Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 10:08 Jacob Kiplimo hefur unnið til fjölda verðlauna í hlaupum og meðal annars bronsverðlaun í 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikum, í Tókýó 2021. Getty/Tim Clayton Úgandamaðurinn Jacob Kiplimo setti nú í morgun nýtt og stórglæsilegt heimsmet í hálfu maraþoni þegar hann vann afar fjölsótt hlaup í Barcelona. Sá sem átti heimsmetið missti það tveimur mínútum eftir stórkostlegt 10 kílómetra hlaup sitt annars staðar á Spáni. Þessi 24 ára gamli hlaupari varð fyrstur allra í sögunni til þess að hlaupa hálft maraþon á innan við 57 mínútum en hann kom í mark á 56 mínútum og 41 sekúndu. Hann bætti þar með heimsmet Yomif Kejelcha um heilar 49 sekúndur. Til marks um hversu sturluð staðreynd það er þá er það mesti munur sem orðið hefur á nýju og fyrra heimsmeti í hálfmaraþoni, með vottun alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Jacob Kiplimo með fána Úganda eftir að hafa slegið heimsmetið í hálfmaraþoni með mögnuðum hætti í Barcelona í dag.Getty/Lorena Sopena Kiplimo átti áður heimsmetið frá því að hann sló það í Lissabon í nóvember 2021, með því að hlaupa á 57:31, en Kejelcha tók það af honum í Valencia í október síðastliðnum með því að bæta það um eina sekúndu. Aðstæður voru hinar bestu í Barcelona, 13 gráðu hiti og enginn vindur, og hljóp Kiplimo fyrstu 15 kílómetrana á 39 mínútum og 47 sekúndum. Almost a minute ☠️Jacob Kiplimo destroyed previous HM WR — 56:38 in Barcelona.5 k — 13:3410 k — 26:4615 k — 39:4620 k — 53:09finish — 56:38 pic.twitter.com/qQRDfWwYg3— Konstantin Kan (@knstntn_kan) February 16, 2025 Missti heimsmetið tveimur mínútum eftir glæstan sigur Hinn eþíópíski Kejelcha var einnig á ferðinni í dag, í 10 kílómetra götuhlaupi í Castellón de la Plana, um 300 kílómetrum frá Barcelona. Hann vann hlaupið með glæsibrag og kom í mark á 27 mínútum og 30 sekúndum, sem skilar honum í 2. sæti á lista yfir bestu götuhlaupara allra tíma. Svo merkilega vill til að aðeins tveimur mínútum eftir að Kejelcha var kominn í mark í Castellón bárust þær fregnir frá Barcelona að hann hefði misst heimsmetið í hálfmaraþoni til Kiplimo. Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Þessi 24 ára gamli hlaupari varð fyrstur allra í sögunni til þess að hlaupa hálft maraþon á innan við 57 mínútum en hann kom í mark á 56 mínútum og 41 sekúndu. Hann bætti þar með heimsmet Yomif Kejelcha um heilar 49 sekúndur. Til marks um hversu sturluð staðreynd það er þá er það mesti munur sem orðið hefur á nýju og fyrra heimsmeti í hálfmaraþoni, með vottun alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Jacob Kiplimo með fána Úganda eftir að hafa slegið heimsmetið í hálfmaraþoni með mögnuðum hætti í Barcelona í dag.Getty/Lorena Sopena Kiplimo átti áður heimsmetið frá því að hann sló það í Lissabon í nóvember 2021, með því að hlaupa á 57:31, en Kejelcha tók það af honum í Valencia í október síðastliðnum með því að bæta það um eina sekúndu. Aðstæður voru hinar bestu í Barcelona, 13 gráðu hiti og enginn vindur, og hljóp Kiplimo fyrstu 15 kílómetrana á 39 mínútum og 47 sekúndum. Almost a minute ☠️Jacob Kiplimo destroyed previous HM WR — 56:38 in Barcelona.5 k — 13:3410 k — 26:4615 k — 39:4620 k — 53:09finish — 56:38 pic.twitter.com/qQRDfWwYg3— Konstantin Kan (@knstntn_kan) February 16, 2025 Missti heimsmetið tveimur mínútum eftir glæstan sigur Hinn eþíópíski Kejelcha var einnig á ferðinni í dag, í 10 kílómetra götuhlaupi í Castellón de la Plana, um 300 kílómetrum frá Barcelona. Hann vann hlaupið með glæsibrag og kom í mark á 27 mínútum og 30 sekúndum, sem skilar honum í 2. sæti á lista yfir bestu götuhlaupara allra tíma. Svo merkilega vill til að aðeins tveimur mínútum eftir að Kejelcha var kominn í mark í Castellón bárust þær fregnir frá Barcelona að hann hefði misst heimsmetið í hálfmaraþoni til Kiplimo.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira