Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. febrúar 2025 22:42 Albert Guðmundsson er fyrrverandi formaður Heimdallar og formaður Varðar. Fundarstjóri umdeilds fundar Heimdallar, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði ekkert til í „grófum ásökunum“ um fundarstjórn hans. Honum þyki leitt ef öguð fundarstjórn hans hafi skilist sem dónaskapur. „Á fundi stjórnar kjördæmisráðsins, gaf ég skýrslu og fór yfir atburðarás fundarins, en fundurinn rataði í fréttirnar í vikunni. Þar voru hafðar uppi grófar ásakanir og rangfærslur um störf mín á fundinum,“ skrifar Albert Guðmundsson, formaður Varðar , fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á Facebook síðu sinni. Hann var fundarstjóri fundar Heimdallar þar sem kosið var um hverjir fulltrúar félagsins yrðu á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Einn viðmælenda Vísis, sem jafnframt sat fundinn, fór með alvarlegar rangfærslur í samtali við fréttamann, sem ég tel mér skylt að leiðrétta,“ skrifar Albert. Albert vitnar þar í viðtal tekið við Birtu Karenu Tryggvadóttur, hagfræðing og stjórnarmann í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hún gerði athugasemd við fundarstjórn, sagði fólk ekki hafa fengið að koma inn á fundinn né koma með breytingartillögur ásamt því að mælendaskrá hafi ekki verið virt. „Í fyrsta lagi hélt hún því fram að félagsmenn hafi ekki fengið að koma inn á fundinn. Það er alfarið rangt, enda var engum meinaður aðgangur að fundinum. Hið rétta er að röð hafði myndast í innritun og enn voru aðilar í röð þegar fundurinn átti að hefjast. Með hliðsjón af því var tekin ákvörðun um að fresta setningu fundarins, sem átti að hefjast kl. 14:00, um nokkrar mínútur. Ekki var unnt að fresta honum mikið lengur af virðingu við tíma þeirra fundargesta sem mættu á réttum tíma. Áfram var þó haldið að innrita gesti eftir að fundur var settur,“ skrifar Albert. Hann segir alla þá sem mættu á réttum tíma hafi náð að kjósa og þætti honum miður að þeir sem komu eftir að fundur hófst hafi ekki náð að kjósa. Albert segir það einnig rangt að fundargestir hafi ekki fengið að leggja fram breytingartillögur. „Í upphafi fundarins óskaði ég eftir því við fundarmenn að þeir héldu almennum umræðum í lágmarki, forðuðust að fara í manngreinarálit um einstaka nöfn í tillögu stjórnar og haga frekar máli sínu þannig að leggja fram beinar tillögur. Á engum tímapunkti á fundinum, gaf nokkur fundargestur það einu sinni í skyn að önnur heildstæð tillaga eða breytingartillaga við tillögu stjórnar, lægi fyrir fundinum,“ skrifar Albert. Þá hafi tvisvar sinnum verið færður rökstuðningur stjórnar fyrir vali á landsfundarfulltrúum félagsins. Það er ólíkt því sem Birta Karen sagði en hún sagði það sérstakt að fólk hefði ekki fengið að koma með breytingartillögur eða verða við beiðni fundarmanna um rökstuðnings stjórnar á valinu. Albert viðurkennir að hafa haldið uppi „agaðri fundarstjórn.“ Einhverjir hafi kvartað yfir dónaskap af hans hálfu og þykir honum leitt ef einhverjir hafi upplifað það. Hins vegar taldi hann ákvörðunina að stöðva umræður hárrétta og var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. „Ég vona að við getum nú lokað þessum kafla, mætt með gleði og jákvæðni inn á landsfund, skert á stefnunni og komið sameinuð af fundi,“ skrifar Albert. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
„Á fundi stjórnar kjördæmisráðsins, gaf ég skýrslu og fór yfir atburðarás fundarins, en fundurinn rataði í fréttirnar í vikunni. Þar voru hafðar uppi grófar ásakanir og rangfærslur um störf mín á fundinum,“ skrifar Albert Guðmundsson, formaður Varðar , fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á Facebook síðu sinni. Hann var fundarstjóri fundar Heimdallar þar sem kosið var um hverjir fulltrúar félagsins yrðu á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Einn viðmælenda Vísis, sem jafnframt sat fundinn, fór með alvarlegar rangfærslur í samtali við fréttamann, sem ég tel mér skylt að leiðrétta,“ skrifar Albert. Albert vitnar þar í viðtal tekið við Birtu Karenu Tryggvadóttur, hagfræðing og stjórnarmann í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hún gerði athugasemd við fundarstjórn, sagði fólk ekki hafa fengið að koma inn á fundinn né koma með breytingartillögur ásamt því að mælendaskrá hafi ekki verið virt. „Í fyrsta lagi hélt hún því fram að félagsmenn hafi ekki fengið að koma inn á fundinn. Það er alfarið rangt, enda var engum meinaður aðgangur að fundinum. Hið rétta er að röð hafði myndast í innritun og enn voru aðilar í röð þegar fundurinn átti að hefjast. Með hliðsjón af því var tekin ákvörðun um að fresta setningu fundarins, sem átti að hefjast kl. 14:00, um nokkrar mínútur. Ekki var unnt að fresta honum mikið lengur af virðingu við tíma þeirra fundargesta sem mættu á réttum tíma. Áfram var þó haldið að innrita gesti eftir að fundur var settur,“ skrifar Albert. Hann segir alla þá sem mættu á réttum tíma hafi náð að kjósa og þætti honum miður að þeir sem komu eftir að fundur hófst hafi ekki náð að kjósa. Albert segir það einnig rangt að fundargestir hafi ekki fengið að leggja fram breytingartillögur. „Í upphafi fundarins óskaði ég eftir því við fundarmenn að þeir héldu almennum umræðum í lágmarki, forðuðust að fara í manngreinarálit um einstaka nöfn í tillögu stjórnar og haga frekar máli sínu þannig að leggja fram beinar tillögur. Á engum tímapunkti á fundinum, gaf nokkur fundargestur það einu sinni í skyn að önnur heildstæð tillaga eða breytingartillaga við tillögu stjórnar, lægi fyrir fundinum,“ skrifar Albert. Þá hafi tvisvar sinnum verið færður rökstuðningur stjórnar fyrir vali á landsfundarfulltrúum félagsins. Það er ólíkt því sem Birta Karen sagði en hún sagði það sérstakt að fólk hefði ekki fengið að koma með breytingartillögur eða verða við beiðni fundarmanna um rökstuðnings stjórnar á valinu. Albert viðurkennir að hafa haldið uppi „agaðri fundarstjórn.“ Einhverjir hafi kvartað yfir dónaskap af hans hálfu og þykir honum leitt ef einhverjir hafi upplifað það. Hins vegar taldi hann ákvörðunina að stöðva umræður hárrétta og var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. „Ég vona að við getum nú lokað þessum kafla, mætt með gleði og jákvæðni inn á landsfund, skert á stefnunni og komið sameinuð af fundi,“ skrifar Albert.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira