Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 16:01 Eitt sinn átti ég samtal við konu erlendis sem hafði nýlega þurft að kaupa sér gleraugu í fyrsta sinn og var í áfalli yfir hinum óvænta kostnaði. Hún var ung og átti fullt í fangi með að standa undir okurleigu og helstu nauðsynjum og gleraugnakaupin komu það illa við hana að hún þurfti að skera fæðu og drykk við nögl í tvo mánuði. Ég vildi hressa hana við og ákvað að segja henni að á Íslandi væri hægt að sækja um styrk vegna gleraugnakaupa til stéttarfélaga. Hún gapti af undrun og enn meira þegar ég talaði um orlofshús sem væru víða um land og stæðu félagsfólki til boða gegn vægu gjaldi árið um kring. Við eigum það til að taka þeim lífsgæðum sem eru fólgin í víðtækri stéttarfélagsaðild sem sjálfsögðum hlut. En í rauninni er það ótrúlega framsækið að fólk geti fengið stuðning til að mæta óvæntum útgjöldum, en einnig til að stunda líkamsrækt og tómstundir og jafnvel fara í frí. Og í dag er það svo að margt launafólk á sín helstu samskipti við stéttarfélagið sitt í tengslum við umsóknir um styrki sem létta undir í lífsbaráttunni. Sjúkrasjóðurinn mikilvægastur Allra mikilvægasti sjóður hvers stéttarfélags er sjúkrasjóðurinn. Hans megin hlutverk er að tryggja afkomu félagsfólks sem glímir við alvarleg veikindi eða önnur áföll. Sjúkrasjóður VR er sá öflugasti á almennum vinnumarkaði og félagsfólk getur notið greiðslu úr honum í allt að sjö mánuði, sem er lengra tímabil en gengur og gerist. Sjóðurinn glímir þó við áskoranir eins og sjóðir annarra félaga og fyrir ekki löngu síðan lækkaði markið úr níu mánuðum í sjö. Styrkir stéttarfélaga á borð við gleraugnastyrk og líkamsræktarstyrk eru alla jafna greiddir úr sjúkrasjóði. Árið 2006 var farin sú leið innan VR að leggja af sértæka styrki og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið varasjóður og er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins. Hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Varasjóðurinn er einstakur að því leytinu til að upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti. Hins vegar var einnig tekin sú ákvörðun að tekjutengja upphæðir sem einstaklingar eiga rétt á og var þá horft til þess að fólk sem leggi meira til félagsins öðlist einnig frekari réttindi. Nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn Varasjóðurinn hefur oft sætt gagnrýni, annars vegar vegna tekjutengingarinnar og hins vegar þar sem önnur stéttarfélög bjóða annars konar styrki sem geta samanlagt reynst hærri en fólk fær úr sínum varasjóði hjá VR. Í slíkum samanburði þarf þó að taka mið af góðum réttindum VR-félaga í sjúkrasjóði, sem og félagsgjaldi í VR sem er lægra en í mörgum öðrum stéttarfélögum og getur þar munað á bilinu 8– 26 þúsund krónum á ári fyrir meðallaunamanneskju, eftir upphæð félagsgjalds. Innan VR er nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn, en gagnrýniraddirnar eru þó háværar og hafa enda ýmislegt til síns máls. Þessi umræða kemur reglulega upp innan stjórnar VR og hefur stjórnin rýnt öll gögn sem lúta að notkun sjóðsins og þær upplýsingar sem eru fyrir hendi frá félagsfólki í gegnum kannanir og samtöl. Þegar ég tók við formennsku í VR í desember sl. einsetti ég mér að fleyta þessari umræðu áfram. Ég hef því staðið fyrir ítarlegri umræðu bæði innan stjórnar og trúnaðarráðs um þá gagnrýni sem hefur komið upp varðandi varasjóðinn og kallað eftir sjónarmiðum um tillögur, til dæmis um að draga úr vægi tekjutengingarinnar eða að taka upp styrkjakerfi sambærilegt öðrum félögum. Skemmst er frá því að segja að innan félagsins eru skiptar skoðanir um þessi mál. En í grunninn er ljóst að eins og sakir standa er ekki fyrir hendi víðtækur vilji til að umbylta varasjóðskerfinu. Vel má hugsa sér að ræða málið nánar, til dæmis á aðalfundi, eða kalla eftir sjónarmiðum frá félagsfólki með öðrum hætti. Því það er mikilvægt að sem víðtækust sátt ríki um sjóðakerfi VR og upplýst umræða er mikilvægur liður í því að skapa slíka sátt. Fæðingarstyrkur á sjóndeildarhringnum Hins vegar er óhætt að segja að nokkuð víðtæk samstaða sé um að taka upp fæðingarstyrk, en slíkir styrkir eru orðnir að reglu fremur en undantekningu hjá stéttarfélögum. Ungliðaráð VR hefur kallað eftir að slíkur styrkur verði tekinn upp, enda mikilvægt að ungt fólk finni fyrir stuðningi félagsins síns á viðkvæmum tíma lífsins. Slíkan styrk þarf hins vegar að fjármagna og þeir peningar liggja ekki á lausu eins og staðan er núna. Hugmyndir í umræðunni hafa meðal annars verið að efna til breytinga á sjúkrasjóði eða að hækka félagsgjald, sem væri þó ákveðið stílbrot í langri sögu VR! Ákvarðanir sem þessar eru ekki stjórnar að taka, heldur aðalfundar, og má ætla að umræða um þessi mál rati inn á hann 26. mars nk. Það er því full ástæða til að hvetja allt félagsfólk sem hefur skoðanir á sjóðakerfi VR til að mæta til aðalfundar og taka þátt í þessari umræðu. Hún varðar allt félagsfólk og þarf að eiga sér stað á breiðum grunni. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Formannskjör í VR 2025 Félagsmál Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Eitt sinn átti ég samtal við konu erlendis sem hafði nýlega þurft að kaupa sér gleraugu í fyrsta sinn og var í áfalli yfir hinum óvænta kostnaði. Hún var ung og átti fullt í fangi með að standa undir okurleigu og helstu nauðsynjum og gleraugnakaupin komu það illa við hana að hún þurfti að skera fæðu og drykk við nögl í tvo mánuði. Ég vildi hressa hana við og ákvað að segja henni að á Íslandi væri hægt að sækja um styrk vegna gleraugnakaupa til stéttarfélaga. Hún gapti af undrun og enn meira þegar ég talaði um orlofshús sem væru víða um land og stæðu félagsfólki til boða gegn vægu gjaldi árið um kring. Við eigum það til að taka þeim lífsgæðum sem eru fólgin í víðtækri stéttarfélagsaðild sem sjálfsögðum hlut. En í rauninni er það ótrúlega framsækið að fólk geti fengið stuðning til að mæta óvæntum útgjöldum, en einnig til að stunda líkamsrækt og tómstundir og jafnvel fara í frí. Og í dag er það svo að margt launafólk á sín helstu samskipti við stéttarfélagið sitt í tengslum við umsóknir um styrki sem létta undir í lífsbaráttunni. Sjúkrasjóðurinn mikilvægastur Allra mikilvægasti sjóður hvers stéttarfélags er sjúkrasjóðurinn. Hans megin hlutverk er að tryggja afkomu félagsfólks sem glímir við alvarleg veikindi eða önnur áföll. Sjúkrasjóður VR er sá öflugasti á almennum vinnumarkaði og félagsfólk getur notið greiðslu úr honum í allt að sjö mánuði, sem er lengra tímabil en gengur og gerist. Sjóðurinn glímir þó við áskoranir eins og sjóðir annarra félaga og fyrir ekki löngu síðan lækkaði markið úr níu mánuðum í sjö. Styrkir stéttarfélaga á borð við gleraugnastyrk og líkamsræktarstyrk eru alla jafna greiddir úr sjúkrasjóði. Árið 2006 var farin sú leið innan VR að leggja af sértæka styrki og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið varasjóður og er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins. Hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Varasjóðurinn er einstakur að því leytinu til að upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti. Hins vegar var einnig tekin sú ákvörðun að tekjutengja upphæðir sem einstaklingar eiga rétt á og var þá horft til þess að fólk sem leggi meira til félagsins öðlist einnig frekari réttindi. Nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn Varasjóðurinn hefur oft sætt gagnrýni, annars vegar vegna tekjutengingarinnar og hins vegar þar sem önnur stéttarfélög bjóða annars konar styrki sem geta samanlagt reynst hærri en fólk fær úr sínum varasjóði hjá VR. Í slíkum samanburði þarf þó að taka mið af góðum réttindum VR-félaga í sjúkrasjóði, sem og félagsgjaldi í VR sem er lægra en í mörgum öðrum stéttarfélögum og getur þar munað á bilinu 8– 26 þúsund krónum á ári fyrir meðallaunamanneskju, eftir upphæð félagsgjalds. Innan VR er nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn, en gagnrýniraddirnar eru þó háværar og hafa enda ýmislegt til síns máls. Þessi umræða kemur reglulega upp innan stjórnar VR og hefur stjórnin rýnt öll gögn sem lúta að notkun sjóðsins og þær upplýsingar sem eru fyrir hendi frá félagsfólki í gegnum kannanir og samtöl. Þegar ég tók við formennsku í VR í desember sl. einsetti ég mér að fleyta þessari umræðu áfram. Ég hef því staðið fyrir ítarlegri umræðu bæði innan stjórnar og trúnaðarráðs um þá gagnrýni sem hefur komið upp varðandi varasjóðinn og kallað eftir sjónarmiðum um tillögur, til dæmis um að draga úr vægi tekjutengingarinnar eða að taka upp styrkjakerfi sambærilegt öðrum félögum. Skemmst er frá því að segja að innan félagsins eru skiptar skoðanir um þessi mál. En í grunninn er ljóst að eins og sakir standa er ekki fyrir hendi víðtækur vilji til að umbylta varasjóðskerfinu. Vel má hugsa sér að ræða málið nánar, til dæmis á aðalfundi, eða kalla eftir sjónarmiðum frá félagsfólki með öðrum hætti. Því það er mikilvægt að sem víðtækust sátt ríki um sjóðakerfi VR og upplýst umræða er mikilvægur liður í því að skapa slíka sátt. Fæðingarstyrkur á sjóndeildarhringnum Hins vegar er óhætt að segja að nokkuð víðtæk samstaða sé um að taka upp fæðingarstyrk, en slíkir styrkir eru orðnir að reglu fremur en undantekningu hjá stéttarfélögum. Ungliðaráð VR hefur kallað eftir að slíkur styrkur verði tekinn upp, enda mikilvægt að ungt fólk finni fyrir stuðningi félagsins síns á viðkvæmum tíma lífsins. Slíkan styrk þarf hins vegar að fjármagna og þeir peningar liggja ekki á lausu eins og staðan er núna. Hugmyndir í umræðunni hafa meðal annars verið að efna til breytinga á sjúkrasjóði eða að hækka félagsgjald, sem væri þó ákveðið stílbrot í langri sögu VR! Ákvarðanir sem þessar eru ekki stjórnar að taka, heldur aðalfundar, og má ætla að umræða um þessi mál rati inn á hann 26. mars nk. Það er því full ástæða til að hvetja allt félagsfólk sem hefur skoðanir á sjóðakerfi VR til að mæta til aðalfundar og taka þátt í þessari umræðu. Hún varðar allt félagsfólk og þarf að eiga sér stað á breiðum grunni. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar