Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Íþróttadeild Vísis skrifar 3. febrúar 2025 10:22 Það verður ekki annað sagt en Aston Villa hafi „unnið“ þennan félagaskiptaglugga ásamt Manchester City. Aston Villa Félagaskiptaglugginn í evrópskum fótbolta er nú lokaður. Enn gætu þó félagaskipti dottið í gegn svo lengi sem félög skiluðu réttum pappírum á réttum tíma. Sem stendur má þó segja að Aston Villa og Manchester City hafi „unnið“ gluggann með þeim leikmönnum sem liðin sóttu. Ensku úrvalsdeildarfélögin höfðu fyrir daginn í dag varið samtals tæplega 250 milljónum punda í leikmenn og þó flest öll helstu skipti dagsins hafi verið lán þá bættu Englandsmeistarar Man City nokkrum tugum milljónum punda við. Aston Villa Donyell Malen kom frá Borussia Dortmund fyrr í glugganum og um helgna var gengið frá lánsamningi við Marcus Rashford. Villa hefur einnig forkaupsrétt á framherjanum í sumar. Ofan á það þá gekk hinn 29 ára gamli Marco Asensio í raðir Villa á láni frá franska stórliðinu París Saint-Germain. Aston Villa is delighted to announce the loan signing of three-time Champions League winner Marco Asensio from Paris Saint-Germain. pic.twitter.com/D1fALCklqf— Aston Villa (@AVFCOfficial) February 3, 2025 Asensio gekk í raðir PSG eftir nærri áratug hjá Real Madríd þar sem hann spilaði sinn þátt í sigurgöngu liðsins í Meistaradeild Evrópu. Alls hefur hann orðið Evrópumeistari þrívegis og Spánarmeistari jafnoft. Manchester City Manchester City hafði verið duglegt til þessa í glugganum og sótt þrjá leikmenn. Miðverðirnir Vitor Reis og Abdukodir Khusanov voru mættir ásamt Omar Marmoush. Enn vantaði þó miðjumann til að fylla skarð Rodri sem er meiddur. Lengi vel leit ekki út fyrir að það myndi ganga en í þann mund sem glugginn var að lokast var tilkynnt að félagið hefð náð að koma kaupunum á spænska miðjumanninn Nico González í gegn. Sá spilar fyrir Porto í Portúgal og kostar um 50 milljónir punda eða svo. Welcome, Nico! 🩵 pic.twitter.com/dvHbM9XIXE— Manchester City (@ManCity) February 3, 2025 Tottenham Hotspur Hinn 19 ára gamli Mathys Tel gekk á endanum í raðir Tottenham Hotspur. Hann kemur á láni frá Bayern München. Mismunandi upplýsingar eru á kreiki um hversu mikið Tottenham borgar til að fá framherjann lánaðan en talið er að Manchester United hafi dregið til hlés því Bayern vildi fá í kringum fimm milljónir evra fyrir. David Ornstein hjá The Athletic greinir frá því að Tottenham geti keypt Tel á 55 milljónir evra í sumar. 🚨 Tottenham Hotspur reach total agreement to sign Mathys Tel from Bayern Munich. Deal for 19yo #FCBayern attacker loan until summer + #THFC option to buy at €55m on 6yr contract. Medical complete & France youth int’l poised to sign shortly @TheAthleticFC https://t.co/gixXKbvszW— David Ornstein (@David_Ornstein) February 3, 2025 Tenging við Ísland Rob Holding, nýjasti tengdasonur Íslands, hefur samið við Sheffield United sem leikur í ensku B-deildinni. Hann var á mála hjá Crystal Palace en fékk enga sénsa þar. Hann er nú mættur í Stálborgina og á að hjálpa Sheffield upp í deild þeirra bestu. Hann kemur á láni út leiktíðina. Hér að neðan má sjá Gluggavakt Vísis en henni er nú lokið.
