Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar 7. febrúar 2025 07:32 Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en það var árið 1945 sem fyrsti sjúklingurinn var formlega innritaður á Reykjalund í Mosfellsbæ sem er í eigu SÍBS. Frá þessum atburði hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar. Fyrstu 15 árin dvöldu aðeins berklasjúklingar á Reykjalundi en það breyttist um 1960, þegar berklaveikin fór að láta undan síga og ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður. Á næstu árum breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar, áherslur í endurhæfingu urðu fjölbreyttari og Reykjalundur breyttist íalhliða endurhæfingarmiðstöð. Á Reykjalundi fer nú fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar einstaklingum alls staðar að. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustu á Reykjalundi á degi hverjum. Á hverju ári fara þannig um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Endurhæfing er ein ábatasamasta fjárfesting sem völ er á. Samfélagslega er mikilvægt að einstaklingur sé þjálfaður aftur upp til að komast út í lífið og taka þátt, ekki síst á atvinnumarkaðnum. Mikilvægara er þó að endurhæfing margfaldar lífsgæði viðkomandi einstaklings sem einnig hefur mikil áhrif á lífsgæði nánustu fjölskyldu og vina. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Það er því óhætt að segja að starfsemin á Reykjalundi er mikilvæg fyrir samfélagið allt og hefur verið á þeim 80 árum sem starfsemin hefur varað. Dýrmætast í þessu öllu er þau sá mannauður sem á Reykjalundi hefur starfað, landsmönnum til heilla. Það er jafnframt gaman að geta þess að á þessu afmælisári innleiðum við alþjóðlegt gæðakerfi endurhæfingu, CARF, hér á Reykjalundi, og mun það án efa setja sterkan svip á þetta afmælisár. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi alþjóðlega gæðavottun er gerð hér á Íslandi og hefur verkefnið fengið veglega styrki frá heilbrigðisráðuneyti og Embætti landlæknis. Það er mikill faglegur metnaður í starfsemi Reykalundar og við viljum bera okkur saman við það besta sem gerist í heiminum. Þess vegna er þátttaka í CARF, alþjóðlegum gæðastöðlum endurhæfingar algerlega rökrétt fyrir okkar starfsemi. Miðvikudaginn 12. febrúar heldur Reykjalundur glæsilega afmælisráðstefnu sem ber yfirskriftina Reykjalundur – 80 ára afmælisráðstefna: Endurhæfing er samvinna – Sköpum framtíðina saman. Þar verður fjallað um stöðu mála í endurhæfingu, við heyrum sýn nýs heilbrigðisráðherra, ræðum mikilvægi út frá heilsuhagfræði, kynnumst nýjungum og veltum fyrir okkur framtíðarsýn. Ráðstefnan er opin öllum sem starfa á heilbrigðisvettvangi. Þá mun á árinu koma út saga Reykjalundar í ritstjórn Péturs Bjarnasonar. Það er því spennandi og gleðilegt ár framundan! Ég vil nota tækifærið og óska öllum, sem komið hafa að 80 ára sögu Reykjalundar með einhverjum hætti, hjartanlega til hamingju með tímamótin. Höfundur er forstjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en það var árið 1945 sem fyrsti sjúklingurinn var formlega innritaður á Reykjalund í Mosfellsbæ sem er í eigu SÍBS. Frá þessum atburði hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar. Fyrstu 15 árin dvöldu aðeins berklasjúklingar á Reykjalundi en það breyttist um 1960, þegar berklaveikin fór að láta undan síga og ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður. Á næstu árum breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar, áherslur í endurhæfingu urðu fjölbreyttari og Reykjalundur breyttist íalhliða endurhæfingarmiðstöð. Á Reykjalundi fer nú fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar einstaklingum alls staðar að. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustu á Reykjalundi á degi hverjum. Á hverju ári fara þannig um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Endurhæfing er ein ábatasamasta fjárfesting sem völ er á. Samfélagslega er mikilvægt að einstaklingur sé þjálfaður aftur upp til að komast út í lífið og taka þátt, ekki síst á atvinnumarkaðnum. Mikilvægara er þó að endurhæfing margfaldar lífsgæði viðkomandi einstaklings sem einnig hefur mikil áhrif á lífsgæði nánustu fjölskyldu og vina. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Það er því óhætt að segja að starfsemin á Reykjalundi er mikilvæg fyrir samfélagið allt og hefur verið á þeim 80 árum sem starfsemin hefur varað. Dýrmætast í þessu öllu er þau sá mannauður sem á Reykjalundi hefur starfað, landsmönnum til heilla. Það er jafnframt gaman að geta þess að á þessu afmælisári innleiðum við alþjóðlegt gæðakerfi endurhæfingu, CARF, hér á Reykjalundi, og mun það án efa setja sterkan svip á þetta afmælisár. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi alþjóðlega gæðavottun er gerð hér á Íslandi og hefur verkefnið fengið veglega styrki frá heilbrigðisráðuneyti og Embætti landlæknis. Það er mikill faglegur metnaður í starfsemi Reykalundar og við viljum bera okkur saman við það besta sem gerist í heiminum. Þess vegna er þátttaka í CARF, alþjóðlegum gæðastöðlum endurhæfingar algerlega rökrétt fyrir okkar starfsemi. Miðvikudaginn 12. febrúar heldur Reykjalundur glæsilega afmælisráðstefnu sem ber yfirskriftina Reykjalundur – 80 ára afmælisráðstefna: Endurhæfing er samvinna – Sköpum framtíðina saman. Þar verður fjallað um stöðu mála í endurhæfingu, við heyrum sýn nýs heilbrigðisráðherra, ræðum mikilvægi út frá heilsuhagfræði, kynnumst nýjungum og veltum fyrir okkur framtíðarsýn. Ráðstefnan er opin öllum sem starfa á heilbrigðisvettvangi. Þá mun á árinu koma út saga Reykjalundar í ritstjórn Péturs Bjarnasonar. Það er því spennandi og gleðilegt ár framundan! Ég vil nota tækifærið og óska öllum, sem komið hafa að 80 ára sögu Reykjalundar með einhverjum hætti, hjartanlega til hamingju með tímamótin. Höfundur er forstjóri Reykjalundar.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun