Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 17. febrúar 2025 11:03 Þann 27. nóvember síðastliðinn sendi ég grein inn á Vísi: „Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið?“ HVIN-ráðherrann Áslaug Arna svaraði greininni daginn eftir með greininni „Pólitík í pípunum“. Hún gaf sér að þetta væri allt saman byggt á misskilningi, að um einangrað tilvik væri að ræða og að ég hlyti að skrifa greinina í annarlegum tilgangi þar sem við værum ekki flokkssystkini. Því miður er þetta enginn misskilningur; búið er að gjaldfella iðnnámið. Málið snýst um breytingar sem hafa leitt til þess að iðnaðarmenn frá Austur-Evrópu þurfa ekki að þreyta sama iðnnám og íslenskir iðnnemar en fá samt sitt nám metið til jafns við okkur Íslendinga. Íslenska meistarabréfið er tveggja ára nám sem veitir starfsleyfi í lögverndaðri iðngrein ásamt því að mega taka nemendur á námssamning. Í Austur-Evrópu nægir hins vegar að sitja eitt helgarnámskeið og er það nú borið að jöfnu við okkar meistarabréf. Breytingin átti sér stað árið 2024 þegar þáverandi HVIN-ráðherra, Áslaug Arna, fól nýrri skrifstofu sem hún stofnaði, ENIC/NARIC (E/N), að meta menntun erlendra iðnaðarmanna. Í dag eru því meistarabréf frá Austur-Evrópu komin á lista hjá sýslumanni sem viðurkennd prófskírteini, og þeir sem hafa meistarabréf frá Austur-Evrópu geta fengið íslenska meistarabréfið. Búið er að benda sýslumanni á að þetta stangist á við lög, en sýslumaður sinnir ekki skyldum sínum og neitar að beita sér í málinu – þó svo að lög kveði á um að sýslumaður eigi að kanna réttmæti gagna. Þetta er auðvitað stórfurðulegt mál, og eftir að ég vakti athygli á þessu í nóvember hafði blaðamaður frá Morgunblaðinu samband við mig. Hann vildi vekja máls á þessari gjaldfellingu iðnnáms, var sammála að þetta væri fáránlegt og vildi gera frétt úr málinu. Tónninn breyttist þó skyndilega þegar ég nefndi að Áslaug Arna ætti hlut að máli. Það kom smá þögn í samtalinu og síðan var sagt: „Heyrðu… ég ætla að skoða málið aðeins betur og verð svo í sambandi.“ Það kemur kannski fáum á óvart að ég bíð enn eftir að blaðamaðurinn hringi aftur í mig. Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa þarf núna að gera upp við sig hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem áður kenndi sig við stétt með stétt, sé sá flokkur sem passar upp á hagsmuni okkar iðnaðarmanna. Í mannvirkjagerð hér á Íslandi starfa tugir þúsunda, og þar er fjöldinn allur af atkvæðum sem allir flokkar ættu að hafa hugfast þegar næst verður kosið í Alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjarlægst iðnaðarstéttina með því að gjaldfella íslenska iðnnámið. Iðnaðarmenn fylgjast því grannt með því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og hver afstaða nýs formanns verður til íslenskra iðnaðarmanna. Ég minntist á það hér í upphafi að í svargrein sinni sagði Áslaug Arna að ég færi með fleipur og þetta væri einangrað atvik. Staðreyndin er hins vegar sú að nýverið fór hópur íslenskra iðnaðarmanna saman til Austur-Evrópu og sat umrætt helgarnámskeið. Þeir eru komnir með meistarabréf frá Austur-Evrópu og geta nú fengið íslenska meistarabréfið með því að framvísa því erlenda. Aðför Sjálfstæðisflokksins að stétt íslenskra iðnaðarmanna mun seint gleymast. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þann 27. nóvember síðastliðinn sendi ég grein inn á Vísi: „Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið?“ HVIN-ráðherrann Áslaug Arna svaraði greininni daginn eftir með greininni „Pólitík í pípunum“. Hún gaf sér að þetta væri allt saman byggt á misskilningi, að um einangrað tilvik væri að ræða og að ég hlyti að skrifa greinina í annarlegum tilgangi þar sem við værum ekki flokkssystkini. Því miður er þetta enginn misskilningur; búið er að gjaldfella iðnnámið. Málið snýst um breytingar sem hafa leitt til þess að iðnaðarmenn frá Austur-Evrópu þurfa ekki að þreyta sama iðnnám og íslenskir iðnnemar en fá samt sitt nám metið til jafns við okkur Íslendinga. Íslenska meistarabréfið er tveggja ára nám sem veitir starfsleyfi í lögverndaðri iðngrein ásamt því að mega taka nemendur á námssamning. Í Austur-Evrópu nægir hins vegar að sitja eitt helgarnámskeið og er það nú borið að jöfnu við okkar meistarabréf. Breytingin átti sér stað árið 2024 þegar þáverandi HVIN-ráðherra, Áslaug Arna, fól nýrri skrifstofu sem hún stofnaði, ENIC/NARIC (E/N), að meta menntun erlendra iðnaðarmanna. Í dag eru því meistarabréf frá Austur-Evrópu komin á lista hjá sýslumanni sem viðurkennd prófskírteini, og þeir sem hafa meistarabréf frá Austur-Evrópu geta fengið íslenska meistarabréfið. Búið er að benda sýslumanni á að þetta stangist á við lög, en sýslumaður sinnir ekki skyldum sínum og neitar að beita sér í málinu – þó svo að lög kveði á um að sýslumaður eigi að kanna réttmæti gagna. Þetta er auðvitað stórfurðulegt mál, og eftir að ég vakti athygli á þessu í nóvember hafði blaðamaður frá Morgunblaðinu samband við mig. Hann vildi vekja máls á þessari gjaldfellingu iðnnáms, var sammála að þetta væri fáránlegt og vildi gera frétt úr málinu. Tónninn breyttist þó skyndilega þegar ég nefndi að Áslaug Arna ætti hlut að máli. Það kom smá þögn í samtalinu og síðan var sagt: „Heyrðu… ég ætla að skoða málið aðeins betur og verð svo í sambandi.“ Það kemur kannski fáum á óvart að ég bíð enn eftir að blaðamaðurinn hringi aftur í mig. Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa þarf núna að gera upp við sig hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem áður kenndi sig við stétt með stétt, sé sá flokkur sem passar upp á hagsmuni okkar iðnaðarmanna. Í mannvirkjagerð hér á Íslandi starfa tugir þúsunda, og þar er fjöldinn allur af atkvæðum sem allir flokkar ættu að hafa hugfast þegar næst verður kosið í Alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjarlægst iðnaðarstéttina með því að gjaldfella íslenska iðnnámið. Iðnaðarmenn fylgjast því grannt með því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og hver afstaða nýs formanns verður til íslenskra iðnaðarmanna. Ég minntist á það hér í upphafi að í svargrein sinni sagði Áslaug Arna að ég færi með fleipur og þetta væri einangrað atvik. Staðreyndin er hins vegar sú að nýverið fór hópur íslenskra iðnaðarmanna saman til Austur-Evrópu og sat umrætt helgarnámskeið. Þeir eru komnir með meistarabréf frá Austur-Evrópu og geta nú fengið íslenska meistarabréfið með því að framvísa því erlenda. Aðför Sjálfstæðisflokksins að stétt íslenskra iðnaðarmanna mun seint gleymast. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun