Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. febrúar 2025 21:15 Skrifaði undir hjá Dortmund í dag og var lánaður til FCK í kjölfarið. Alexandre Simoes/Getty Images FC Kaupmannahöfn, topplið efstu deildar danska fótboltans, virðist loks hafa fundið lausnina á markmannsvandræðum sínum. Diant Ramaj er kominn á láni frá Borussia Dortmund, Theo Sander er farinn á láni til Hvidovre og þá virðist sem Rúnar Alex Rúnarsson verði áfram sem þriðji markvörður liðsins. Ekki er langt síðan Vísir greindi frá því að FCK vildi losna við Rúnar Alex Rúnarsson, aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Hann virtist ekki í myndinni þegar undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins hófst í janúar og þá virtist FCK vilja fá annan mann í búrið heldur en Nathan Trott. Sá hafði verið keyptur frá Vejle síðasta sumar þar sem hann var valinn besti markvörður deildarinnar á síðustu leiktíð. Rúnar Alex hafði fengið fá tækifæri með liðinu og virtist sem Englendingurinn Trott ætti stöðuna. Slök frammistaða hans leiddi til þess að táningurinn Theo Sander fékk tækifærið undir lok síðasta árs en hann virtist aftur kominn út í kuldann þegar snúið var til baka eftir jólafrí. Hinn 18 ára gamli Oscar Buur stóð vaktina í fyrsta æfingaleik liðsins á árinu þegar Lyngby kom í heimsókn. Varð Buur fyrir því óláni að puttabrotna í leiknum og verður því frá keppni næstu vikurnar. Í kvöld var svo staðfest að hinn 23 ára gamli Diant Ramaj sé kominn á láni frá Borussia Dortmund. Þýska félagið keypti hann frá Ajax en vill gefa honum spiltíma meðan Gregor Kobel er markvörður númer 1. Hjá FCK mun hann vera hluti af liði sem er í baráttunni um báða titlana þar í landi sem og í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Welcome to Copenhagen, Diant Ramaj 💪🏻🧤Read more about the transfer in your FCK App📲#fcklive pic.twitter.com/IkAlyYmxkQ— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Þá hefur Theo Sander verið lánaður til B-deildarliðs Hvidovre það sem eftir lifir tímabils svo sem stendur eru Ramaj, Trott og Rúnar Alex þeir þrír markverðir sem munu berjast um stöðuna. Theo Sander lejes ud til Hvidovre IFF.C. København lejer Theo Sander ud til Hvidovre IF for resten af sæsonen, og den 20-årige målmand skal optræde i 1. division frem til sommerferien. Læs mere her⤵️https://t.co/phVyGUv8QE#fcklive— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Eins og staðan er í dag má reikna með að Rúnar Alex sé því þriðji markvörður liðsins. Ef sagan hefur þó kennt okkur eitthvað er það að hlutir geta breyst hratt í fótboltaheiminum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Ekki er langt síðan Vísir greindi frá því að FCK vildi losna við Rúnar Alex Rúnarsson, aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Hann virtist ekki í myndinni þegar undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins hófst í janúar og þá virtist FCK vilja fá annan mann í búrið heldur en Nathan Trott. Sá hafði verið keyptur frá Vejle síðasta sumar þar sem hann var valinn besti markvörður deildarinnar á síðustu leiktíð. Rúnar Alex hafði fengið fá tækifæri með liðinu og virtist sem Englendingurinn Trott ætti stöðuna. Slök frammistaða hans leiddi til þess að táningurinn Theo Sander fékk tækifærið undir lok síðasta árs en hann virtist aftur kominn út í kuldann þegar snúið var til baka eftir jólafrí. Hinn 18 ára gamli Oscar Buur stóð vaktina í fyrsta æfingaleik liðsins á árinu þegar Lyngby kom í heimsókn. Varð Buur fyrir því óláni að puttabrotna í leiknum og verður því frá keppni næstu vikurnar. Í kvöld var svo staðfest að hinn 23 ára gamli Diant Ramaj sé kominn á láni frá Borussia Dortmund. Þýska félagið keypti hann frá Ajax en vill gefa honum spiltíma meðan Gregor Kobel er markvörður númer 1. Hjá FCK mun hann vera hluti af liði sem er í baráttunni um báða titlana þar í landi sem og í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Welcome to Copenhagen, Diant Ramaj 💪🏻🧤Read more about the transfer in your FCK App📲#fcklive pic.twitter.com/IkAlyYmxkQ— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Þá hefur Theo Sander verið lánaður til B-deildarliðs Hvidovre það sem eftir lifir tímabils svo sem stendur eru Ramaj, Trott og Rúnar Alex þeir þrír markverðir sem munu berjast um stöðuna. Theo Sander lejes ud til Hvidovre IFF.C. København lejer Theo Sander ud til Hvidovre IF for resten af sæsonen, og den 20-årige målmand skal optræde i 1. division frem til sommerferien. Læs mere her⤵️https://t.co/phVyGUv8QE#fcklive— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Eins og staðan er í dag má reikna með að Rúnar Alex sé því þriðji markvörður liðsins. Ef sagan hefur þó kennt okkur eitthvað er það að hlutir geta breyst hratt í fótboltaheiminum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira