Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar 14. febrúar 2025 17:31 Á UT-Messunni héldum við Finnur Pálmi Magnússon hjá dala.care erindi um valdeflingu einstaklinginsins í heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Ísland er í lykilstöðu til að vera leiðandi í heilbrigðistækni og stafrænni umgjörð heilbrigðiskerfisins. Þörf er á því að setja heildstæða stefnu í málaflokknum, fjárfesta í innviðum og taka næsta skref fyrir heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Ísland getur verið leiðandi Ef við horfum aftur í tímann höfum við oft verið leiðandi þegar kemur að því að þróa og innleiða tæknilausnir í íslensku heilbrigðiskerfi og framarlega í því að láta heilbrigðisgögn flæða á milli stofnana hérlendis. Snemma á tíunda áratugnum komu saman þrjú nýsköpunarfyrirtæki sem þróuðu rafræna sjúkraskrá. Saga var þróuð með íslenskt heilbrigðiskerfi í huga og er sérsniðin að íslenskum aðstæðum. Sjúkraskráin var þróuð í nánu samstarfi við hið opinbera og náði breiðri útbreiðslu fyrstu 10 árin í notkun. Ísland náði þannig þeirri einstöku stöðu að vera með samtengda sjúkraskrá fyrir heila þjóð. Að vera með samtengda sjúkraskrá skapar tækifæri fyrir Ísland til þess að standa fremst á heimsvísu varðandi hraða innleiðingu á nýjum og öflugum sprota- og nýsköpunarlausnum. Erum við að missa forskotið? Hins vegar, þá stöndum við á krossgötum varðandi nýtingu heilbrigðistækninnar í dag. Á síðustu árum hefur umhverfi heilbrigðistækninnar orðið óþarflega flókið og gögnin sem eru unnin í kerfinu vannýtt. Mörg þeirra kerfa sem eru í notkun í dag voru að miklu leyti hönnuð út frá skipulagi heilbrigðisþjónustu fyrir 30 árum. Þá var heilbrigðisþjónusta byggð í kringum stofnanir en í dag sækir einstaklingur þjónustu frá fjölbreyttum þjónustuaðilum. Mikilvægt er að byggja upp hugbúnaðarlausnir þar sem einstaklingurinn er í forgrunni en ekki stofnanir og steinsteypa. Af hverju einstaklingsmiðað heilbrigðiskerfi? Mikilvægt er að þróun heilbrigðiskerfa fari í þá átt að byggja upp kerfi þar sem einstaklingurinn er í forgrunni. Heilbrigðisþjónusta er að verða sérhæfðari og dreifðari milli opinberrar og einkarekinnar þjónustu. Þessi dreifing mun einungis aukast, verða flóknari og vonandi betri. Þess vegna þarf þjónustan að aðlagast að hverjum og einum í stað þess að einstaklingar þurfi að aðlaga sig að stofnunum. Koma þarf í veg fyrir að einstaklingar þurfi að opna margar mismunandi vefsíður, öpp, sms eða símtöl til að eiga í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Við þurfum að komast á þann stað að heilbrigðiskerfið og stafræna umgjörðin vinni fyrir einstaklinginn og leyfi einstaklingnum að stýra flæði gagnanna. Svona fyrirkomulag getur skilað betri, persónulegri og skilvirkari þjónustu fyrir þau sem þurfa að nýta sér hana. Auk þess léttir þetta álagið á heilbrigðiskerfið og í bættri heilsu samfélagsins. Komum okkur aftur í leiðandi stöðu Setjum okkur stefnu: Fyrst er það, að þörf er á því að skýra vel hver ábyrgð hins opinbera á að vera annars vegar og hins vegar skilgreina ábyrgð og hlutverk hugbúnaðarfyrirtækja á markaði sem þróa lausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Það er brýnt að móta stefnu um það hvernig hin stafræna umgjörð kerfisins eigi að þróast til lengri tíma. Meðal þeirra verkefna sem þarf að ráðast í eru að staðla gagnasöfnun og skil, setja skýrar öryggis- og gæðareglur og leita leiða til að nýta gögnin í kerfinu til þess að mæla gæði þjónustunnar. Með skýrum leikreglum, þar sem hið opinbera hefur skýrt hlutverk, geta hugbúnaðarfyrirtæki komið nýsköpun á borðið til að bæta þjónustu og skilvirkni. Þannig náum við betur að þjónusta einstaklinginn en ekki kerfið. Fjárfestum í innviðum: Það er þörf á því að fjárfesta í uppfærslum á stafrænni umgjörð heilbrigðiskerfisins og skapa hvata fyrir nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Ávinningurinn af því getur orðið gríðarlegur. Fjárfesting stjórnvalda í nýsköpun og íslensku hugviti getur skilað betri þjónustu, mikilli hagræðingu og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Við ættum að stuðla að sjálfbærri uppbyggingu heilbrigðiskerfis framtíðarinnar. Eins og staðan er í dag þá erum við því miður að taka skref aftur á bak á ákveðnum stöðum – þótt margt gott hafi verið gert í gegnum árin. Við erum í einstakri aðstöðu til þess að verða leiðandi í einstaklingsmiðaðri þjónustu. Við þurfum að taka hugrökk skref saman fyrir velferðarkerfið okkar og leysa úr læðingi möguleika íslensks hugvits og heilbrigðistækni. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Heilbrigðismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á UT-Messunni héldum við Finnur Pálmi Magnússon hjá dala.care erindi um valdeflingu einstaklinginsins í heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Ísland er í lykilstöðu til að vera leiðandi í heilbrigðistækni og stafrænni umgjörð heilbrigðiskerfisins. Þörf er á því að setja heildstæða stefnu í málaflokknum, fjárfesta í innviðum og taka næsta skref fyrir heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Ísland getur verið leiðandi Ef við horfum aftur í tímann höfum við oft verið leiðandi þegar kemur að því að þróa og innleiða tæknilausnir í íslensku heilbrigðiskerfi og framarlega í því að láta heilbrigðisgögn flæða á milli stofnana hérlendis. Snemma á tíunda áratugnum komu saman þrjú nýsköpunarfyrirtæki sem þróuðu rafræna sjúkraskrá. Saga var þróuð með íslenskt heilbrigðiskerfi í huga og er sérsniðin að íslenskum aðstæðum. Sjúkraskráin var þróuð í nánu samstarfi við hið opinbera og náði breiðri útbreiðslu fyrstu 10 árin í notkun. Ísland náði þannig þeirri einstöku stöðu að vera með samtengda sjúkraskrá fyrir heila þjóð. Að vera með samtengda sjúkraskrá skapar tækifæri fyrir Ísland til þess að standa fremst á heimsvísu varðandi hraða innleiðingu á nýjum og öflugum sprota- og nýsköpunarlausnum. Erum við að missa forskotið? Hins vegar, þá stöndum við á krossgötum varðandi nýtingu heilbrigðistækninnar í dag. Á síðustu árum hefur umhverfi heilbrigðistækninnar orðið óþarflega flókið og gögnin sem eru unnin í kerfinu vannýtt. Mörg þeirra kerfa sem eru í notkun í dag voru að miklu leyti hönnuð út frá skipulagi heilbrigðisþjónustu fyrir 30 árum. Þá var heilbrigðisþjónusta byggð í kringum stofnanir en í dag sækir einstaklingur þjónustu frá fjölbreyttum þjónustuaðilum. Mikilvægt er að byggja upp hugbúnaðarlausnir þar sem einstaklingurinn er í forgrunni en ekki stofnanir og steinsteypa. Af hverju einstaklingsmiðað heilbrigðiskerfi? Mikilvægt er að þróun heilbrigðiskerfa fari í þá átt að byggja upp kerfi þar sem einstaklingurinn er í forgrunni. Heilbrigðisþjónusta er að verða sérhæfðari og dreifðari milli opinberrar og einkarekinnar þjónustu. Þessi dreifing mun einungis aukast, verða flóknari og vonandi betri. Þess vegna þarf þjónustan að aðlagast að hverjum og einum í stað þess að einstaklingar þurfi að aðlaga sig að stofnunum. Koma þarf í veg fyrir að einstaklingar þurfi að opna margar mismunandi vefsíður, öpp, sms eða símtöl til að eiga í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Við þurfum að komast á þann stað að heilbrigðiskerfið og stafræna umgjörðin vinni fyrir einstaklinginn og leyfi einstaklingnum að stýra flæði gagnanna. Svona fyrirkomulag getur skilað betri, persónulegri og skilvirkari þjónustu fyrir þau sem þurfa að nýta sér hana. Auk þess léttir þetta álagið á heilbrigðiskerfið og í bættri heilsu samfélagsins. Komum okkur aftur í leiðandi stöðu Setjum okkur stefnu: Fyrst er það, að þörf er á því að skýra vel hver ábyrgð hins opinbera á að vera annars vegar og hins vegar skilgreina ábyrgð og hlutverk hugbúnaðarfyrirtækja á markaði sem þróa lausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Það er brýnt að móta stefnu um það hvernig hin stafræna umgjörð kerfisins eigi að þróast til lengri tíma. Meðal þeirra verkefna sem þarf að ráðast í eru að staðla gagnasöfnun og skil, setja skýrar öryggis- og gæðareglur og leita leiða til að nýta gögnin í kerfinu til þess að mæla gæði þjónustunnar. Með skýrum leikreglum, þar sem hið opinbera hefur skýrt hlutverk, geta hugbúnaðarfyrirtæki komið nýsköpun á borðið til að bæta þjónustu og skilvirkni. Þannig náum við betur að þjónusta einstaklinginn en ekki kerfið. Fjárfestum í innviðum: Það er þörf á því að fjárfesta í uppfærslum á stafrænni umgjörð heilbrigðiskerfisins og skapa hvata fyrir nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Ávinningurinn af því getur orðið gríðarlegur. Fjárfesting stjórnvalda í nýsköpun og íslensku hugviti getur skilað betri þjónustu, mikilli hagræðingu og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Við ættum að stuðla að sjálfbærri uppbyggingu heilbrigðiskerfis framtíðarinnar. Eins og staðan er í dag þá erum við því miður að taka skref aftur á bak á ákveðnum stöðum – þótt margt gott hafi verið gert í gegnum árin. Við erum í einstakri aðstöðu til þess að verða leiðandi í einstaklingsmiðaðri þjónustu. Við þurfum að taka hugrökk skref saman fyrir velferðarkerfið okkar og leysa úr læðingi möguleika íslensks hugvits og heilbrigðistækni. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun