Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2025 14:07 Norðurþing vinnur að uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka sem Carbfix telur að falli vel að markmiðum um að hafa jákvæð áhrif á loftslagsbreytingar. Vísir/Vilhelm Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. Byggðaráð Norðurþings vísaði sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélagsins og Carbfix um mögulegt samstarf til afgreiðslu í sveitarstjórn í morgun. Í kynningu forsvarsmanna fyrirtækisins kom fram að það vilji skða möguleikann á samstarfi um svokallaða Coda-stöð í tengslum við uppbyggingu á grænum iðngarði á Bakka. Hugmyndirnar um staðsetningu á Bakka eru sagðar á frumstigi í kynningunni. Þó er búið að kynna það fyrir byggðaráði, stéttarfélögunum á svæðinu og hagaðilum. Ráðast eigi í frekari kyningar og umræðufundi til þess að kanna fýsileika verkefnsins. Gangi það að óskum verði viljayfirlýsing á milli Carbfix og sveitarfélagsins undirrituð og ráðist í frekari rannsóknir til að meta möguleikann á staðsetningu starfseminnar í Norðurþingi. Coda-stöðvum Carbfix er ætlað að taka á móti koltvísýringi frá iðnaði erlendis og binda hann í berglögum með aðferð sem fyrirtækið þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Koltvísýringurinn sem stöðvarnar tækju við yrði fangaður úr iðnaðarútblæstri þar sem erfitt er að draga úr losun eins og við stálframleiðslu og sementsgerð. Áform í bæði Hafnarfirði og Þorlákshöfn Bakki er þriðji staðurinn sem hefur verið nefndur fyrir Coda-stöð Carbfix. Lengst á veg er fyrirhuguð stöð við Straumsvík við Hafnarfjörð komin. Hún er í umhverfismatsferli en óvíst er um afdrif hennar vegna háværrar andstöðu sumra íbúa í sveitarfélaginu vegna áhyggna af áhrifum starfseminnar. Núverandi bæjarstjóri sagði í fyrra að haldin yrði íbúakosning um verkefnið næðust samningar um það. Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix í lok janúar um mögulega Coda-stöð í Þorlákshöfn. Þar hefur þegar verið haldinn kynningarfundur með íbúum um verkefnið enda forsvarsmenn þess minnugir andstöðunnar sem gaus upp í Hafnarfirði. Ólafur Elínarson, upplýsingafulltrúi Carbfix, segir í samtali við Vísi, að vilji fyrirtækisins standi til þess að kynna verkefnið fyrir íbúum í Norðurþings á frumstigi þess líkt og gera eigi í Ölfusi. Engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar og því sé nægur tími fyrir íbúa og hagaðila að taka þátt í og hafa áhrif. Fyrirtækið stefni á starfsemi á allt að fjórum stöðum á landinu. Möguleg fjórða staðsetning sem hefur verið nefnd í því samhengi er Helguvík á Reykjanesi þar sem fyrirtækið hefur rannsakað möguleikann á að nota sjó í stað ferskvatns til þess að dæla koltvísýringi í jörðu. Coda Terminal Norðurþing Loftslagsmál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Ölfus Hafnarfjörður Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Byggðaráð Norðurþings vísaði sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélagsins og Carbfix um mögulegt samstarf til afgreiðslu í sveitarstjórn í morgun. Í kynningu forsvarsmanna fyrirtækisins kom fram að það vilji skða möguleikann á samstarfi um svokallaða Coda-stöð í tengslum við uppbyggingu á grænum iðngarði á Bakka. Hugmyndirnar um staðsetningu á Bakka eru sagðar á frumstigi í kynningunni. Þó er búið að kynna það fyrir byggðaráði, stéttarfélögunum á svæðinu og hagaðilum. Ráðast eigi í frekari kyningar og umræðufundi til þess að kanna fýsileika verkefnsins. Gangi það að óskum verði viljayfirlýsing á milli Carbfix og sveitarfélagsins undirrituð og ráðist í frekari rannsóknir til að meta möguleikann á staðsetningu starfseminnar í Norðurþingi. Coda-stöðvum Carbfix er ætlað að taka á móti koltvísýringi frá iðnaði erlendis og binda hann í berglögum með aðferð sem fyrirtækið þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Koltvísýringurinn sem stöðvarnar tækju við yrði fangaður úr iðnaðarútblæstri þar sem erfitt er að draga úr losun eins og við stálframleiðslu og sementsgerð. Áform í bæði Hafnarfirði og Þorlákshöfn Bakki er þriðji staðurinn sem hefur verið nefndur fyrir Coda-stöð Carbfix. Lengst á veg er fyrirhuguð stöð við Straumsvík við Hafnarfjörð komin. Hún er í umhverfismatsferli en óvíst er um afdrif hennar vegna háværrar andstöðu sumra íbúa í sveitarfélaginu vegna áhyggna af áhrifum starfseminnar. Núverandi bæjarstjóri sagði í fyrra að haldin yrði íbúakosning um verkefnið næðust samningar um það. Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix í lok janúar um mögulega Coda-stöð í Þorlákshöfn. Þar hefur þegar verið haldinn kynningarfundur með íbúum um verkefnið enda forsvarsmenn þess minnugir andstöðunnar sem gaus upp í Hafnarfirði. Ólafur Elínarson, upplýsingafulltrúi Carbfix, segir í samtali við Vísi, að vilji fyrirtækisins standi til þess að kynna verkefnið fyrir íbúum í Norðurþings á frumstigi þess líkt og gera eigi í Ölfusi. Engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar og því sé nægur tími fyrir íbúa og hagaðila að taka þátt í og hafa áhrif. Fyrirtækið stefni á starfsemi á allt að fjórum stöðum á landinu. Möguleg fjórða staðsetning sem hefur verið nefnd í því samhengi er Helguvík á Reykjanesi þar sem fyrirtækið hefur rannsakað möguleikann á að nota sjó í stað ferskvatns til þess að dæla koltvísýringi í jörðu.
Coda Terminal Norðurþing Loftslagsmál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Ölfus Hafnarfjörður Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira