Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar 4. febrúar 2025 07:03 Maður hrekkur óneitanlega við þegar fréttist af tilraun í nærumhverfinu með vítissóta. Óhagnaðardrifin tilraun, já já kunna menn ekki einn annan? Það ætlar aldrei neinn að græða neitt á neinu, sér í lagi þegar þegar menn eru farnir að feta vafasama stíga. Ég las grein hér á Vísi (Að eitra Hvalfjörð) um fyrirætlanir Rastar sjávarrannsóknaseturs ehf um að grípa inn í ferli náttúrunnar í Hvalfirði með vítissóta, og ekki nóg með það þá hefur þetta fyrirtæki mokað fjármunum til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna í Hvalfirði í þágu þessara fyrirætlana Rastar. Þetta er góð aðferð til að fá jákvæða umsögn fá opinberri stofnun þegar sótt er um leyfið. Að auki ráða fólk frá stofnuninni til fyrirtækisins. Þá hefur oddviti Hvalfjarðarsveitar þekkst boð um stjórnarsetu í fyrirtækinu, ætli oddvitum hinna sveitarfélaganna, Reykjavíkur og Kjósarhrepps, sem standa við Hvalfjörðinn hafi verið boðin þátttaka. Sennilega er þekkingin ekki meiri en svo að það teljist bara vera eitt sveitarfélag við Hvalfjörðinn. Enda hefur kynning ekki farið fram hér á Kjalarnesinu. Ég velti fyrir mér pólitískri framtíð oddvitans með vítissóda tilraun í farteskinu. Ýmsum öðrum hefur verið flækt í vefinn, „stjörnufræðingur“ nokkur hefur ljáð þeim rödd sína á myndband til að sannfæra okkur um ágæti verkefnisins. Þessar fyrirætlanir Rastar eiga að fara fram á „opnu hafsvæði“, en allt umlykjandi eru jarðir með sína strandlengju og landhelgi og eiga fullan rétt á að hafa eitthvað um málið að segja. Ef landeigendur vilja ekki að áhrifa tilraunarinnar gæti ekki innan þeirra lögsögu, hvernig verður við því brugðist? Utanríkisráðuneytið ku fara með yfirráð yfir opnu hafsvæði, ætli Utanríkisráðherra hafi tíma til að fara yfir þetta mál vegna Brusselferða sinna. Þrátt fyrir fullyrðinga um að fyrirtækið Röst ætli ekki að græða peninga á verkefninu þá skapar þetta möguleikann á að ausa skítnum út í Hvalfjörðinn til að græða peninga á kostnað Hvalfjarðar. Hvað ef þetta fer allt í skrúfuna, hver borgar þá brúsann, við íslenskir skattgreiðendur eins og vanalega. Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG? Er endalaust hægt að rugla í kollinum á ykkur, í nafni loftslagskirkjunnar? Verður það þannig hér við Hvalfjörðinn, ef klósettið stíflast þá er bara að skreppa niður í fjöru og sækja eina fötu af sjó til að losa stífluna? Höfundur er íbúi á Kjalarnesi við Hvalfjörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Maður hrekkur óneitanlega við þegar fréttist af tilraun í nærumhverfinu með vítissóta. Óhagnaðardrifin tilraun, já já kunna menn ekki einn annan? Það ætlar aldrei neinn að græða neitt á neinu, sér í lagi þegar þegar menn eru farnir að feta vafasama stíga. Ég las grein hér á Vísi (Að eitra Hvalfjörð) um fyrirætlanir Rastar sjávarrannsóknaseturs ehf um að grípa inn í ferli náttúrunnar í Hvalfirði með vítissóta, og ekki nóg með það þá hefur þetta fyrirtæki mokað fjármunum til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna í Hvalfirði í þágu þessara fyrirætlana Rastar. Þetta er góð aðferð til að fá jákvæða umsögn fá opinberri stofnun þegar sótt er um leyfið. Að auki ráða fólk frá stofnuninni til fyrirtækisins. Þá hefur oddviti Hvalfjarðarsveitar þekkst boð um stjórnarsetu í fyrirtækinu, ætli oddvitum hinna sveitarfélaganna, Reykjavíkur og Kjósarhrepps, sem standa við Hvalfjörðinn hafi verið boðin þátttaka. Sennilega er þekkingin ekki meiri en svo að það teljist bara vera eitt sveitarfélag við Hvalfjörðinn. Enda hefur kynning ekki farið fram hér á Kjalarnesinu. Ég velti fyrir mér pólitískri framtíð oddvitans með vítissóda tilraun í farteskinu. Ýmsum öðrum hefur verið flækt í vefinn, „stjörnufræðingur“ nokkur hefur ljáð þeim rödd sína á myndband til að sannfæra okkur um ágæti verkefnisins. Þessar fyrirætlanir Rastar eiga að fara fram á „opnu hafsvæði“, en allt umlykjandi eru jarðir með sína strandlengju og landhelgi og eiga fullan rétt á að hafa eitthvað um málið að segja. Ef landeigendur vilja ekki að áhrifa tilraunarinnar gæti ekki innan þeirra lögsögu, hvernig verður við því brugðist? Utanríkisráðuneytið ku fara með yfirráð yfir opnu hafsvæði, ætli Utanríkisráðherra hafi tíma til að fara yfir þetta mál vegna Brusselferða sinna. Þrátt fyrir fullyrðinga um að fyrirtækið Röst ætli ekki að græða peninga á verkefninu þá skapar þetta möguleikann á að ausa skítnum út í Hvalfjörðinn til að græða peninga á kostnað Hvalfjarðar. Hvað ef þetta fer allt í skrúfuna, hver borgar þá brúsann, við íslenskir skattgreiðendur eins og vanalega. Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG? Er endalaust hægt að rugla í kollinum á ykkur, í nafni loftslagskirkjunnar? Verður það þannig hér við Hvalfjörðinn, ef klósettið stíflast þá er bara að skreppa niður í fjöru og sækja eina fötu af sjó til að losa stífluna? Höfundur er íbúi á Kjalarnesi við Hvalfjörð.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar