„Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 12:01 Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skaut hart á nýjan fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það hættulegt fordæmi að stjórnmálaflokkar, sem ekki uppfylltu skilyrði til að fá styrki úr ríkissjóði síðustu þrjú ár, skuli ekki þurfa að endurgreiða styrkina. Það sama eigi að gilda um Jón og séra Jón. Eins og fjallað hefur verið um þáði Flokkur fólksins 240 milljónir króna í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Frá 1. janúar 2022 var skráning á stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir úthlutun framlaga úr ríkissjóði. Í sérfræðiáliti sem gert var fyrir fjármálaráðuneytið var það metið svo að ekki væru forsendur fyrir endurgreiðslukröfu og að mistök hafi verið gerð í ráðuneytinu við leiðbeiningu. Lögfræðingar hafa nokkrir mótmælt þessu og hvatt til endurgreiðslukröfu. Hið opinbera mismuni ekki löglærðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra að því í óundirbúnum fyrirspurnum hvort rannsakað hafi verið hvaða afleiðingar þetta gæti haft á aðra stjórnsýslu og jafnvel dómaframkvæmd. Bergþór furðaði sig á því að ráðuneytið hefði brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart löglærðum fulltrúum stjórnmálaflokks. „Hvernig gat fjármálaráðherra vísað til góðrar trúar og vanþekkingar löglærðs löggjafa, eins og höfundar frumvarpsins, flutningsmanns frumvarpsins. Hvernig má vera að hinu opinbera beri leiðbeiningarskylda til slíks sérfræðings í nákvæmlega þessum lögum,“ spurði Bergþór. „Hið opinbera heldur ekki sérstakar skrár yfir það hverjir af þegnum landsins eru megnugir um að lesa lög, eða meðhöndlar þegnana ólíkt eftir því hvort þeir eru löglærðir eða ekki. Þannig að það er einfaldlega þannig að þessi skylda er almenns eðlis, gildir gagnvart öllum aðilum,“ svaraði Daði Már. Eitt gildi um stjórnmálaflokka og annað um almenning Í kjölfarið steig Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í pontu og sagði lögin skýr og skýrt hverjar afleiðingarnar eru sé ekki farið eftir lögunum. Hann nefndi þá að Flokkur fólksins hefði oft mótmælt því að öryrkjar og eldri borgara, sem hefðu fengið ofgreitt og í góðri trú ekki átt von á að þurfa að endurgreiða, þyrftu að gera það. „Ég tek dæmi um litla atvinnurekendur, sem kunna kannski ekki mjög vel á virðisaukaskattskerfið og allt í einu eru komnir í þann vanda að horfa fram á rimlagjöld. Vegna þess í góðri trú þá gerðu þeir ekki nákvæmlega það sem löggjafinn sagði þeim að gera. Sama með öryrkja, eldri borgara sem hafa fengið of mikið greitt og í góðri trú voru þeir ekki viðbúnir því hverjar afleiðingarnar voru,“ sagði Guðlaugur. „Það getur ekki verið að við séum að hugsa um að hafa hér tvískipt. Séra Jón stjórnmálaflokkanna og svo bara Jón almennings, öryrkja, eldri borgara, atvinnurekenda. Það getur ekki verið.“ Daði Már vísaði þá til þess að í sumum lögum væri kveðið á um endurgreiðslu og í sumum ekki. „Þá gilda almenn skilyrði stjórnsýsluréttar, sem eru að einhverju leyti matskennd. Þá ber að leita mats á því hvort um endurgreiðsluskilyrði er að ræða eða ekki. Það var gert, niðurstaða liggur fyrir. Komi sambærileg mál upp síðar verður sambærilegri aðferðarfræði fylgt.“ Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um þáði Flokkur fólksins 240 milljónir króna í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Frá 1. janúar 2022 var skráning á stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir úthlutun framlaga úr ríkissjóði. Í sérfræðiáliti sem gert var fyrir fjármálaráðuneytið var það metið svo að ekki væru forsendur fyrir endurgreiðslukröfu og að mistök hafi verið gerð í ráðuneytinu við leiðbeiningu. Lögfræðingar hafa nokkrir mótmælt þessu og hvatt til endurgreiðslukröfu. Hið opinbera mismuni ekki löglærðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra að því í óundirbúnum fyrirspurnum hvort rannsakað hafi verið hvaða afleiðingar þetta gæti haft á aðra stjórnsýslu og jafnvel dómaframkvæmd. Bergþór furðaði sig á því að ráðuneytið hefði brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart löglærðum fulltrúum stjórnmálaflokks. „Hvernig gat fjármálaráðherra vísað til góðrar trúar og vanþekkingar löglærðs löggjafa, eins og höfundar frumvarpsins, flutningsmanns frumvarpsins. Hvernig má vera að hinu opinbera beri leiðbeiningarskylda til slíks sérfræðings í nákvæmlega þessum lögum,“ spurði Bergþór. „Hið opinbera heldur ekki sérstakar skrár yfir það hverjir af þegnum landsins eru megnugir um að lesa lög, eða meðhöndlar þegnana ólíkt eftir því hvort þeir eru löglærðir eða ekki. Þannig að það er einfaldlega þannig að þessi skylda er almenns eðlis, gildir gagnvart öllum aðilum,“ svaraði Daði Már. Eitt gildi um stjórnmálaflokka og annað um almenning Í kjölfarið steig Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í pontu og sagði lögin skýr og skýrt hverjar afleiðingarnar eru sé ekki farið eftir lögunum. Hann nefndi þá að Flokkur fólksins hefði oft mótmælt því að öryrkjar og eldri borgara, sem hefðu fengið ofgreitt og í góðri trú ekki átt von á að þurfa að endurgreiða, þyrftu að gera það. „Ég tek dæmi um litla atvinnurekendur, sem kunna kannski ekki mjög vel á virðisaukaskattskerfið og allt í einu eru komnir í þann vanda að horfa fram á rimlagjöld. Vegna þess í góðri trú þá gerðu þeir ekki nákvæmlega það sem löggjafinn sagði þeim að gera. Sama með öryrkja, eldri borgara sem hafa fengið of mikið greitt og í góðri trú voru þeir ekki viðbúnir því hverjar afleiðingarnar voru,“ sagði Guðlaugur. „Það getur ekki verið að við séum að hugsa um að hafa hér tvískipt. Séra Jón stjórnmálaflokkanna og svo bara Jón almennings, öryrkja, eldri borgara, atvinnurekenda. Það getur ekki verið.“ Daði Már vísaði þá til þess að í sumum lögum væri kveðið á um endurgreiðslu og í sumum ekki. „Þá gilda almenn skilyrði stjórnsýsluréttar, sem eru að einhverju leyti matskennd. Þá ber að leita mats á því hvort um endurgreiðsluskilyrði er að ræða eða ekki. Það var gert, niðurstaða liggur fyrir. Komi sambærileg mál upp síðar verður sambærilegri aðferðarfræði fylgt.“
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira