Casemiro fer ekki fet Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2025 19:01 Casemiro hefur verið einkar sigursæll á sínum ferli en hefur mátt þola mikla bekkjarsetu undanfarnar vikur. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester United þrátt fyrir lítinn spiltíma og slakan árangur liðsins á vellinum. Samningur hans rennur út sumarið 2026 og er sagður vera sá hæsti í núverandi leikmannahóp félagsins. Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 og skrifaði undir fjögurra ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Það virðast hins vegar engar líkur á að félagið muni nýta sér þann möguleika og samkvæmt helstu fréttamiðlum erlendis vill Man United ekkert heitar en að losna við hinn 32 ára gamla miðjumann af launaskrá sinni. Rúben Amorim hefur sett Casemiro í frystinn en Brasilíumaðurinn fékk þó tækifæri í 1-0 tapinu gegn Tottenham Hotspur þar sem Kobbie Mainoo, Christian Eriksen, Mason Mount, Tobby Collyer, Manuel Ugarte og Amad voru allir fjarri góðu gamni. Casemiro er launahæsti leikmaður liðsins sem stendur en talið er að Marcus Rashford sé með hærri laun þegar allt er upptalið. Rashford er hins vegar á láni hjá Aston Villa og því þarf félagið ekki að greiða 100 prósent launa hans út tímabilið. Casemiro, sem á 75 A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu, hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu sem og lið í Tyrklandi en hann hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester-borg. Þetta kemur fram í viðtali hans við spænska miðilinn AS. „Ég verð að halda áfram að gera það sem ég er að gera, sýna virðingu og almennilegheit. Auðvitað vil ég spila meira, ég þekki ekki einn knattspyrnumann sem vill ekki spila og hjálpa liði sínu. Ég vil einnig hjálpa félaginu á þessu augnabliki,“ sagði Casemiro í viðtalinu. „Ég nálgast hlutina af virðingu fyrir liðsfélögum mínum og félaginu. Ég er þakklátur fyrir að vera hér og á sem stendur eitt og hálft ár eftir af samningi mínum. Ég stefni á að virða þann samning. Mér og fjölskyldu minni líður vel hér. Þau hafa aðlagast og við tölum ensku.“ „Ég er mjög þakklátur stuðningsfólkinu á Old Trafford og hjá félaginu í heild. Ég er vissulega óánægður með að sitja á bekknum en það hefur ekki áhrif á hitt,“ sagði Casemiro jafnframt. Man United hefur tapað 8 af síðustu 12 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr félagið í 15. sæti töflunnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 og skrifaði undir fjögurra ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Það virðast hins vegar engar líkur á að félagið muni nýta sér þann möguleika og samkvæmt helstu fréttamiðlum erlendis vill Man United ekkert heitar en að losna við hinn 32 ára gamla miðjumann af launaskrá sinni. Rúben Amorim hefur sett Casemiro í frystinn en Brasilíumaðurinn fékk þó tækifæri í 1-0 tapinu gegn Tottenham Hotspur þar sem Kobbie Mainoo, Christian Eriksen, Mason Mount, Tobby Collyer, Manuel Ugarte og Amad voru allir fjarri góðu gamni. Casemiro er launahæsti leikmaður liðsins sem stendur en talið er að Marcus Rashford sé með hærri laun þegar allt er upptalið. Rashford er hins vegar á láni hjá Aston Villa og því þarf félagið ekki að greiða 100 prósent launa hans út tímabilið. Casemiro, sem á 75 A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu, hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu sem og lið í Tyrklandi en hann hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester-borg. Þetta kemur fram í viðtali hans við spænska miðilinn AS. „Ég verð að halda áfram að gera það sem ég er að gera, sýna virðingu og almennilegheit. Auðvitað vil ég spila meira, ég þekki ekki einn knattspyrnumann sem vill ekki spila og hjálpa liði sínu. Ég vil einnig hjálpa félaginu á þessu augnabliki,“ sagði Casemiro í viðtalinu. „Ég nálgast hlutina af virðingu fyrir liðsfélögum mínum og félaginu. Ég er þakklátur fyrir að vera hér og á sem stendur eitt og hálft ár eftir af samningi mínum. Ég stefni á að virða þann samning. Mér og fjölskyldu minni líður vel hér. Þau hafa aðlagast og við tölum ensku.“ „Ég er mjög þakklátur stuðningsfólkinu á Old Trafford og hjá félaginu í heild. Ég er vissulega óánægður með að sitja á bekknum en það hefur ekki áhrif á hitt,“ sagði Casemiro jafnframt. Man United hefur tapað 8 af síðustu 12 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr félagið í 15. sæti töflunnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira