Meirihlutinn fallinn í borginni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. febrúar 2025 20:01 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. RÚV greindi fyrst frá en Vísir hefur fengið slitin staðfest. Nokkur ágreiningur hefur verið í borgarstjórn um flugvallarmálið undanfarna daga. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að það hrikti í meirihlutanum vegna málsins. „Afstaða Pírata, Samfylkingar og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur verið alveg skýr og þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar,“ sagði Einar. Í viðtali Morgunblaðsins talaði Einar líka um stefnu meirihlutans í samgöngumálum. „Það hefur verið þrengt að fjölskyldubílnum með þeim skilaboðum um að taka strætó en þjónustan er samt ekki nægilega góð. Við þurfum að sýna hvert öðru mildi þegar kemur að þessu. Venjulegt fjölskyldufólk í úthverfunum á erfitt með að sinna sínum erindum hjólandi,“ sagði hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til funda oddvita Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar í borginni í kvöld vegna stöðunnar. Nýleg könnun Gallup á fylgi flokkanna í borginni leiddi í ljós að Framsókn mældist með rúmlega þriggja prósenta fylgi. Fylgi flokksins hefur hrapað síðan í miklum kosningasigri vorið 2022 þegar flokkurinn fékk 18 prósenta fylgi í borginni. Sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Framsóknarflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Píratar Tengdar fréttir Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. 7. febrúar 2025 10:44 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá en Vísir hefur fengið slitin staðfest. Nokkur ágreiningur hefur verið í borgarstjórn um flugvallarmálið undanfarna daga. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að það hrikti í meirihlutanum vegna málsins. „Afstaða Pírata, Samfylkingar og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur verið alveg skýr og þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar,“ sagði Einar. Í viðtali Morgunblaðsins talaði Einar líka um stefnu meirihlutans í samgöngumálum. „Það hefur verið þrengt að fjölskyldubílnum með þeim skilaboðum um að taka strætó en þjónustan er samt ekki nægilega góð. Við þurfum að sýna hvert öðru mildi þegar kemur að þessu. Venjulegt fjölskyldufólk í úthverfunum á erfitt með að sinna sínum erindum hjólandi,“ sagði hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til funda oddvita Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar í borginni í kvöld vegna stöðunnar. Nýleg könnun Gallup á fylgi flokkanna í borginni leiddi í ljós að Framsókn mældist með rúmlega þriggja prósenta fylgi. Fylgi flokksins hefur hrapað síðan í miklum kosningasigri vorið 2022 þegar flokkurinn fékk 18 prósenta fylgi í borginni. Sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Píratar Tengdar fréttir Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. 7. febrúar 2025 10:44 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. 7. febrúar 2025 10:44
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20