„Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. febrúar 2025 19:28 Flutningsmaður tillögunnar er Bergþór Ólason en meðflutningsmenn eru Ingibjörg Davíðsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Snorri Másson og Þorgrímur Sigmundsson, þingmenn Miðflokksins og Jens Garðar Helgason, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um breytt fyrirkomulag á útvarpsgjaldi segir núverandi fyrirkomulag slæmt og það hafi verið viðhaft sem einhvers lags plástur árum saman. Hann segist vongóður og finnur fyrir meiri stuðningi við tillöguna en áður. Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en Ríkisútvarpsins. Þeir settu fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi í dag en hún hefur fjórum sinnum áður verið rædd. Tillagan felur í sér að menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í samráði við fjármálaráðherra, leggi fram frumvarp sem kveði á um að greiðendur útvarpsgjalds geti sjálfir ráðstafað þriðjungi gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segist vongóður um að hún náði fram að ganga en rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendir á að áður hafi hann haft einn meðflutningsmann með sér í málinu en nú séu þeir orðnir um sextán. Logi vilji hverfa frá núverandi fyrirkomulagi „Umræðan í samfélaginu hverfist mikið um stöðuna á einkareknum miðlum og hversu snúin hún er. Og þessa yfirburðastöðu sem Ríkisútvarpið hefur búið við í raun alla tíð, en ágerist og verður alvarlegri gagnvart því sem einkareknu miðlarnir eru að eiga við.“ Hann telur að skilningur fólks á stöðu einkarekinna miðla hérlendis hafi aukist hratt. „Nú er ráðherra málaflokksins að horfa til þess að hverfa frá þessu slæma ríkisstyrkjafyrirkomulagi sem viðhaft hefur verið sem einhvers lags plástur árum saman. Og ég vona að þetta upplegg verði partur af því hlaðborði sem ráðherra velur úr hvað varðar að bæta stöðu einkarekinna miðla meðan dregið er úr yfirburðastöðu Ríkisútvarpsins,“ segir Bergþór en Logi Einarsson háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fer með málaflokkinn. Með tillögunni sé gert ráð fyrir að almenningur fái svigrúm til að ráðstafa þriðjungi útvarpsgjaldsins á skattskýrslu hvers árs. „Og geti þá valið hvort það sé héraðsfréttamiðill Stöð 2/Sýn, Morgunblaðið, DV, listinn er í raun mjög langur,“ segir Bergþór. Nýti allir greiðendur útvarpgjaldsins heimildina fari vel á annan milljarð til einkareknu fréttamiðlanna með þessum hætti. „Sem er umtalsvert meira en þessi árlegi ríkisplástur er að gera núna en á sama tíma er þetta auðvitað frelsismál sem auðveldar fólki að styðja við þá miðla sem það telur mest gagn af hverju sinni.“ Fjölmiðlar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisútvarpið Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en Ríkisútvarpsins. Þeir settu fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi í dag en hún hefur fjórum sinnum áður verið rædd. Tillagan felur í sér að menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í samráði við fjármálaráðherra, leggi fram frumvarp sem kveði á um að greiðendur útvarpsgjalds geti sjálfir ráðstafað þriðjungi gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segist vongóður um að hún náði fram að ganga en rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendir á að áður hafi hann haft einn meðflutningsmann með sér í málinu en nú séu þeir orðnir um sextán. Logi vilji hverfa frá núverandi fyrirkomulagi „Umræðan í samfélaginu hverfist mikið um stöðuna á einkareknum miðlum og hversu snúin hún er. Og þessa yfirburðastöðu sem Ríkisútvarpið hefur búið við í raun alla tíð, en ágerist og verður alvarlegri gagnvart því sem einkareknu miðlarnir eru að eiga við.“ Hann telur að skilningur fólks á stöðu einkarekinna miðla hérlendis hafi aukist hratt. „Nú er ráðherra málaflokksins að horfa til þess að hverfa frá þessu slæma ríkisstyrkjafyrirkomulagi sem viðhaft hefur verið sem einhvers lags plástur árum saman. Og ég vona að þetta upplegg verði partur af því hlaðborði sem ráðherra velur úr hvað varðar að bæta stöðu einkarekinna miðla meðan dregið er úr yfirburðastöðu Ríkisútvarpsins,“ segir Bergþór en Logi Einarsson háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fer með málaflokkinn. Með tillögunni sé gert ráð fyrir að almenningur fái svigrúm til að ráðstafa þriðjungi útvarpsgjaldsins á skattskýrslu hvers árs. „Og geti þá valið hvort það sé héraðsfréttamiðill Stöð 2/Sýn, Morgunblaðið, DV, listinn er í raun mjög langur,“ segir Bergþór. Nýti allir greiðendur útvarpgjaldsins heimildina fari vel á annan milljarð til einkareknu fréttamiðlanna með þessum hætti. „Sem er umtalsvert meira en þessi árlegi ríkisplástur er að gera núna en á sama tíma er þetta auðvitað frelsismál sem auðveldar fólki að styðja við þá miðla sem það telur mest gagn af hverju sinni.“
Fjölmiðlar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisútvarpið Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira