Casemiro fer ekki fet Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2025 19:01 Casemiro hefur verið einkar sigursæll á sínum ferli en hefur mátt þola mikla bekkjarsetu undanfarnar vikur. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester United þrátt fyrir lítinn spiltíma og slakan árangur liðsins á vellinum. Samningur hans rennur út sumarið 2026 og er sagður vera sá hæsti í núverandi leikmannahóp félagsins. Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 og skrifaði undir fjögurra ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Það virðast hins vegar engar líkur á að félagið muni nýta sér þann möguleika og samkvæmt helstu fréttamiðlum erlendis vill Man United ekkert heitar en að losna við hinn 32 ára gamla miðjumann af launaskrá sinni. Rúben Amorim hefur sett Casemiro í frystinn en Brasilíumaðurinn fékk þó tækifæri í 1-0 tapinu gegn Tottenham Hotspur þar sem Kobbie Mainoo, Christian Eriksen, Mason Mount, Tobby Collyer, Manuel Ugarte og Amad voru allir fjarri góðu gamni. Casemiro er launahæsti leikmaður liðsins sem stendur en talið er að Marcus Rashford sé með hærri laun þegar allt er upptalið. Rashford er hins vegar á láni hjá Aston Villa og því þarf félagið ekki að greiða 100 prósent launa hans út tímabilið. Casemiro, sem á 75 A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu, hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu sem og lið í Tyrklandi en hann hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester-borg. Þetta kemur fram í viðtali hans við spænska miðilinn AS. „Ég verð að halda áfram að gera það sem ég er að gera, sýna virðingu og almennilegheit. Auðvitað vil ég spila meira, ég þekki ekki einn knattspyrnumann sem vill ekki spila og hjálpa liði sínu. Ég vil einnig hjálpa félaginu á þessu augnabliki,“ sagði Casemiro í viðtalinu. „Ég nálgast hlutina af virðingu fyrir liðsfélögum mínum og félaginu. Ég er þakklátur fyrir að vera hér og á sem stendur eitt og hálft ár eftir af samningi mínum. Ég stefni á að virða þann samning. Mér og fjölskyldu minni líður vel hér. Þau hafa aðlagast og við tölum ensku.“ „Ég er mjög þakklátur stuðningsfólkinu á Old Trafford og hjá félaginu í heild. Ég er vissulega óánægður með að sitja á bekknum en það hefur ekki áhrif á hitt,“ sagði Casemiro jafnframt. Man United hefur tapað 8 af síðustu 12 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr félagið í 15. sæti töflunnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 og skrifaði undir fjögurra ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Það virðast hins vegar engar líkur á að félagið muni nýta sér þann möguleika og samkvæmt helstu fréttamiðlum erlendis vill Man United ekkert heitar en að losna við hinn 32 ára gamla miðjumann af launaskrá sinni. Rúben Amorim hefur sett Casemiro í frystinn en Brasilíumaðurinn fékk þó tækifæri í 1-0 tapinu gegn Tottenham Hotspur þar sem Kobbie Mainoo, Christian Eriksen, Mason Mount, Tobby Collyer, Manuel Ugarte og Amad voru allir fjarri góðu gamni. Casemiro er launahæsti leikmaður liðsins sem stendur en talið er að Marcus Rashford sé með hærri laun þegar allt er upptalið. Rashford er hins vegar á láni hjá Aston Villa og því þarf félagið ekki að greiða 100 prósent launa hans út tímabilið. Casemiro, sem á 75 A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu, hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu sem og lið í Tyrklandi en hann hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester-borg. Þetta kemur fram í viðtali hans við spænska miðilinn AS. „Ég verð að halda áfram að gera það sem ég er að gera, sýna virðingu og almennilegheit. Auðvitað vil ég spila meira, ég þekki ekki einn knattspyrnumann sem vill ekki spila og hjálpa liði sínu. Ég vil einnig hjálpa félaginu á þessu augnabliki,“ sagði Casemiro í viðtalinu. „Ég nálgast hlutina af virðingu fyrir liðsfélögum mínum og félaginu. Ég er þakklátur fyrir að vera hér og á sem stendur eitt og hálft ár eftir af samningi mínum. Ég stefni á að virða þann samning. Mér og fjölskyldu minni líður vel hér. Þau hafa aðlagast og við tölum ensku.“ „Ég er mjög þakklátur stuðningsfólkinu á Old Trafford og hjá félaginu í heild. Ég er vissulega óánægður með að sitja á bekknum en það hefur ekki áhrif á hitt,“ sagði Casemiro jafnframt. Man United hefur tapað 8 af síðustu 12 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr félagið í 15. sæti töflunnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira