Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. febrúar 2025 21:15 Skrifaði undir hjá Dortmund í dag og var lánaður til FCK í kjölfarið. Alexandre Simoes/Getty Images FC Kaupmannahöfn, topplið efstu deildar danska fótboltans, virðist loks hafa fundið lausnina á markmannsvandræðum sínum. Diant Ramaj er kominn á láni frá Borussia Dortmund, Theo Sander er farinn á láni til Hvidovre og þá virðist sem Rúnar Alex Rúnarsson verði áfram sem þriðji markvörður liðsins. Ekki er langt síðan Vísir greindi frá því að FCK vildi losna við Rúnar Alex Rúnarsson, aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Hann virtist ekki í myndinni þegar undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins hófst í janúar og þá virtist FCK vilja fá annan mann í búrið heldur en Nathan Trott. Sá hafði verið keyptur frá Vejle síðasta sumar þar sem hann var valinn besti markvörður deildarinnar á síðustu leiktíð. Rúnar Alex hafði fengið fá tækifæri með liðinu og virtist sem Englendingurinn Trott ætti stöðuna. Slök frammistaða hans leiddi til þess að táningurinn Theo Sander fékk tækifærið undir lok síðasta árs en hann virtist aftur kominn út í kuldann þegar snúið var til baka eftir jólafrí. Hinn 18 ára gamli Oscar Buur stóð vaktina í fyrsta æfingaleik liðsins á árinu þegar Lyngby kom í heimsókn. Varð Buur fyrir því óláni að puttabrotna í leiknum og verður því frá keppni næstu vikurnar. Í kvöld var svo staðfest að hinn 23 ára gamli Diant Ramaj sé kominn á láni frá Borussia Dortmund. Þýska félagið keypti hann frá Ajax en vill gefa honum spiltíma meðan Gregor Kobel er markvörður númer 1. Hjá FCK mun hann vera hluti af liði sem er í baráttunni um báða titlana þar í landi sem og í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Welcome to Copenhagen, Diant Ramaj 💪🏻🧤Read more about the transfer in your FCK App📲#fcklive pic.twitter.com/IkAlyYmxkQ— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Þá hefur Theo Sander verið lánaður til B-deildarliðs Hvidovre það sem eftir lifir tímabils svo sem stendur eru Ramaj, Trott og Rúnar Alex þeir þrír markverðir sem munu berjast um stöðuna. Theo Sander lejes ud til Hvidovre IFF.C. København lejer Theo Sander ud til Hvidovre IF for resten af sæsonen, og den 20-årige målmand skal optræde i 1. division frem til sommerferien. Læs mere her⤵️https://t.co/phVyGUv8QE#fcklive— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Eins og staðan er í dag má reikna með að Rúnar Alex sé því þriðji markvörður liðsins. Ef sagan hefur þó kennt okkur eitthvað er það að hlutir geta breyst hratt í fótboltaheiminum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Ekki er langt síðan Vísir greindi frá því að FCK vildi losna við Rúnar Alex Rúnarsson, aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Hann virtist ekki í myndinni þegar undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins hófst í janúar og þá virtist FCK vilja fá annan mann í búrið heldur en Nathan Trott. Sá hafði verið keyptur frá Vejle síðasta sumar þar sem hann var valinn besti markvörður deildarinnar á síðustu leiktíð. Rúnar Alex hafði fengið fá tækifæri með liðinu og virtist sem Englendingurinn Trott ætti stöðuna. Slök frammistaða hans leiddi til þess að táningurinn Theo Sander fékk tækifærið undir lok síðasta árs en hann virtist aftur kominn út í kuldann þegar snúið var til baka eftir jólafrí. Hinn 18 ára gamli Oscar Buur stóð vaktina í fyrsta æfingaleik liðsins á árinu þegar Lyngby kom í heimsókn. Varð Buur fyrir því óláni að puttabrotna í leiknum og verður því frá keppni næstu vikurnar. Í kvöld var svo staðfest að hinn 23 ára gamli Diant Ramaj sé kominn á láni frá Borussia Dortmund. Þýska félagið keypti hann frá Ajax en vill gefa honum spiltíma meðan Gregor Kobel er markvörður númer 1. Hjá FCK mun hann vera hluti af liði sem er í baráttunni um báða titlana þar í landi sem og í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Welcome to Copenhagen, Diant Ramaj 💪🏻🧤Read more about the transfer in your FCK App📲#fcklive pic.twitter.com/IkAlyYmxkQ— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Þá hefur Theo Sander verið lánaður til B-deildarliðs Hvidovre það sem eftir lifir tímabils svo sem stendur eru Ramaj, Trott og Rúnar Alex þeir þrír markverðir sem munu berjast um stöðuna. Theo Sander lejes ud til Hvidovre IFF.C. København lejer Theo Sander ud til Hvidovre IF for resten af sæsonen, og den 20-årige målmand skal optræde i 1. division frem til sommerferien. Læs mere her⤵️https://t.co/phVyGUv8QE#fcklive— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Eins og staðan er í dag má reikna með að Rúnar Alex sé því þriðji markvörður liðsins. Ef sagan hefur þó kennt okkur eitthvað er það að hlutir geta breyst hratt í fótboltaheiminum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira