Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 10:03 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, gerði grein fyrir ástæðum þess að bankinn hefði lýst yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um mögulegan samruna. Bréf þess efnis var sent til Kauphallar í fyrradag og bankastjórar beggja banka ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann skrifaði grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að umtalsvert óhagræði fylgi því að starfrækja hér á landi þrjá banka sem allir flokkast sem kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. „Það kostar einfaldlega of mikið. Hér er ég ekki einungis að vísa í kostnað innan bankanna sjálfra, sem er þó einna mikilvægasti þátturinn, heldur einnig kostnað samfélagsins við umfangsmikið eftirlit með kerfislega mikilvægum bönkum,“ skrifar hann. „Ég er sannfærður um að samruni Arion banka og Íslandsbanka myndi leiða til þess að til yrði skilvirkari og öflugri banki sem myndi efla samkeppni og vera betur í stakk búinn að mæta þörfum viðskiptavina og fjárfesta í auknum mæli í þróun og nýsköpun,“ skrifar Benedikt. Býður fimm prósent yfirverð Hann segir sameinaðan banka geta veitt enn betri þjónustu með lægri tilkostnaði. „Því höfum við hjá Arion lýst yfir vilja okkar til að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að 5 milljarðar króna að lágmarki, af þeim árlega sparnaði sem getur náðst fram við samruna Arion banka og Íslandsbanka, skili sér til neytenda. Yfir 10 ára tímabil næmi sparnaður íslenskra heimila þannig 50 milljörðum króna að lágmarki,“ segir hann. Sjá einnig: Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Komi til samruna bjóði Arion banki hluthöfum Íslandsbanka 5 prósent yfirverð á markaðsvirði bankans. Ríkið á 42,5 prósent hlut í bankanum en sama dag og bréf Arion banka var sent tilkynnti Stjórnarráðið fyrirkomulag á fyrirhugaðri sölu á hlut sínum í Íslandsbanka. Benedikt telur mögulegan samruna ekki koma til með að hafa áhrif á sölufyrirætlanir stjórnvalda. Neytendur nytu góðs af „Hluthafar Íslandsbanka og Arion banka eignast hlutabréf í sameinuðu félagi og hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði rúm 20%. Eins og ég hef þegar nefnt ætti almenningur með óbeinum hætti í gegnum íslenska ríkið og lífeyrissjóði meirihluta í sameinuðum banka,“ segir Benedikt. Benedikt segist sannfærður um að neytendur, hluthafar og samfélagið allt nyti góðs af sameinuðum banka. „Vilji okkar er skýr. Við teljum um einstakt tækifæri að ræða. Nú er annarra að meta hvort þau deila þeirri framtíðarsýn með okkur.“ Arion banki Íslandsbanki Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, gerði grein fyrir ástæðum þess að bankinn hefði lýst yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um mögulegan samruna. Bréf þess efnis var sent til Kauphallar í fyrradag og bankastjórar beggja banka ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann skrifaði grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að umtalsvert óhagræði fylgi því að starfrækja hér á landi þrjá banka sem allir flokkast sem kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. „Það kostar einfaldlega of mikið. Hér er ég ekki einungis að vísa í kostnað innan bankanna sjálfra, sem er þó einna mikilvægasti þátturinn, heldur einnig kostnað samfélagsins við umfangsmikið eftirlit með kerfislega mikilvægum bönkum,“ skrifar hann. „Ég er sannfærður um að samruni Arion banka og Íslandsbanka myndi leiða til þess að til yrði skilvirkari og öflugri banki sem myndi efla samkeppni og vera betur í stakk búinn að mæta þörfum viðskiptavina og fjárfesta í auknum mæli í þróun og nýsköpun,“ skrifar Benedikt. Býður fimm prósent yfirverð Hann segir sameinaðan banka geta veitt enn betri þjónustu með lægri tilkostnaði. „Því höfum við hjá Arion lýst yfir vilja okkar til að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að 5 milljarðar króna að lágmarki, af þeim árlega sparnaði sem getur náðst fram við samruna Arion banka og Íslandsbanka, skili sér til neytenda. Yfir 10 ára tímabil næmi sparnaður íslenskra heimila þannig 50 milljörðum króna að lágmarki,“ segir hann. Sjá einnig: Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Komi til samruna bjóði Arion banki hluthöfum Íslandsbanka 5 prósent yfirverð á markaðsvirði bankans. Ríkið á 42,5 prósent hlut í bankanum en sama dag og bréf Arion banka var sent tilkynnti Stjórnarráðið fyrirkomulag á fyrirhugaðri sölu á hlut sínum í Íslandsbanka. Benedikt telur mögulegan samruna ekki koma til með að hafa áhrif á sölufyrirætlanir stjórnvalda. Neytendur nytu góðs af „Hluthafar Íslandsbanka og Arion banka eignast hlutabréf í sameinuðu félagi og hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði rúm 20%. Eins og ég hef þegar nefnt ætti almenningur með óbeinum hætti í gegnum íslenska ríkið og lífeyrissjóði meirihluta í sameinuðum banka,“ segir Benedikt. Benedikt segist sannfærður um að neytendur, hluthafar og samfélagið allt nyti góðs af sameinuðum banka. „Vilji okkar er skýr. Við teljum um einstakt tækifæri að ræða. Nú er annarra að meta hvort þau deila þeirri framtíðarsýn með okkur.“
Arion banki Íslandsbanki Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent