Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 19:30 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands hittast á ný í Karphúsinu á morgun. Vísir Samninganefnd Kennarasambands Íslands fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd sveitarfélaga hefur ekki verið boðuð á sama fund. Formaður samningsnefndar sveitarfélaga segir enn eigi eftir að semja um nokkur atriði en vonar að samningar náist. Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara til fundar eftir hádegi í morgun. Félagsdómur dæmdi verkföll í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum ólögmæt á sunnudag. Á þeim forsendum að þau tækju ekki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá sama sveitarfélagi. Vilja að samkomulag frá 2016 verði virt Fram hefur komið að kennarar vilja jafna laun milli hins almenna og opinberra vinnumarkaðar. Vísað hefur til samkomulags sem gert var við ríkið árið 2016 um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Þær miðuðu að því að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þar kom jafnframt fram að unnið yrði markvisst að því að jafna kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði eins og kostur væri. Kennarar segja að þetta samkomulag hafi ekki verið virt. Úr samkomulagi sem gert var við kennara árið 2016.Vísir Þurfi að leysa nokkur atriði Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga vonar að ekki komi til frekari verkfalla hjá kennurum. „Það er mikið áhyggjuefni að þau grípi til aðgerða að nýju og við höldum í vonina að við náum að semja,“ segir Inga. Hún segir að leysa þurfi nokkur atriði í kjaradeilunni áður en samningar náist. Aðspurð um hvort pólitík hafi haft afskipti af deilunni þegar kennarar héldu að þeir væru við það að skrifa undir kjarasamning svarar Inga: „Ég get ekki tjáð mig um neitt sem aðrir bera ábyrgð á. Við höfum reynt að standa okkar vakt og unnið okkar vinnu. Aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að samninganefnir kennara og sveitarfélaga hefðu verið boðaðar á fund en það er ekki rétt. Ríkissáttasemjari hefur aðeins boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara á sinn fund. Leiðrétt og uppfært klukkan 20:13 þann 12.2.2025. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara til fundar eftir hádegi í morgun. Félagsdómur dæmdi verkföll í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum ólögmæt á sunnudag. Á þeim forsendum að þau tækju ekki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá sama sveitarfélagi. Vilja að samkomulag frá 2016 verði virt Fram hefur komið að kennarar vilja jafna laun milli hins almenna og opinberra vinnumarkaðar. Vísað hefur til samkomulags sem gert var við ríkið árið 2016 um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Þær miðuðu að því að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þar kom jafnframt fram að unnið yrði markvisst að því að jafna kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði eins og kostur væri. Kennarar segja að þetta samkomulag hafi ekki verið virt. Úr samkomulagi sem gert var við kennara árið 2016.Vísir Þurfi að leysa nokkur atriði Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga vonar að ekki komi til frekari verkfalla hjá kennurum. „Það er mikið áhyggjuefni að þau grípi til aðgerða að nýju og við höldum í vonina að við náum að semja,“ segir Inga. Hún segir að leysa þurfi nokkur atriði í kjaradeilunni áður en samningar náist. Aðspurð um hvort pólitík hafi haft afskipti af deilunni þegar kennarar héldu að þeir væru við það að skrifa undir kjarasamning svarar Inga: „Ég get ekki tjáð mig um neitt sem aðrir bera ábyrgð á. Við höfum reynt að standa okkar vakt og unnið okkar vinnu. Aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að samninganefnir kennara og sveitarfélaga hefðu verið boðaðar á fund en það er ekki rétt. Ríkissáttasemjari hefur aðeins boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara á sinn fund. Leiðrétt og uppfært klukkan 20:13 þann 12.2.2025.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira