Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 21:00 Brimbrettakapparnir sátu sem fastast þegar fréttastofa leit við í Þorlákshöfn í dag. Vísir/bjarni Brimbrettakappar sem stöðvuðu framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn heita því að halda mótmælum sínum áfram þar til hætt verður við áformin. Að öðrum kosti verði úti um sportið. Forseti bæjarstjórnar segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna og á endanum gæti þurft að siga lögreglu á brimbrettakappana. Framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn hófust í gær en þær voru stöðvaðar þegar hópur brimbrettakappa mætti til mótmæla. Brimbrettakappar í Þorlákshöfn hafa lengi staðið í stappi við bæjaryfirvöld í Ölfusi. Kapparnir telja uppbyggingu á hafnarsvæðinu þrengja að einstakri öldu úti fyrir bænum. „Við erum semsagt að mótmæla landfyllingu undir gáma sem á að koma hérna yfir okkar útivistarsvæði og við krefjumst þess að framkvæmdin fari í umhverfismat,“ segir Egill Örn Bjarnason, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands og einn brimbrettakappa sem mættir voru til friðsamlegra mótmæla í Þorlákshöfn í dag þegar fréttastofu bar að garði. „Einhverjir hafa verið hérna síðan klukkan sjö í morgun, ég kom um tólfleytið, og ég ætla að vera hérna áfram þangað til þetta verður stöðvað,“ segir Ari Daníel Agnarsson, brimbrettakappi. Þversagnakennt að moka yfir aðalaðdráttarafl bæjarins Mörk landfyllingarinnar í suður verða rétt við listaverkið sem Egill bendir á í innslaginu hér fyrir ofan. „Hún nær svo einhverja tugi metra þarna út og tengist nýja hafnargarðinum hér.“ Þannig að ásýndin yrði allt önnur ef þetta næði fram að ganga? „Já, þessi íþrótt fyrir okkur hér væri bara búin,“ segir Egill. En er réttlætanlegt að stöðva svona framkvæmdir með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni, og tíma sem þarf í endurskipulag, fyrir fáeinar hræður á brimbretti? „Ótrúlega góð spurning. En bæjarfélög erlendis hafa byggst upp í kringum svona staði. Og það er ansi þversagnakennt þegar þú ætlar að moka yfir helsta aðdráttaraflið í bænum.“ Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar í Ölfusi.Vísir/Einar Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar í Ölfusi segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna á þessu stigi. „Þetta er búið að tefjast í raun um tvö ár frá því að það var ákveðið að fara í þetta. Þetta er komið á framkvæmdastig. Vitanlega getur þetta ekki verið svona, þau eru í raun í algjörum órétti að tefja framkvæmdir og á einhverjum tímapunkti þarf kannski að kalla til lögreglu til að skakka málin,“ segir Gestur. Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn hófust í gær en þær voru stöðvaðar þegar hópur brimbrettakappa mætti til mótmæla. Brimbrettakappar í Þorlákshöfn hafa lengi staðið í stappi við bæjaryfirvöld í Ölfusi. Kapparnir telja uppbyggingu á hafnarsvæðinu þrengja að einstakri öldu úti fyrir bænum. „Við erum semsagt að mótmæla landfyllingu undir gáma sem á að koma hérna yfir okkar útivistarsvæði og við krefjumst þess að framkvæmdin fari í umhverfismat,“ segir Egill Örn Bjarnason, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands og einn brimbrettakappa sem mættir voru til friðsamlegra mótmæla í Þorlákshöfn í dag þegar fréttastofu bar að garði. „Einhverjir hafa verið hérna síðan klukkan sjö í morgun, ég kom um tólfleytið, og ég ætla að vera hérna áfram þangað til þetta verður stöðvað,“ segir Ari Daníel Agnarsson, brimbrettakappi. Þversagnakennt að moka yfir aðalaðdráttarafl bæjarins Mörk landfyllingarinnar í suður verða rétt við listaverkið sem Egill bendir á í innslaginu hér fyrir ofan. „Hún nær svo einhverja tugi metra þarna út og tengist nýja hafnargarðinum hér.“ Þannig að ásýndin yrði allt önnur ef þetta næði fram að ganga? „Já, þessi íþrótt fyrir okkur hér væri bara búin,“ segir Egill. En er réttlætanlegt að stöðva svona framkvæmdir með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni, og tíma sem þarf í endurskipulag, fyrir fáeinar hræður á brimbretti? „Ótrúlega góð spurning. En bæjarfélög erlendis hafa byggst upp í kringum svona staði. Og það er ansi þversagnakennt þegar þú ætlar að moka yfir helsta aðdráttaraflið í bænum.“ Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar í Ölfusi.Vísir/Einar Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar í Ölfusi segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna á þessu stigi. „Þetta er búið að tefjast í raun um tvö ár frá því að það var ákveðið að fara í þetta. Þetta er komið á framkvæmdastig. Vitanlega getur þetta ekki verið svona, þau eru í raun í algjörum órétti að tefja framkvæmdir og á einhverjum tímapunkti þarf kannski að kalla til lögreglu til að skakka málin,“ segir Gestur.
Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira