Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2025 07:36 Dagur Sigurðsson er afskaplega hrifinn af króatísku þjóðinni og aðdáunin er gagnkvæm eins og króatíski herinn undirstrikaði. Skjáskot/RTL/Króatíska varnarmálaráðuneytið Á meðal þeirra sem lýst hafa mikilli ánægju sinni með störf Dags Sigurðssonar sem þjálfara króatíska handboltalandsliðsins er króatíski herinn sem sendi honum fallega kveðju. Dagur, sem er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra króatíska handboltalandsliðinu, stýrði liðinu til silfurverðlauna á HM en þessi magnaða íþróttaþjóð hafði þá verið án verðlauna á stórmótum í handbolta síðan 2016. Lúðrasveit króatíska hersins lét ekki sitt eftir liggja, í fögnuði yfir árangrinum, og spilaði íslenska þjóðsönginn í kveðju sem króatíska varnarmálaráðuneytið hefur birt á samfélagsmiðlum. Með myndbandinu á Facebook stendur: „Við færum króatíska handboltalandsliðinu og hinum frábæra þjálfara Degi Sigurðssyni okkar bestu þakkir fyrir að gera okkur stolt að nýju! Króatíski herinn þakkar fyrir sig með því að spila íslenska þjóðsönginn til heiðurs þjálfaranum okkar.“ Dagur Sigurðsson🇮🇸♥️🇭🇷Čovjek koji je više Hrvat🇭🇷 od barem 20% onih koji drže hrvatsku putovnicu. Gospodinu Sigurðssonu i ponosnom narodu Islanda🇮🇸 HRVATSKA VOJSKA ukazala je posebnu čast izvođenjem himne🎼 Islanda! SAMBAND OKKAR ER SÉRSTÖK!♥️@PresidentISL pic.twitter.com/59z1XFT4EP— Amor Patriae 🇭🇷🦅◻️🟥◻️ (@RegnumCroatorum) February 3, 2025 Blásið var til mikillar hátíðar í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hinar hetjurnar sneru heim frá Noregi eftir úrslitaleikinn við Danmörku - annan af aðeins tveimur leikjum sem Króatía tapaði á HM. Þotur frá króatíska hernum fylgdu hópnum síðasta spölinn til Zagreb. Samkvæmt króatískum miðlum voru um 40.000 manns á torginu auk þess sem bein sjónvarpsútsending var frá hátíðinni. Dagur ávarpaði fjöldann og sagðist elska alla og sagði einnig léttur: „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ Þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Á samfélagsmiðlum má einnig sjá mikla ánægju með Dag og kallað hefur verið eftir því að hann fái króatískan ríkisborgararétt sem fyrst. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu og nefnt að liðið þurfi að vera upp á sitt besta þegar kemur að næstu Ólympíuleikum, sem haldnir verða í Los Angeles árið 2028. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Dagur, sem er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra króatíska handboltalandsliðinu, stýrði liðinu til silfurverðlauna á HM en þessi magnaða íþróttaþjóð hafði þá verið án verðlauna á stórmótum í handbolta síðan 2016. Lúðrasveit króatíska hersins lét ekki sitt eftir liggja, í fögnuði yfir árangrinum, og spilaði íslenska þjóðsönginn í kveðju sem króatíska varnarmálaráðuneytið hefur birt á samfélagsmiðlum. Með myndbandinu á Facebook stendur: „Við færum króatíska handboltalandsliðinu og hinum frábæra þjálfara Degi Sigurðssyni okkar bestu þakkir fyrir að gera okkur stolt að nýju! Króatíski herinn þakkar fyrir sig með því að spila íslenska þjóðsönginn til heiðurs þjálfaranum okkar.“ Dagur Sigurðsson🇮🇸♥️🇭🇷Čovjek koji je više Hrvat🇭🇷 od barem 20% onih koji drže hrvatsku putovnicu. Gospodinu Sigurðssonu i ponosnom narodu Islanda🇮🇸 HRVATSKA VOJSKA ukazala je posebnu čast izvođenjem himne🎼 Islanda! SAMBAND OKKAR ER SÉRSTÖK!♥️@PresidentISL pic.twitter.com/59z1XFT4EP— Amor Patriae 🇭🇷🦅◻️🟥◻️ (@RegnumCroatorum) February 3, 2025 Blásið var til mikillar hátíðar í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hinar hetjurnar sneru heim frá Noregi eftir úrslitaleikinn við Danmörku - annan af aðeins tveimur leikjum sem Króatía tapaði á HM. Þotur frá króatíska hernum fylgdu hópnum síðasta spölinn til Zagreb. Samkvæmt króatískum miðlum voru um 40.000 manns á torginu auk þess sem bein sjónvarpsútsending var frá hátíðinni. Dagur ávarpaði fjöldann og sagðist elska alla og sagði einnig léttur: „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ Þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Á samfélagsmiðlum má einnig sjá mikla ánægju með Dag og kallað hefur verið eftir því að hann fái króatískan ríkisborgararétt sem fyrst. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu og nefnt að liðið þurfi að vera upp á sitt besta þegar kemur að næstu Ólympíuleikum, sem haldnir verða í Los Angeles árið 2028.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn