Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Valur Páll Eiríksson skrifar 3. febrúar 2025 10:01 Alf Inge Haaland var ekki skemmt eftir 5-1 tap sonar hans og félaga í Manchester City. James Gill - Danehouse/Getty Images Alf-Inge Haaland, fyrrum leikmaður Manchester City og faðir Erlings, framherja liðsins, var ekki parsáttur eftir tap liðsins fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal vann öruggan 5-1 sigur á City á Emirates-vellinum í Lundúnum í gær. Haaland yngri jafnaði leikinn fyrir City í síðari hálfleik áður en Arsenal skoraði fjögur mörk. Töluverð áfergja einkenndi leikinn og skot á milli manna. Enda andað köldu milli liðanna síðustu misseri. Upp úr sauð þegar liðin áttust við fyrr á leiktíðinni en þá jafnaði Manchester City seint í uppbótartíma. Í kjölfarið kom til orðaskaks og handalögmála milli leikmanna liðanna og frægt að Erling Haaland sagði Mikel Arteta, þjálfara Arsenal, að halda sig á mottunni og sýna auðmýkt (e. be humble). Arsenal svaraði í gær en lag Kendricks Lamar, Humble, hljómaði í hljóðkerfinu eftir lokaflautið, sem var augljóslega vísun í móðgun Haalands nokkrum mánuðum fyrr. Leikmenn Arsenal fögnuðu vel í leikslok en þau fagnaðarlæti fóru eitthvað illa í Haaland eldri. Hann birti mynd af fögnuði Arsenal á samfélagsmiðlinum X eftir leik í gær og skrifaði við, hæðnislega: „Þetta lið sem vinnur allt. Ehhhh, not.“ «This Team» that wins everything. Ehhhhh, not. 🩵 https://t.co/B81Ais3J6a— Alfie Haaland (@alfiehaaland) February 2, 2025 Haaland sendir þar með keimlík skilaboð og sonur hans gerði fyrir nokkrum mánuðum síðan og bendir á að Arsenal hafi, þrátt fyrir góðan árangur síðustu misseri, ekki unnið neitt af viti. Arsenal hefur unnið FA-bikarinn einu sinni, árið 2020, og Samfélagsskjöldinn 2020 og 2023 í tæplega sex ára stjóratíð Mikels Arteta. Á sama tíma hefur Manchester City unnið fjóra Englandsmeistaratitla í röð, auk þess að vinna enska bikarinn, Samfélagsskjöldinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða á árunum sex. Manchester City hefur hins vegar verið í sögulegri lægð á yfirstandandi tímabili. Liðið er með 41 stig í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapað sjö leikjum af 24. City komst þá naumlega áfram í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Club Brugge í lokaumferð deildarkeppninnar. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Arsenal vann öruggan 5-1 sigur á City á Emirates-vellinum í Lundúnum í gær. Haaland yngri jafnaði leikinn fyrir City í síðari hálfleik áður en Arsenal skoraði fjögur mörk. Töluverð áfergja einkenndi leikinn og skot á milli manna. Enda andað köldu milli liðanna síðustu misseri. Upp úr sauð þegar liðin áttust við fyrr á leiktíðinni en þá jafnaði Manchester City seint í uppbótartíma. Í kjölfarið kom til orðaskaks og handalögmála milli leikmanna liðanna og frægt að Erling Haaland sagði Mikel Arteta, þjálfara Arsenal, að halda sig á mottunni og sýna auðmýkt (e. be humble). Arsenal svaraði í gær en lag Kendricks Lamar, Humble, hljómaði í hljóðkerfinu eftir lokaflautið, sem var augljóslega vísun í móðgun Haalands nokkrum mánuðum fyrr. Leikmenn Arsenal fögnuðu vel í leikslok en þau fagnaðarlæti fóru eitthvað illa í Haaland eldri. Hann birti mynd af fögnuði Arsenal á samfélagsmiðlinum X eftir leik í gær og skrifaði við, hæðnislega: „Þetta lið sem vinnur allt. Ehhhh, not.“ «This Team» that wins everything. Ehhhhh, not. 🩵 https://t.co/B81Ais3J6a— Alfie Haaland (@alfiehaaland) February 2, 2025 Haaland sendir þar með keimlík skilaboð og sonur hans gerði fyrir nokkrum mánuðum síðan og bendir á að Arsenal hafi, þrátt fyrir góðan árangur síðustu misseri, ekki unnið neitt af viti. Arsenal hefur unnið FA-bikarinn einu sinni, árið 2020, og Samfélagsskjöldinn 2020 og 2023 í tæplega sex ára stjóratíð Mikels Arteta. Á sama tíma hefur Manchester City unnið fjóra Englandsmeistaratitla í röð, auk þess að vinna enska bikarinn, Samfélagsskjöldinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða á árunum sex. Manchester City hefur hins vegar verið í sögulegri lægð á yfirstandandi tímabili. Liðið er með 41 stig í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapað sjö leikjum af 24. City komst þá naumlega áfram í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Club Brugge í lokaumferð deildarkeppninnar.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira