Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Lovísa Arnardóttir skrifar 18. febrúar 2025 13:11 Sigríður Dóra er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Sigurjón Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Persónuvernd komst að því að vinnsla persónuupplýsinga með þessum hætti hefði ekki verið heimil. Meðal aðila voru Samgöngustofu, KSÍ, Janus endurhæfing og fjöldi sjálfstætt starfandi heilsugæsla. Persónuvernd lagði sektina á Heilsugæsluna í kjölfar frumkvæðisathugunar vegna samninga um aðgang heilbrigðisstarfsfólks utan stofnunarinnar að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Hluta samninganna hefur verið rift en aðrir staðfestir af heilbrigðisráðherra. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem fólst í því að veita tólf utanaðkomandi aðgang að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Þeir utanaðkomandi aðilar sem fengu aðgang að sjúkraskrárkerfinu voru Heimaþjónusta Reykjavíkur, Heilsugæslan Höfða, Heilsugæslan Salahverfi, Heilsugæslan Urðarhvarfi, Knattspyrnusamband Íslands, Fluglæknasetrið, Samgöngustofa, Janusi endurhæfing ehf., Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnun. Ávörðunin um athugunina kom til vegna úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið fyrir hendi skýr lagagrundvöllur fyrir beinum uppflettiaðgangi trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá. Læknirinn hafði haft aðganginn á grundvelli samnings Samgöngustofu og Heilsugæslunnar. Í kjölfarið lokaði Heilsugæslan fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Samgöngustofa hafði talið nauðsynlegt fyrir trúnaðarlækni stofnunarinnar að fletta upp upplýsingum í sjúkraskrá til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Fram kemur í ákvörðun Persónuverndar að við meðferð málsins hafi Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins upplýst um að stofnunin hefði óskað leyfis heilbrigðisráðuneytisins, hinn 3. október 2024, fyrir sameiningu sjúkraskrárkerfa við Heilsugæsluna Höfða, Heilsugæsluna Salahverfi, Heilsugæsluna Urðarhvarfi, Heilsugæsluna Höfða Suðurnesjum og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. KSÍ, Fluglæknasetrið og Vinnumálastofnun með aðgang Þá hefði heilsugæslan lokað öllum aðgangi sem veittur hafði verið á grundvelli samninga við Samgöngustofu, Knattspyrnusamband Íslands og Fluglæknasetrið, 24. september 2024. Aðgangi hjúkrunarfræðinga Vinnumálastofnunar hefði jafnframt verið lokað 4. október sama ár. Þá kemur einnig fram að fjöldi skráðra einstaklinga, sem flett hefur verið upp af einhverjum ofangreindra aðila, sé um 195.000. Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar sé að finna 517.429 einstaklinga, lífs og liðna, innlenda sem erlenda. Í tilkynningu heilsugæslunnar vegna málsins er ítrekað að ekkert tjón virðist hafa orðið vegna málsins og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum hjá neinum af þeim tólf aðilum sem höfðu aðgang. „Niðurstaða Persónuverndar var sú að HH hafi átt að afla leyfis frá stofnuninni og fá samningana staðfesta af heilbrigðisráðuneytinu, sem hafi ekki verið gert. HH gengst við því að annmarkar hafi verið á meðferð samninganna. Þegar hefur verið brugðist við athugasemdunum Persónuverndar og er vinna við að fá samningana staðfesta þegar í gangi. Að öðru leyti lítur HH svo á að málinu sé lokið,“ segir að lokum í tilkynningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Persónuvernd Heilsugæsla KSÍ Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Persónuvernd lagði sektina á Heilsugæsluna í kjölfar frumkvæðisathugunar vegna samninga um aðgang heilbrigðisstarfsfólks utan stofnunarinnar að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Hluta samninganna hefur verið rift en aðrir staðfestir af heilbrigðisráðherra. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem fólst í því að veita tólf utanaðkomandi aðgang að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Þeir utanaðkomandi aðilar sem fengu aðgang að sjúkraskrárkerfinu voru Heimaþjónusta Reykjavíkur, Heilsugæslan Höfða, Heilsugæslan Salahverfi, Heilsugæslan Urðarhvarfi, Knattspyrnusamband Íslands, Fluglæknasetrið, Samgöngustofa, Janusi endurhæfing ehf., Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnun. Ávörðunin um athugunina kom til vegna úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið fyrir hendi skýr lagagrundvöllur fyrir beinum uppflettiaðgangi trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá. Læknirinn hafði haft aðganginn á grundvelli samnings Samgöngustofu og Heilsugæslunnar. Í kjölfarið lokaði Heilsugæslan fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Samgöngustofa hafði talið nauðsynlegt fyrir trúnaðarlækni stofnunarinnar að fletta upp upplýsingum í sjúkraskrá til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Fram kemur í ákvörðun Persónuverndar að við meðferð málsins hafi Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins upplýst um að stofnunin hefði óskað leyfis heilbrigðisráðuneytisins, hinn 3. október 2024, fyrir sameiningu sjúkraskrárkerfa við Heilsugæsluna Höfða, Heilsugæsluna Salahverfi, Heilsugæsluna Urðarhvarfi, Heilsugæsluna Höfða Suðurnesjum og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. KSÍ, Fluglæknasetrið og Vinnumálastofnun með aðgang Þá hefði heilsugæslan lokað öllum aðgangi sem veittur hafði verið á grundvelli samninga við Samgöngustofu, Knattspyrnusamband Íslands og Fluglæknasetrið, 24. september 2024. Aðgangi hjúkrunarfræðinga Vinnumálastofnunar hefði jafnframt verið lokað 4. október sama ár. Þá kemur einnig fram að fjöldi skráðra einstaklinga, sem flett hefur verið upp af einhverjum ofangreindra aðila, sé um 195.000. Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar sé að finna 517.429 einstaklinga, lífs og liðna, innlenda sem erlenda. Í tilkynningu heilsugæslunnar vegna málsins er ítrekað að ekkert tjón virðist hafa orðið vegna málsins og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum hjá neinum af þeim tólf aðilum sem höfðu aðgang. „Niðurstaða Persónuverndar var sú að HH hafi átt að afla leyfis frá stofnuninni og fá samningana staðfesta af heilbrigðisráðuneytinu, sem hafi ekki verið gert. HH gengst við því að annmarkar hafi verið á meðferð samninganna. Þegar hefur verið brugðist við athugasemdunum Persónuverndar og er vinna við að fá samningana staðfesta þegar í gangi. Að öðru leyti lítur HH svo á að málinu sé lokið,“ segir að lokum í tilkynningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Persónuvernd Heilsugæsla KSÍ Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira