Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 20:30 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. „Við vorum með í þessum samræðum sem tóku af stað á föstudaginn,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar en að þau taki ekki þátt í meirihlutaviðræðum sem fari nú fram á vinstri væng stjórnmálanna í borginni. Hún segir Viðreisn hægrimiðjuflokk og þau eigi samleið í ýmsum málaflokkum en þau hafi ekki hug á að taka þátt í þessum meirihluta. Þau séu tilbúin að tala við öll en á öðrum forsendum en hægri vinstri. „Það verður þá að vera eitthvað annað format.“ Hún segir oddvita vinstri flokkanna reynslubolta og óskar þeim velfarnaðar. Það séu ákveðin málefni uppi á borðinu og þau hafi verið rædd í þessum þreifingum síðustu daga. Til í slaginn „Nú snýst þetta um nálgunina og að koma sér saman um hvernig á að gera þessi örfáu atriði. Sem eru samt risamál sem þarf að leiða í jörð. Viðreisn tekur ekki þátt í þessu að þessu sinni,“ segir hún en þau muni sjá hvert það leiðir. Hún segir alla flokka tilbúna að takast á við það að vera í minnihluta, sama hvort það er á þingi eða í sveitarstjórn. Það sé ábyrgð þeirra að taka þátt og ef ekkert gengur í viðræðum á vinstri eða hægri væng verði þau að finna aðrar leiðir til að stjórna saman. „Við erum klár í þann slag,“ segir Þórdís Lóa að lokum. Atburðarásin hefur verið hröð eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata síðasta föstudag. Hann sá strax fyrir sér meirihluta með Viðreisn, Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki en strax á laugardag varð ljóst að baklandi og stjórn Flokks fólksins hugnaðist ekki að vinna með Sjálfstæðisflokki. Skýr vilji flokksmanna „Það kom skýrt fram þegar við funduðum með stjórn og hluta grasrótar flokksins að það er ekki vilji til að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni,“ sagði Inga Sæland í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í Morgunblaðinu var sú kenning sett fram að formaður Samfylkingarinnar hefði skorist í leikinn og lagt hart að formönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna að taka ekki þátt í samstarfi með Sjálfstæðismönnum. „Það fer fjarri og það er auðvitað þannig að leiðtogar þessara flokka eru með fullt umboð til eigin ákvarðanatöku,“ sagði Kristrún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. 11. febrúar 2025 14:29 Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32 „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. 10. febrúar 2025 23:54 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Við vorum með í þessum samræðum sem tóku af stað á föstudaginn,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar en að þau taki ekki þátt í meirihlutaviðræðum sem fari nú fram á vinstri væng stjórnmálanna í borginni. Hún segir Viðreisn hægrimiðjuflokk og þau eigi samleið í ýmsum málaflokkum en þau hafi ekki hug á að taka þátt í þessum meirihluta. Þau séu tilbúin að tala við öll en á öðrum forsendum en hægri vinstri. „Það verður þá að vera eitthvað annað format.“ Hún segir oddvita vinstri flokkanna reynslubolta og óskar þeim velfarnaðar. Það séu ákveðin málefni uppi á borðinu og þau hafi verið rædd í þessum þreifingum síðustu daga. Til í slaginn „Nú snýst þetta um nálgunina og að koma sér saman um hvernig á að gera þessi örfáu atriði. Sem eru samt risamál sem þarf að leiða í jörð. Viðreisn tekur ekki þátt í þessu að þessu sinni,“ segir hún en þau muni sjá hvert það leiðir. Hún segir alla flokka tilbúna að takast á við það að vera í minnihluta, sama hvort það er á þingi eða í sveitarstjórn. Það sé ábyrgð þeirra að taka þátt og ef ekkert gengur í viðræðum á vinstri eða hægri væng verði þau að finna aðrar leiðir til að stjórna saman. „Við erum klár í þann slag,“ segir Þórdís Lóa að lokum. Atburðarásin hefur verið hröð eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata síðasta föstudag. Hann sá strax fyrir sér meirihluta með Viðreisn, Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki en strax á laugardag varð ljóst að baklandi og stjórn Flokks fólksins hugnaðist ekki að vinna með Sjálfstæðisflokki. Skýr vilji flokksmanna „Það kom skýrt fram þegar við funduðum með stjórn og hluta grasrótar flokksins að það er ekki vilji til að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni,“ sagði Inga Sæland í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í Morgunblaðinu var sú kenning sett fram að formaður Samfylkingarinnar hefði skorist í leikinn og lagt hart að formönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna að taka ekki þátt í samstarfi með Sjálfstæðismönnum. „Það fer fjarri og það er auðvitað þannig að leiðtogar þessara flokka eru með fullt umboð til eigin ákvarðanatöku,“ sagði Kristrún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. 11. febrúar 2025 14:29 Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32 „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. 10. febrúar 2025 23:54 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. 11. febrúar 2025 14:29
Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32
„Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. 10. febrúar 2025 23:54
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent