Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2025 12:18 Gísli Þorgeir Kristjánsson og þjálfarinn Bennet Wiegert þurftu að taka ákvörðun í gær um hvort Gísli myndi spila, þrátt fyrir að vera tæpur vegna meiðsla. Getty/Marco Wolf Bennet Wiegert, þjálfari þýska handboltafélagsins Magdeburg, viðurkennir að Gísli Þorgeir Kristjánsson hafi ekki getað æft í aðdraganda leiksins við Álaborg í gær. Meiðsli hans í leiknum séu á endanum á ábyrgð þjálfarans. Magdeburg og Álaborg mættust í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og vann Magdeburg nauðsynlegan 32-31 sigur í baráttunni um að komast upp úr sínum riðli og í 12-liða úrslit keppninnar. Gísli hóf leikinn en eftir aðeins örfáar mínútur fór hann meiddur af velli, augljóslega sárkvalinn, en þýskir miðlar segja að um ökklameiðsli sé að ræða. Wiegert hefur nú viðurkennt að hafa vísvitandi teflt á tvær hættur varðandi Gísla. „Hann var tæpur fyrir leikinn og hafði ekki æft alla vikuna. Við reyndum að gera hann leihkæfan en það kom svo í ljós að þetta var of snemmt,“ sagði Wiegert við Sport Bild. Der SC Magdeburg hält in der Champions League Kurs auf die Play-offs. Die Mannschaft von Trainer Bennet Wiegert besiegte das dänische Spitzenteam Aalborg Handbold 32:31 (17:17). Die Freude wird getrübt durch den frühen Ausfall von Gisli Kristjansson, eine Diagnose steht noch… pic.twitter.com/mNMulkcjOk— HandballPapst (@HandballPapst) February 20, 2025 „Þetta angrar mig en svona ákvarðanir þarf að taka í keppnisíþróttum. Ég ber alltaf endanlega ábyrgð,“ sagði Wiegert en tók fram að Gísli hefði sjálfur viljað spila leikinn. „Ég neyði engan til að spila. En það koma upp aðstæður þar sem maður þarf að bremsa leikmanninn af. Kannski gerði ég það ekki nógu mikið,“ sagði Wiegert. Magdeburg er núna án sjö leikmanna vegna meiðsla og í þeim hópi eru einnig Ómar Ingi Magnússon, Albin Lagergren, Christian O'Sullivan, Philipp Weber, Manuel Zehnder og Oscar Bergendahl. Wiegert var því ekki í auðveldri stöðu þegar hann þurfti að taka ákvörðun um hvort Gísli myndi spila í gær, sérstaklega í ljósi hættunnar á að Magdeburg félli úr keppni: „Það vita allir hve mikilvæg stigin í Meistaradeildinni eru. Hversu mikilvæg stigin í þýsku deildinni eru fyrir okkur. Svona er þetta í keppnisíþróttum og þetta neyðir mann stundum til að gera hluti þegar þörf hefði verið fyrir aðeins meiri þolinmæði.“ Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Magdeburg og Álaborg mættust í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og vann Magdeburg nauðsynlegan 32-31 sigur í baráttunni um að komast upp úr sínum riðli og í 12-liða úrslit keppninnar. Gísli hóf leikinn en eftir aðeins örfáar mínútur fór hann meiddur af velli, augljóslega sárkvalinn, en þýskir miðlar segja að um ökklameiðsli sé að ræða. Wiegert hefur nú viðurkennt að hafa vísvitandi teflt á tvær hættur varðandi Gísla. „Hann var tæpur fyrir leikinn og hafði ekki æft alla vikuna. Við reyndum að gera hann leihkæfan en það kom svo í ljós að þetta var of snemmt,“ sagði Wiegert við Sport Bild. Der SC Magdeburg hält in der Champions League Kurs auf die Play-offs. Die Mannschaft von Trainer Bennet Wiegert besiegte das dänische Spitzenteam Aalborg Handbold 32:31 (17:17). Die Freude wird getrübt durch den frühen Ausfall von Gisli Kristjansson, eine Diagnose steht noch… pic.twitter.com/mNMulkcjOk— HandballPapst (@HandballPapst) February 20, 2025 „Þetta angrar mig en svona ákvarðanir þarf að taka í keppnisíþróttum. Ég ber alltaf endanlega ábyrgð,“ sagði Wiegert en tók fram að Gísli hefði sjálfur viljað spila leikinn. „Ég neyði engan til að spila. En það koma upp aðstæður þar sem maður þarf að bremsa leikmanninn af. Kannski gerði ég það ekki nógu mikið,“ sagði Wiegert. Magdeburg er núna án sjö leikmanna vegna meiðsla og í þeim hópi eru einnig Ómar Ingi Magnússon, Albin Lagergren, Christian O'Sullivan, Philipp Weber, Manuel Zehnder og Oscar Bergendahl. Wiegert var því ekki í auðveldri stöðu þegar hann þurfti að taka ákvörðun um hvort Gísli myndi spila í gær, sérstaklega í ljósi hættunnar á að Magdeburg félli úr keppni: „Það vita allir hve mikilvæg stigin í Meistaradeildinni eru. Hversu mikilvæg stigin í þýsku deildinni eru fyrir okkur. Svona er þetta í keppnisíþróttum og þetta neyðir mann stundum til að gera hluti þegar þörf hefði verið fyrir aðeins meiri þolinmæði.“
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira