Gos geti hafist hvenær sem er Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 11. febrúar 2025 15:06 Frá eldgosinu í janúar. Vísir/Vilhelm Áfram er hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni þar sem landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Talið er að tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst geti staðið yfir í allt að mánuð eða jafnvel lengur. „Það er svona langlíklegast miðað við okkar líkön að það gjósi í mánuðinum en það hefur bara sýnt sig að hegðunin er ekki alltaf eins í þessu kerfi og það gæti þurft að bíða lengur,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. „Það verður bara að koma í ljós en við erum komin um það bil jafn mikið magn af kviku í kvikuhólfið undir Svartsengi eins og var í því fyrir síðasta gos og þar af leiðandi gerum við ráð fyrir því að gos geti hafist í rauninni hvenær sem er.“ Samkvæmt uppfærðu stöðumati hjá Veðurstofu Íslands sýna GPS-mælingar enn landris en lítillega hefur dregið úr hraða þess síðustu vikur. Talið er að magn kviku sé komið í neðri mörk þess rúmmáls sem talið er að þurfi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi og eldgosi. Meira en vika er síðan þessi neðri mörk náðust. Sjá einnig: Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur „Síðustu atburðir á Sundhnúksgígaröðinni hafa leitt í ljós að eftir að rúmmál kviku nær neðri mörkum hafa eldgos byrjað frá nokkrum dögum upp í fjórar vikur frá þeim tíma. Þetta þýðir þó ekki að það sé öruggt að næsti atburður hefjist innan mánaðar, heldur sýnir reynslan að það sé líklegasta sviðsmyndin,“ segir á vef Veðurstofunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. 2. febrúar 2025 16:24 Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Það er svona langlíklegast miðað við okkar líkön að það gjósi í mánuðinum en það hefur bara sýnt sig að hegðunin er ekki alltaf eins í þessu kerfi og það gæti þurft að bíða lengur,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. „Það verður bara að koma í ljós en við erum komin um það bil jafn mikið magn af kviku í kvikuhólfið undir Svartsengi eins og var í því fyrir síðasta gos og þar af leiðandi gerum við ráð fyrir því að gos geti hafist í rauninni hvenær sem er.“ Samkvæmt uppfærðu stöðumati hjá Veðurstofu Íslands sýna GPS-mælingar enn landris en lítillega hefur dregið úr hraða þess síðustu vikur. Talið er að magn kviku sé komið í neðri mörk þess rúmmáls sem talið er að þurfi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi og eldgosi. Meira en vika er síðan þessi neðri mörk náðust. Sjá einnig: Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur „Síðustu atburðir á Sundhnúksgígaröðinni hafa leitt í ljós að eftir að rúmmál kviku nær neðri mörkum hafa eldgos byrjað frá nokkrum dögum upp í fjórar vikur frá þeim tíma. Þetta þýðir þó ekki að það sé öruggt að næsti atburður hefjist innan mánaðar, heldur sýnir reynslan að það sé líklegasta sviðsmyndin,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. 2. febrúar 2025 16:24 Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. 2. febrúar 2025 16:24
Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11