Ensku úrvalsdeildarfélögin höfðu fyrir daginn í dag varið samtals tæplega 250 milljónum punda í leikmenn og þó flest öll helstu skipti dagsins hafi verið lán þá bættu Englandsmeistarar Man City nokkrum tugum milljónum punda við. Aston Villa Donyell Malen kom frá Borussia Dortmund fyrr í glugganum og um helgna var gengið frá lánsamningi við Marcus Rashford. Villa hefur einnig forkaupsrétt á framherjanum í sumar. Ofan á það þá gekk hinn 29 ára gamli Marco Asensio í raðir Villa á láni frá franska stórliðinu París Saint-Germain. Aston Villa is delighted to announce the loan signing of three-time Champions League winner Marco Asensio from Paris Saint-Germain. pic.twitter.com/D1fALCklqf— Aston Villa (@AVFCOfficial) February 3, 2025 Asensio gekk í raðir PSG eftir nærri áratug hjá Real Madríd þar sem hann spilaði sinn þátt í sigurgöngu liðsins í Meistaradeild Evrópu. Alls hefur hann orðið Evrópumeistari þrívegis og Spánarmeistari jafnoft. Manchester City Manchester City hafði verið duglegt til þessa í glugganum og sótt þrjá leikmenn. Miðverðirnir Vitor Reis og Abdukodir Khusanov voru mættir ásamt Omar Marmoush. Enn vantaði þó miðjumann til að fylla skarð Rodri sem er meiddur. Lengi vel leit ekki út fyrir að það myndi ganga en í þann mund sem glugginn var að lokast var tilkynnt að félagið hefð náð að koma kaupunum á spænska miðjumanninn Nico González í gegn. Sá spilar fyrir Porto í Portúgal og kostar um 50 milljónir punda eða svo. Welcome, Nico! 🩵 pic.twitter.com/dvHbM9XIXE— Manchester City (@ManCity) February 3, 2025 Tottenham Hotspur Hinn 19 ára gamli Mathys Tel gekk á endanum í raðir Tottenham Hotspur. Hann kemur á láni frá Bayern München. Mismunandi upplýsingar eru á kreiki um hversu mikið Tottenham borgar til að fá framherjann lánaðan en talið er að Manchester United hafi dregið til hlés því Bayern vildi fá í kringum fimm milljónir evra fyrir. David Ornstein hjá The Athletic greinir frá því að Tottenham geti keypt Tel á 55 milljónir evra í sumar. 🚨 Tottenham Hotspur reach total agreement to sign Mathys Tel from Bayern Munich. Deal for 19yo #FCBayern attacker loan until summer + #THFC option to buy at €55m on 6yr contract. Medical complete & France youth int’l poised to sign shortly @TheAthleticFC https://t.co/gixXKbvszW— David Ornstein (@David_Ornstein) February 3, 2025 Tenging við Ísland Rob Holding, nýjasti tengdasonur Íslands, hefur samið við Sheffield United sem leikur í ensku B-deildinni. Hann var á mála hjá Crystal Palace en fékk enga sénsa þar. Hann er nú mættur í Stálborgina og á að hjálpa Sheffield upp í deild þeirra bestu. Hann kemur á láni út leiktíðina. Hér að neðan má sjá Gluggavakt Vísis en henni er nú lokið.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? FC Kaupmannahöfn, topplið efstu deildar danska fótboltans, virðist loks hafa fundið lausnina á markmannsvandræðum sínum. Diant Ramaj er kominn á láni frá Borussia Dortmund, Theo Sander er farinn á láni til Hvidovre og þá virðist sem Rúnar Alex Rúnarsson verði áfram sem þriðji markvörður liðsins. 3. febrúar 2025 21:15 Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Sænska efstu deildarliðið Norrköping neitaði tilboði enska C-deildarliðsins Burton Albion í Arnór Ingva Traustason, miðjumann liðsins. Jón Daði Böðvarsson er að gera gott mót hjá Burton sem er að hluta til í eigu Íslendinga. 3. febrúar 2025 20:31 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? FC Kaupmannahöfn, topplið efstu deildar danska fótboltans, virðist loks hafa fundið lausnina á markmannsvandræðum sínum. Diant Ramaj er kominn á láni frá Borussia Dortmund, Theo Sander er farinn á láni til Hvidovre og þá virðist sem Rúnar Alex Rúnarsson verði áfram sem þriðji markvörður liðsins. 3. febrúar 2025 21:15
Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Sænska efstu deildarliðið Norrköping neitaði tilboði enska C-deildarliðsins Burton Albion í Arnór Ingva Traustason, miðjumann liðsins. Jón Daði Böðvarsson er að gera gott mót hjá Burton sem er að hluta til í eigu Íslendinga. 3. febrúar 2025 20:31