Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. febrúar 2025 20:41 Sölvi Geir Ottesen fer vel af stað í starfi sem aðstoðarþjálfari Víkings. Ville Vuorinen - UEFA/UEFA via Getty Images Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir neðan. Klippa: Sölvi Geir eftir sigur gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar „Ég er virkilega sáttur með þennan sigur. Þetta var risasigur hjá okkur. Mikilvægur sigur. Stærsti leikur í íslenskri félagsknattspyrnu og frammistaðan hjá okkur, ég á varla til orð yfir hvað strákarnir lögðu mikið hjarta í þennan leik og baráttuvilja. Leikurinn þróaðist svosem nokkurn veginn eins og við héldum, vissum að við þyrftum að liggja lágt niðri. Verja teiginn okkar, verja markið okkar og við gerðum það virkilega vel. Menn slökktu aldrei á sér gegnum allan leikinn. Ég er virkilega sáttur með frammistöðuna og stoltur af þeim,“ sagði Sölvi fljótlega eftir leik. Næstum því fullkomin byrjun Þetta var fyrsti alvöru leikurinn síðan Sölvi tók við starfi aðalþjálfara af Arnari Gunnlaugssyni. Hann hefði, varla, getað farið betur. „Hann vissulega fór mjög vel en við hefðum getað sleppt vítinu þarna í lokin og farið með 2-0 forskot,“ sagði Sölvi léttur í bragði en hann var samt gríðarlega sáttur með úrslitin. „Þetta víti sem við fáum á okkur, mér var sagt að það væri búið að flauta áður en olnboginn á sér stað, þannig að ef svo er þá á þetta aldrei að standa. Sem er vissulega svekkjandi fyrir okkur að fá þetta mark á okkur. 2-0 forskot inn í seinni leikinn, sem verður virkilega erfiður á þeirra heimavelli, hefði verið betra en eins marks forskot.“ Ráðist á frákast í báðum mörkum Bæði mörk Víkinga voru skoruð eftir frákast, þar sem Víkingar voru fljótir að átta sig og ráðast á boltann. „Við vorum ákveðnir á öllum sviðum leiksins, þar á meðal inni í boxinu hjá þeim. Við vissum að boltinn kæmi þarna inn og við settum mikinn fókus á að fylla boxið vel, sem við erum góðir í… Ef við getum spilað svona áfram í seinni leiknum erum við í stórum möguleika á að komast áfram.“ Tveir tæpir „Oliver [Ekroth] byrjaði að finna fyrir stífleika aftan í læri. Þannig að við vildum ekki taka neina áhættu með hann. Aron Elís stífnaði upp í kálfanum [og var skipt út af]. [Jón Guðni og Matthías Vilhjálmsson] komu rosalega flottir inn,“ sagði Sölvi um skiptingarnar sem voru gerðar í upphafi seinni hálfleiks. Seinni leikurinn „Við höldum bara áfram að vera bjartsýnir. Við vorum bjartsýnir fyrir þennan leik og erum bjartsýnir á framhaldið. Þurfum bara að ná sama orkustigi og við sýndum í dag, þá eru okkur allir vegir færir og við getum verið bjartsýnir á góð úrslit en það verður virkilega erfiður leikur. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Sölvi um næsta leik liðanna sem fer fram á heimavelli Panathinaikos eftir viku. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir neðan. Klippa: Sölvi Geir eftir sigur gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar „Ég er virkilega sáttur með þennan sigur. Þetta var risasigur hjá okkur. Mikilvægur sigur. Stærsti leikur í íslenskri félagsknattspyrnu og frammistaðan hjá okkur, ég á varla til orð yfir hvað strákarnir lögðu mikið hjarta í þennan leik og baráttuvilja. Leikurinn þróaðist svosem nokkurn veginn eins og við héldum, vissum að við þyrftum að liggja lágt niðri. Verja teiginn okkar, verja markið okkar og við gerðum það virkilega vel. Menn slökktu aldrei á sér gegnum allan leikinn. Ég er virkilega sáttur með frammistöðuna og stoltur af þeim,“ sagði Sölvi fljótlega eftir leik. Næstum því fullkomin byrjun Þetta var fyrsti alvöru leikurinn síðan Sölvi tók við starfi aðalþjálfara af Arnari Gunnlaugssyni. Hann hefði, varla, getað farið betur. „Hann vissulega fór mjög vel en við hefðum getað sleppt vítinu þarna í lokin og farið með 2-0 forskot,“ sagði Sölvi léttur í bragði en hann var samt gríðarlega sáttur með úrslitin. „Þetta víti sem við fáum á okkur, mér var sagt að það væri búið að flauta áður en olnboginn á sér stað, þannig að ef svo er þá á þetta aldrei að standa. Sem er vissulega svekkjandi fyrir okkur að fá þetta mark á okkur. 2-0 forskot inn í seinni leikinn, sem verður virkilega erfiður á þeirra heimavelli, hefði verið betra en eins marks forskot.“ Ráðist á frákast í báðum mörkum Bæði mörk Víkinga voru skoruð eftir frákast, þar sem Víkingar voru fljótir að átta sig og ráðast á boltann. „Við vorum ákveðnir á öllum sviðum leiksins, þar á meðal inni í boxinu hjá þeim. Við vissum að boltinn kæmi þarna inn og við settum mikinn fókus á að fylla boxið vel, sem við erum góðir í… Ef við getum spilað svona áfram í seinni leiknum erum við í stórum möguleika á að komast áfram.“ Tveir tæpir „Oliver [Ekroth] byrjaði að finna fyrir stífleika aftan í læri. Þannig að við vildum ekki taka neina áhættu með hann. Aron Elís stífnaði upp í kálfanum [og var skipt út af]. [Jón Guðni og Matthías Vilhjálmsson] komu rosalega flottir inn,“ sagði Sölvi um skiptingarnar sem voru gerðar í upphafi seinni hálfleiks. Seinni leikurinn „Við höldum bara áfram að vera bjartsýnir. Við vorum bjartsýnir fyrir þennan leik og erum bjartsýnir á framhaldið. Þurfum bara að ná sama orkustigi og við sýndum í dag, þá eru okkur allir vegir færir og við getum verið bjartsýnir á góð úrslit en það verður virkilega erfiður leikur. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Sölvi um næsta leik liðanna sem fer fram á heimavelli Panathinaikos eftir viku.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira