp, að síðasta skoðanakönnun Maskínu sýnir, að 51% þjóðarinnar er andvígt hvalveiðum, en aðeins 29% hlynnt. Skyldi Bjarna hafa varðað eitthvað um skoðanir og vilja fólksins í landinu? Í öllu falli var þessi leyfisveiting Bjarna siðferðislega ekki bara vafasöm, heldur forkastanleg, og við það bætist, þegar til staðfestingar Fagráðs um velferð dýra, frá 16. Júní 2024, er litið, svo og misferlis í reglugerðarmálum og alvarlegs brots á skilyrðum fyrri hvalveiðileyfa, þá er leyfisveitingin Bjarna líka augljóslega ólögleg. Ekki góður viðskilnaður hjá Bjarna Benediktssyni. Hans verður vart saknað. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félags um dýra- umhverfis- og náttúeruvernd
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar