Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. febrúar 2025 22:11 Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það hafa verið augljóst að engum hafi liðið vel í meirihlutasamstarfinu að undanförnu. Þá hafi fylgi Framsóknar verið afar lítið í skoðanakönnunum og flokkurinn hafi ekki átt annarra kosta völ en að slíta samstarfinu. „Það er ljóst að það er hægri alda í borginni. Allir vegir liggja til Sjálfstæðisflokksins núna,“ segir Ragnhildur. Hún telur að Einar hafi séð sæng sína upp reidda og talið að Framsókn myndi ekki lifa kjörtímabilið af með þessum meirihluta. Eini sénsinn fyrir Framsókn til að eiga einhverja sérstöðu væri að límast ekki við vinstri meirihlutann „sem var kominn út í öngstræti með sína stefnu.“ Vill sópa út og gera klárt fyrir nýja tíma Ragnhildur segir að það sé ekki mikið hægt að gera á einu ári annað en að byrja sópa út og byrja að gera klárt fyrir nýja tíma. „Þú ert með garð sem er algjör villigarður, ekki einu sinni villigarður heldur eyðimörk. Þá þarf maður fyrst að sá fræjum og plægja akurinn áður en maður fer að uppskera,“ segir hún um borgarmálin. Hún segir að borgarstjórastóllinn fari sjálfstæðismönnum alltaf vel. En nú þurfi bara að anda með nefinu. Komið óþol í stefnu meirihlutans Ragnhildur segir að mikið hafi mætt á meirihlutanum undanfarin misseri. „Álfabakki, allt þetta þéttingarrugl, ég held það hafi verið komið óþol í þessa stefnu. Það voru eiginlega öll spjót á þeim, bæði varðandi skipulagsmálin en líka þessi deila við kennarana. Ef þú ert með hóp af fólki og þau eru ekki sammála um það hvert þau eiga að fara, eins og hvort að flugvöllurinn eigi að vera eða fara, þá er þetta bara svolítið erfitt,“ segir Ragnhildur. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
„Það er ljóst að það er hægri alda í borginni. Allir vegir liggja til Sjálfstæðisflokksins núna,“ segir Ragnhildur. Hún telur að Einar hafi séð sæng sína upp reidda og talið að Framsókn myndi ekki lifa kjörtímabilið af með þessum meirihluta. Eini sénsinn fyrir Framsókn til að eiga einhverja sérstöðu væri að límast ekki við vinstri meirihlutann „sem var kominn út í öngstræti með sína stefnu.“ Vill sópa út og gera klárt fyrir nýja tíma Ragnhildur segir að það sé ekki mikið hægt að gera á einu ári annað en að byrja sópa út og byrja að gera klárt fyrir nýja tíma. „Þú ert með garð sem er algjör villigarður, ekki einu sinni villigarður heldur eyðimörk. Þá þarf maður fyrst að sá fræjum og plægja akurinn áður en maður fer að uppskera,“ segir hún um borgarmálin. Hún segir að borgarstjórastóllinn fari sjálfstæðismönnum alltaf vel. En nú þurfi bara að anda með nefinu. Komið óþol í stefnu meirihlutans Ragnhildur segir að mikið hafi mætt á meirihlutanum undanfarin misseri. „Álfabakki, allt þetta þéttingarrugl, ég held það hafi verið komið óþol í þessa stefnu. Það voru eiginlega öll spjót á þeim, bæði varðandi skipulagsmálin en líka þessi deila við kennarana. Ef þú ert með hóp af fólki og þau eru ekki sammála um það hvert þau eiga að fara, eins og hvort að flugvöllurinn eigi að vera eða fara, þá er þetta bara svolítið erfitt,“ segir Ragnhildur.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01
Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24
Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28