Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. febrúar 2025 10:43 Síðasta kvikmyndin sem Lars von Trier leikstýrði er The House that Jack Built árið 2018. Þriðja sería Ríkisins, Riget: Exodus kom svo út árið 2022. Getty Danski leikstjórinn Lars von Trier, sem greindist með Parkinson árið 2022, hefur verið lagður inn á hjúkrunarheimili. Framleiðslufyrirtæki leikstjórans greindi frá fréttunum í gær. Louise Vesth, framleiðandi hjá Zentropa, segir Lars hafa verið fluttan á hjúkrunarheimilið svo hægt sé að meðhöndla betur ástand hans og sinna þörfum leikstjórans. Hún sagði leikstjórann vera við góða líðan. „Lars líður vel í ljósi aðstæðna,“ sagði Vesth og sagði leitt að þurfa að greina frá slíkum einkaupplýsingum vegna slúðurs í dönskum fjölmiðlum. Hinn 68 ára von Trier greindist með Parkinson árið 2022, þá aðeins 66 ára, en hann hefur lýst því yfir að hann vilji halda áfram að vinna eins lengi og hann getur. Sakaður um kynferðislega áreitni af Björk Lars von Trier er einn þekktasti leikstjóri Norðurlanda og einn umdeildasti leikstjóri samtímans. Von Trier var einn af stofnmeðlimum Dogme 95 og hefur leikstýrt 14 myndum, þar á meðal Dancer in the Dark, Dogville, Melancholia, Antichrist og Nymphomaniac. Von Trier hefur gert ýmsa skandala gegnum tíðina. Þegar hann var með Melancholiu á Cannes árið 2011 sagðist hann vera nasisti sem fyndi dálítið til samúðar með Adolf Hitler. Hann var strax í kjölfarið settur í bann frá hátíðinni og baðst síðar afsökunar. Björk Guðmundsdóttir sakaði hann um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni árið 2017. Hún sagði Lars hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafnaði honum við gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu,“ sagði hún í færslunni. Björk sagði þá að hún hefði jafnað sig á málinu á einu ári vegna eigin styrks, starfsliðs síns og af því hún hafði ekki neinu að tapa innan kvikmyndageirans. Hún sagðist þá óttast að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Tökur á nýjustu kvikmynd leikstjórans, After, eiga að hefjast um mitt ár 2025 en myndin hlaut styrk upp á 1,3 milljón danskra króna (rúmlega 25 milljónir íslenskra króna) frá Dönsku kvikmyndastofnuninni. Bíó og sjónvarp Danmörk Hollywood Tengdar fréttir Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. 19. maí 2011 12:03 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. 3. desember 2018 09:31 Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki leikstjórans greindi frá fréttunum í gær. Louise Vesth, framleiðandi hjá Zentropa, segir Lars hafa verið fluttan á hjúkrunarheimilið svo hægt sé að meðhöndla betur ástand hans og sinna þörfum leikstjórans. Hún sagði leikstjórann vera við góða líðan. „Lars líður vel í ljósi aðstæðna,“ sagði Vesth og sagði leitt að þurfa að greina frá slíkum einkaupplýsingum vegna slúðurs í dönskum fjölmiðlum. Hinn 68 ára von Trier greindist með Parkinson árið 2022, þá aðeins 66 ára, en hann hefur lýst því yfir að hann vilji halda áfram að vinna eins lengi og hann getur. Sakaður um kynferðislega áreitni af Björk Lars von Trier er einn þekktasti leikstjóri Norðurlanda og einn umdeildasti leikstjóri samtímans. Von Trier var einn af stofnmeðlimum Dogme 95 og hefur leikstýrt 14 myndum, þar á meðal Dancer in the Dark, Dogville, Melancholia, Antichrist og Nymphomaniac. Von Trier hefur gert ýmsa skandala gegnum tíðina. Þegar hann var með Melancholiu á Cannes árið 2011 sagðist hann vera nasisti sem fyndi dálítið til samúðar með Adolf Hitler. Hann var strax í kjölfarið settur í bann frá hátíðinni og baðst síðar afsökunar. Björk Guðmundsdóttir sakaði hann um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni árið 2017. Hún sagði Lars hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafnaði honum við gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu,“ sagði hún í færslunni. Björk sagði þá að hún hefði jafnað sig á málinu á einu ári vegna eigin styrks, starfsliðs síns og af því hún hafði ekki neinu að tapa innan kvikmyndageirans. Hún sagðist þá óttast að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Tökur á nýjustu kvikmynd leikstjórans, After, eiga að hefjast um mitt ár 2025 en myndin hlaut styrk upp á 1,3 milljón danskra króna (rúmlega 25 milljónir íslenskra króna) frá Dönsku kvikmyndastofnuninni.
Bíó og sjónvarp Danmörk Hollywood Tengdar fréttir Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. 19. maí 2011 12:03 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. 3. desember 2018 09:31 Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. 19. maí 2011 12:03
Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30
Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. 3. desember 2018 09:31