Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 14:08 „Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu,“ sagði í fyrirsögn Vísis um framboðsfund Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem yfir 500 manns sóttu síðasta laugardag. Fjölmiðlar og hlaðvarpsstjórnendur fara mikinn í að þylja upp svo kallað „Gullafólk“ (stuðningsmenn Guðlaugs Þórs) sem er búinn að gefa það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum Ég er stoltur stuðningsmaður Guðrúnar og hef þekkt hana síðan ég hjálpaði henni í prófkjöri í Suðurkjördæmi 2021. Þar kynntist ég konu með mikin eldmóð og einlægan vilja til að gera íslenskt samfélag enn betra. Ég kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi, þar lýsti Guðrún sjálf yfir stuðningi við Bjarna sem var í framboði á móti sjálfum Guðlaugi Þór. En samkvæmt fjölmiðlum er ég nú hluti af „Gullafólki“ sem ég er ekki alveg átta mig á hvers vegna þar sem hann er ekki í framboði og ég hef aldrei nokkurn tímann kosið manninn! Á komandi landsfundi verð ég í hópi með fleiri hundruð sjálfstæðismönnum sem kusu Bjarna á síðasta landsfundi og ætlum að greiða Guðrúnu atkvæði á komandi landsfundi. Ég fyrir mitt leyti styð Guðrúnu því hún er með alveg ómótstæðilega reynslu utan pólitíkarinnar sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins, forstjóri Kjöríss og síðan einn besti dómsmálaráðherra sem Ísland hefur haft. Þetta er svo sannarlega ekki tæmandi listi. Ég þekki Guðrúnu og allir sem þekkja hana vita að hún er utan fylkinga. Það var augljóst á framboðsfundinum að hún höfðaði til sjálfstæðismanna vítt og breitt um landið á öllum aldri. Í framboði eru tveir öflugir kandídatar sem ferðast nú um landið til að kynna sig og ná mikilvægu samtali við sjálfstæðismenn sem bíða spenntir eftir komandi landsfund. Guðrún höfðar til fólks sem hefur í gegnum tíðina stutt Guðlaug Þór, Þórdísi Kolbrúnu, Bjarna Benediktsson og já líka Áslaugu Örnu. Guðrún höfðar til þeirra sem eru örvhentir og þeirra sem eru rétthentir. Í grunninn þá höfðar hún til allra sjálfstæðismanna og það er nákvæmlega það sem við þurfum. Það skiptir ekki máli hvað fólk kaus á síðasta landsfundi eða á landsfundinum þar á undan. Allir sem sóttu þá fundi vilja flokknum vel sama hvað þeir kusu og allir í grasrótinni eru ómetanlegir. Hættum að setja okkar eigin flokksbræður í fylkingar, sameinum flokkinn og beinum spjótum okkar að óvinum frelsisins. Ég tel að Guðrún sé best til þess fallin að leiða það verkefni og því mun ég kjósa hana. Höfundur er stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
„Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu,“ sagði í fyrirsögn Vísis um framboðsfund Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem yfir 500 manns sóttu síðasta laugardag. Fjölmiðlar og hlaðvarpsstjórnendur fara mikinn í að þylja upp svo kallað „Gullafólk“ (stuðningsmenn Guðlaugs Þórs) sem er búinn að gefa það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum Ég er stoltur stuðningsmaður Guðrúnar og hef þekkt hana síðan ég hjálpaði henni í prófkjöri í Suðurkjördæmi 2021. Þar kynntist ég konu með mikin eldmóð og einlægan vilja til að gera íslenskt samfélag enn betra. Ég kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi, þar lýsti Guðrún sjálf yfir stuðningi við Bjarna sem var í framboði á móti sjálfum Guðlaugi Þór. En samkvæmt fjölmiðlum er ég nú hluti af „Gullafólki“ sem ég er ekki alveg átta mig á hvers vegna þar sem hann er ekki í framboði og ég hef aldrei nokkurn tímann kosið manninn! Á komandi landsfundi verð ég í hópi með fleiri hundruð sjálfstæðismönnum sem kusu Bjarna á síðasta landsfundi og ætlum að greiða Guðrúnu atkvæði á komandi landsfundi. Ég fyrir mitt leyti styð Guðrúnu því hún er með alveg ómótstæðilega reynslu utan pólitíkarinnar sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins, forstjóri Kjöríss og síðan einn besti dómsmálaráðherra sem Ísland hefur haft. Þetta er svo sannarlega ekki tæmandi listi. Ég þekki Guðrúnu og allir sem þekkja hana vita að hún er utan fylkinga. Það var augljóst á framboðsfundinum að hún höfðaði til sjálfstæðismanna vítt og breitt um landið á öllum aldri. Í framboði eru tveir öflugir kandídatar sem ferðast nú um landið til að kynna sig og ná mikilvægu samtali við sjálfstæðismenn sem bíða spenntir eftir komandi landsfund. Guðrún höfðar til fólks sem hefur í gegnum tíðina stutt Guðlaug Þór, Þórdísi Kolbrúnu, Bjarna Benediktsson og já líka Áslaugu Örnu. Guðrún höfðar til þeirra sem eru örvhentir og þeirra sem eru rétthentir. Í grunninn þá höfðar hún til allra sjálfstæðismanna og það er nákvæmlega það sem við þurfum. Það skiptir ekki máli hvað fólk kaus á síðasta landsfundi eða á landsfundinum þar á undan. Allir sem sóttu þá fundi vilja flokknum vel sama hvað þeir kusu og allir í grasrótinni eru ómetanlegir. Hættum að setja okkar eigin flokksbræður í fylkingar, sameinum flokkinn og beinum spjótum okkar að óvinum frelsisins. Ég tel að Guðrún sé best til þess fallin að leiða það verkefni og því mun ég kjósa hana. Höfundur er stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar