Afstaða Íslands skýr Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 19. febrúar 2025 18:35 Kristrún Frostadóttir fundaði með öðrum ráðamönnum Evrópu í dag. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sótti neyðarfund Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Til umræðu voru öryggis- og varnarmál álfunnar og friðarviðræður í stríðinu milli Úkraínu og Rússa. Forsætisráðherra segir afstöðu Íslands skýra. „Núna, eins og kannski sást um helgina í Þýskalandi, er Evrópa að þétta raðirnar. Ekki til að vera gegn Bandaríkjunum heldur til að vera betri bandamaður þegar kemur að alþjóðasamskiptum og vinna betur með Bandaríkjunum að frið í álfunni. Fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að vopnahlé sem að komið verður á verði ekki á forsendum Úkraínu, það muni ekki leiða til varanlegs friðar í álfunni þannig að fólk er að velta fyrir sér á hvaða forsendum svona samræður geti átt sér stað,“ segir Kristrún. Til umræðu á fundinum var meðal annars staða Evrópu og staða Úkraínu. „Það var verið að ræða stöðu Evrópu, stöðu Úkraínu, hvernig Evrópa gæti komið sterkari inn, hefur auðvitað verið öflugur aðili og bandamaður Úkraínu en er meðvituð um það eru aðeins að breytast vigtirnar í alþjóðasamskiptum þannig það er verið að ræða framtíð friðar í Evrópu þannig þetta er eitthvað sem snertir okkur Íslendinga,“ segir hún. Ýmsar niðurstöður hafi verið viðraðar en engin formlega niðurstaða tilkynnt. „En það er verið, eins og ég segi, að hugsa hvernig ætti að tryggja það að Úkraína hafi sannarlega rödd við þetta borð, það verði langvarandi friður í álfunni, að Evrópumenn og -konur verði þátttakendur í þessu samtali. Ég má til með að nefna það að Íslandi var sérstaklega þökkuð þátttaka í þessum fundi vegna þess að það eru allir meðvitaðir um það að það þarf að vera breið sátt og stuðningur um áframhaldandi stuðning við Úkraínu.“ Það voru ekki mörg ríki sem tóku þátt á fundi dagsins. Fyrri neyðarfundur var haldinn í gær. „Það var auðvitað hópur sem fundaði í gær. Þar var Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, svona fulltrúi Norðurlandaþjóða og Eystrasaltsríkja, hún stóð sig þar með prýði. Nú var verið að fá breiðari sjónarmið. Ísland er náttúrulega þátttakandi í ýmsu Evrópusamstarfi, við erum hluti af Nató og fólk er meðvitaðra um að það skiptir máli að þétta raðirnar þvert á álfuna,“ segir Kristrún. Fyrr í dag kallaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, einræðisherra og gaf í skyn að hann væri spilltur. Þá gaf forsetinn í skyn í gærkvöldi að stríðið væri Úkraínumönnum sjálfum að kenna. Kristrún segir íslensk stjórnvöld þurfa senda skýr skilaboð. „Það voru Rússar sem réðust inn í Úkraínu. Evrópa stendur með Úkraínu og það gerir Ísland líka.“ Þá liggi fyrir hver afstaða Íslands og Evrópu varðandi friðarfund Rússa og Bandaríkjamanna þar sem hvorki fulltrúum frá Úkraínu hafi verið boðið né fulltrúum Evrópuríkja. „Það liggur alveg fyrir hver afstaða Íslands er og Evrópu hvað það varðar. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu og það þýðir að Úkraína verður að eiga sæti við borðið þegar það er samið í þessari stöðu vegna þess að, svo ég ítreki það, forsendur vopmahles og friðar þurfa að vera alveg skýrar og það skiptir máli hvernig vopnahléi er komið á,“ segir Kristrún. Margt hafi gerst á örfáum dögum „Ég myndi samt segja að þróun síðustu daga sýni að Evrópa og okkar nágrannaþjóðir, Norðurlandaþjóðirnar og Eystrasaltsþjóðirnar, sem við erum að vinna mikið með geta hreyft sig hratt. Það er verið að þétta raðirnar vel, það er verið að eiga samskipti líka við okkar bandamenn í Bandaríkjunum. Þannig að já það er ákveðin ögurstund komin á í álfunni en fólk er að stíga inn, stíga upp og að knýja fram ákvörðunartöku,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
„Núna, eins og kannski sást um helgina í Þýskalandi, er Evrópa að þétta raðirnar. Ekki til að vera gegn Bandaríkjunum heldur til að vera betri bandamaður þegar kemur að alþjóðasamskiptum og vinna betur með Bandaríkjunum að frið í álfunni. Fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að vopnahlé sem að komið verður á verði ekki á forsendum Úkraínu, það muni ekki leiða til varanlegs friðar í álfunni þannig að fólk er að velta fyrir sér á hvaða forsendum svona samræður geti átt sér stað,“ segir Kristrún. Til umræðu á fundinum var meðal annars staða Evrópu og staða Úkraínu. „Það var verið að ræða stöðu Evrópu, stöðu Úkraínu, hvernig Evrópa gæti komið sterkari inn, hefur auðvitað verið öflugur aðili og bandamaður Úkraínu en er meðvituð um það eru aðeins að breytast vigtirnar í alþjóðasamskiptum þannig það er verið að ræða framtíð friðar í Evrópu þannig þetta er eitthvað sem snertir okkur Íslendinga,“ segir hún. Ýmsar niðurstöður hafi verið viðraðar en engin formlega niðurstaða tilkynnt. „En það er verið, eins og ég segi, að hugsa hvernig ætti að tryggja það að Úkraína hafi sannarlega rödd við þetta borð, það verði langvarandi friður í álfunni, að Evrópumenn og -konur verði þátttakendur í þessu samtali. Ég má til með að nefna það að Íslandi var sérstaklega þökkuð þátttaka í þessum fundi vegna þess að það eru allir meðvitaðir um það að það þarf að vera breið sátt og stuðningur um áframhaldandi stuðning við Úkraínu.“ Það voru ekki mörg ríki sem tóku þátt á fundi dagsins. Fyrri neyðarfundur var haldinn í gær. „Það var auðvitað hópur sem fundaði í gær. Þar var Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, svona fulltrúi Norðurlandaþjóða og Eystrasaltsríkja, hún stóð sig þar með prýði. Nú var verið að fá breiðari sjónarmið. Ísland er náttúrulega þátttakandi í ýmsu Evrópusamstarfi, við erum hluti af Nató og fólk er meðvitaðra um að það skiptir máli að þétta raðirnar þvert á álfuna,“ segir Kristrún. Fyrr í dag kallaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, einræðisherra og gaf í skyn að hann væri spilltur. Þá gaf forsetinn í skyn í gærkvöldi að stríðið væri Úkraínumönnum sjálfum að kenna. Kristrún segir íslensk stjórnvöld þurfa senda skýr skilaboð. „Það voru Rússar sem réðust inn í Úkraínu. Evrópa stendur með Úkraínu og það gerir Ísland líka.“ Þá liggi fyrir hver afstaða Íslands og Evrópu varðandi friðarfund Rússa og Bandaríkjamanna þar sem hvorki fulltrúum frá Úkraínu hafi verið boðið né fulltrúum Evrópuríkja. „Það liggur alveg fyrir hver afstaða Íslands er og Evrópu hvað það varðar. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu og það þýðir að Úkraína verður að eiga sæti við borðið þegar það er samið í þessari stöðu vegna þess að, svo ég ítreki það, forsendur vopmahles og friðar þurfa að vera alveg skýrar og það skiptir máli hvernig vopnahléi er komið á,“ segir Kristrún. Margt hafi gerst á örfáum dögum „Ég myndi samt segja að þróun síðustu daga sýni að Evrópa og okkar nágrannaþjóðir, Norðurlandaþjóðirnar og Eystrasaltsþjóðirnar, sem við erum að vinna mikið með geta hreyft sig hratt. Það er verið að þétta raðirnar vel, það er verið að eiga samskipti líka við okkar bandamenn í Bandaríkjunum. Þannig að já það er ákveðin ögurstund komin á í álfunni en fólk er að stíga inn, stíga upp og að knýja fram ákvörðunartöku,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira