„Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 17:23 Sanna og Helga segja stóla og embætti ekki hafa verið rædd. Vísir/Einar/Vilhelm Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna í Reykjavík ganga vel að sögn oddvita tveggja flokkanna. Borgarstjórastóllinn hafi ekki verið ræddur, en mikið traust ríki milli oddvita allra flokkanna. „Það hefur gengið mjög vel. Við vorum mættar hingað í morgun, oddvitar þessa fimm flokka sem leiða starfið. Við höfum verið að kalla eftir gögnum og verið einbeittar að fá skýra sýn á stöðu verkefna og hvar megi mögulega koma verkefnum fyrr til framkvæmda, hvar eru áskoranir. Þetta hefur verið góður dagur, við höfum mikið verið að skoða húsnæðismálin og samgöngur,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, þegar Bergildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við hana og Helgu Þórðardóttur, oddvita Flokks fólksins, í Ráðhúsinu nú síðdegis. Helga segir margt til skoðunar, og að húsnæðismálin séu afar mikilvæg. „Við getum ekki sagt alveg hvað, en við viljum flýta framkvæmdum. Að fólk finni virkilega að það eru verkefni komin af stað. Við vorum í dag að hitta sviðsstjórana, byrjuðum einmitt á umhverfis- og skipulagsráði. Það er margt spennandi sem við getum gert. Við viljum bara keyra hlutina í gang,“ sagði Helga. Sanna sagði margt sem sameinaði flokkana fimm, og að hún væri bjartsýn á að fulltrúar þeirra gætu talað sig saman niður á ásættanlega niðurstöðu. Hugsa þyrfti aðgerðir út frá borgarbúum. Dagurinn snúist um lærdóm Sanna segir oddvitana meðvitaða um að skammur tími sé til stefnu, en næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026, eftir rúmt ár. „Þess vegna leggjum við áherslu á aðgerðir þannig að borgarbúar finni sem fyrst fyrir jákvæðum áhrifum þess. Vonandi náum við vel saman og við erum bjartsýnar. Við verðum að einblína á málefni sem íbúar leggja mjög mikla áherslu á núna. Húsnæðismál, samgöngumál og málefni barna og barnafjölskyldna,“ sagði Sanna. Helga segir enga niðurstöðu hafa náðst í viðræðum í dag. Dagurinn hafi fyrst og fremst snúist um lærdóm. „Sjá hver staðan er. Þetta er stórt kerfi, við erum ekki í öllum ráðum. Við erum bara að fá upplýsingar, gagnlegar upplýsingar,“ sagði Helga. Borgarlína hafi ekki verið rædd, en Flokkur fólksins hefur til að mynda verið á öðru máli um hana en fulltrúar Samfylkingar og Pírata. „Við setjum bara þann ágreining til hliðar og einblínum á verkefnin,“ sagði Helga. Líklega engin niðurstaða fyrir þriðjudag Sanna segir að í gegnum tíðina hafi verið gerðir viðaukar við fjárhagsáætlanir borgarinnar, og því alltaf hægt að endurskoða hluti. „Þetta eru mál sem við erum að fara yfir og skoða hvernig hægt er að nota fjármagnið sem best fyrir borgarbúa.“ Næsti borgarstjórnarfundur fer fram á þriðjudag, en Helga segist ekki gera ráð fyrir því að komin verði niðurstaða í meirihlutaviðræðurnar fyrir þann tíma. Hlutverk og stólar, þar á meðal stóll borgarstjóra, hafi ekki verið rædd. „Ég myndi treysta þeim öllum,“ sagði Sanna, sem Helga tók undir. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13. febrúar 2025 13:01 Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. 12. febrúar 2025 19:21 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
„Það hefur gengið mjög vel. Við vorum mættar hingað í morgun, oddvitar þessa fimm flokka sem leiða starfið. Við höfum verið að kalla eftir gögnum og verið einbeittar að fá skýra sýn á stöðu verkefna og hvar megi mögulega koma verkefnum fyrr til framkvæmda, hvar eru áskoranir. Þetta hefur verið góður dagur, við höfum mikið verið að skoða húsnæðismálin og samgöngur,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, þegar Bergildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við hana og Helgu Þórðardóttur, oddvita Flokks fólksins, í Ráðhúsinu nú síðdegis. Helga segir margt til skoðunar, og að húsnæðismálin séu afar mikilvæg. „Við getum ekki sagt alveg hvað, en við viljum flýta framkvæmdum. Að fólk finni virkilega að það eru verkefni komin af stað. Við vorum í dag að hitta sviðsstjórana, byrjuðum einmitt á umhverfis- og skipulagsráði. Það er margt spennandi sem við getum gert. Við viljum bara keyra hlutina í gang,“ sagði Helga. Sanna sagði margt sem sameinaði flokkana fimm, og að hún væri bjartsýn á að fulltrúar þeirra gætu talað sig saman niður á ásættanlega niðurstöðu. Hugsa þyrfti aðgerðir út frá borgarbúum. Dagurinn snúist um lærdóm Sanna segir oddvitana meðvitaða um að skammur tími sé til stefnu, en næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026, eftir rúmt ár. „Þess vegna leggjum við áherslu á aðgerðir þannig að borgarbúar finni sem fyrst fyrir jákvæðum áhrifum þess. Vonandi náum við vel saman og við erum bjartsýnar. Við verðum að einblína á málefni sem íbúar leggja mjög mikla áherslu á núna. Húsnæðismál, samgöngumál og málefni barna og barnafjölskyldna,“ sagði Sanna. Helga segir enga niðurstöðu hafa náðst í viðræðum í dag. Dagurinn hafi fyrst og fremst snúist um lærdóm. „Sjá hver staðan er. Þetta er stórt kerfi, við erum ekki í öllum ráðum. Við erum bara að fá upplýsingar, gagnlegar upplýsingar,“ sagði Helga. Borgarlína hafi ekki verið rædd, en Flokkur fólksins hefur til að mynda verið á öðru máli um hana en fulltrúar Samfylkingar og Pírata. „Við setjum bara þann ágreining til hliðar og einblínum á verkefnin,“ sagði Helga. Líklega engin niðurstaða fyrir þriðjudag Sanna segir að í gegnum tíðina hafi verið gerðir viðaukar við fjárhagsáætlanir borgarinnar, og því alltaf hægt að endurskoða hluti. „Þetta eru mál sem við erum að fara yfir og skoða hvernig hægt er að nota fjármagnið sem best fyrir borgarbúa.“ Næsti borgarstjórnarfundur fer fram á þriðjudag, en Helga segist ekki gera ráð fyrir því að komin verði niðurstaða í meirihlutaviðræðurnar fyrir þann tíma. Hlutverk og stólar, þar á meðal stóll borgarstjóra, hafi ekki verið rædd. „Ég myndi treysta þeim öllum,“ sagði Sanna, sem Helga tók undir.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13. febrúar 2025 13:01 Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. 12. febrúar 2025 19:21 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13. febrúar 2025 13:01
Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. 12. febrúar 2025 19:21
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent