Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 22:06 Sævar Þór Jónsson segir tíðni þess að hjón geri kaupmála fara vaxandi á Íslandi. Vísir/Vilhelm Lögmaður segir Íslendinga gera kaupmála í auknum mæli og segist finna fyrir markverðri aukningu í kaupmálagerð á síðustu tíu árum og þá sérstaklega fyrir seinna hjónaband. Sævar Þór Jónsson lögmaður var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag og var tilefni viðtalsins nýlegar fréttir sem bárust frá Skotlandi í gær af íslenskum lækni búsettum þar sem hefur lent ansi óþægilegri stöðu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurtöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021 vegna óuppgerðs lífeyris. Hann giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann yrði giftur tveimur konum samtímis. Málið á sér engin fordæmi i skoskri réttarsögu né íslenskri að sögn Sævars. Fólk læri af reynslunni Hann segir íslenska dómstól ekki hafa fallist á það að persónubundin réttindi á borð við séreignasparnað komi til skipta í tilfelli skilnaðar. „Það er ansi fátítt að það sé samþykkt að lífeyrisréttindi komi til skipta. Það þarf sérstakar aðstæður til að svo verði,“ segir Sævar. Hann segir að það séu meira að segja fordæmi fyrir því að lífeyrir sjómanns komi ekki til skiptanna þegar hann og eiginkona hans sem hefur sinnt húsmóðurstörfum allt hjónabandið skilja. Hann segir í því samhengi að tíðni þess að íslensk hjón geri kaupmála hafi stóraukist á undanförnum árum. „Þetta er oftar en ekki það að fólk vill halda eignum fyrir utan fjárskipti þegar kemur að skilnaði. Það er kannski í mörgum tilvikum geta þetta verið hesthús, sumarbústaðir, aðrar aukaeignir sem einstaklingarnir eiga. Þetta er fólk oftar en ekki að gera í seinni sambúð, þegar fólk er komið í sambúð númer tvö. Þá hefur fólk lært af reynslunni og vill tryggja sig,“ segir hann. Lögin komin til ára sinna Sævar segir að lögin séu þó komin til ára sinna og að þau mættu fara í endurskoðun. „Vandamálið í dag snýr líka að því að þegar fólk er í seinni sambúð og þar er kominn nýr maki en börnin eru úr fyrra hjónabandi. Þá er það þannig að annar deyr og þá fær viðkomandi að sitja í óskiptu búi ef það er búið að gera erfðaskrá og þess háttar. Þetta leggst illa í börn úr fyrra hjónabandi að það sé allt í einu einhver annar aðili sem situr um eignirnar á meðan hann er á lífi,“ segir hann. „Það hefur stundum ekki gengið mjög vel fyrir þessa erfingja að ná síðan til eignanna þegar þessi viðkomandi aðili sem hefur sitið í óskiptu búi deyr. Það er kannski kominn tími til að þetta sé aðeins endurskoðað,“ segir Sævar. Er mikið mál að gera kaupmála? „Nei, nei, í sjálfu sér ekki. Þetta er aðallega bara að stilla upp hvaða eignir það eru sem eiga að vera fyrir utan fjárskipti og það á ekki að vera flókið mál,“ segir hann. Reykjavík síðdegis Dómsmál Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sævar Þór Jónsson lögmaður var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag og var tilefni viðtalsins nýlegar fréttir sem bárust frá Skotlandi í gær af íslenskum lækni búsettum þar sem hefur lent ansi óþægilegri stöðu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurtöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021 vegna óuppgerðs lífeyris. Hann giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann yrði giftur tveimur konum samtímis. Málið á sér engin fordæmi i skoskri réttarsögu né íslenskri að sögn Sævars. Fólk læri af reynslunni Hann segir íslenska dómstól ekki hafa fallist á það að persónubundin réttindi á borð við séreignasparnað komi til skipta í tilfelli skilnaðar. „Það er ansi fátítt að það sé samþykkt að lífeyrisréttindi komi til skipta. Það þarf sérstakar aðstæður til að svo verði,“ segir Sævar. Hann segir að það séu meira að segja fordæmi fyrir því að lífeyrir sjómanns komi ekki til skiptanna þegar hann og eiginkona hans sem hefur sinnt húsmóðurstörfum allt hjónabandið skilja. Hann segir í því samhengi að tíðni þess að íslensk hjón geri kaupmála hafi stóraukist á undanförnum árum. „Þetta er oftar en ekki það að fólk vill halda eignum fyrir utan fjárskipti þegar kemur að skilnaði. Það er kannski í mörgum tilvikum geta þetta verið hesthús, sumarbústaðir, aðrar aukaeignir sem einstaklingarnir eiga. Þetta er fólk oftar en ekki að gera í seinni sambúð, þegar fólk er komið í sambúð númer tvö. Þá hefur fólk lært af reynslunni og vill tryggja sig,“ segir hann. Lögin komin til ára sinna Sævar segir að lögin séu þó komin til ára sinna og að þau mættu fara í endurskoðun. „Vandamálið í dag snýr líka að því að þegar fólk er í seinni sambúð og þar er kominn nýr maki en börnin eru úr fyrra hjónabandi. Þá er það þannig að annar deyr og þá fær viðkomandi að sitja í óskiptu búi ef það er búið að gera erfðaskrá og þess háttar. Þetta leggst illa í börn úr fyrra hjónabandi að það sé allt í einu einhver annar aðili sem situr um eignirnar á meðan hann er á lífi,“ segir hann. „Það hefur stundum ekki gengið mjög vel fyrir þessa erfingja að ná síðan til eignanna þegar þessi viðkomandi aðili sem hefur sitið í óskiptu búi deyr. Það er kannski kominn tími til að þetta sé aðeins endurskoðað,“ segir Sævar. Er mikið mál að gera kaupmála? „Nei, nei, í sjálfu sér ekki. Þetta er aðallega bara að stilla upp hvaða eignir það eru sem eiga að vera fyrir utan fjárskipti og það á ekki að vera flókið mál,“ segir hann.
Reykjavík síðdegis Dómsmál Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira