Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar 31. janúar 2025 11:00 Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðizt við ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur til sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstrinum. Meðal annars var kallað eftir tillögum um verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma. Ein slík er tillaga FA um breytta verðstefnu ríkisins varðandi innkaup á lyfjum. FA hefur árum saman - án árangurs - bent heilbrigðisráðuneytinu og undirstofnunum þess á að verðstefna ríkisins í lyfjamálum sé farin að vinna gegn upphaflegu markmiði sínu, að spara heilbrigðiskerfinu fé. Í gildi eru þær reglur og viðmið að hámarksheildsöluverð á sjúkrahúslyfjum miðast við lægsta verð í hinum norrænu ríkjunum en verð á öðrum lyfjum hefur miðazt við meðalverð á Norðurlöndum, nema á veltuminnstu lyfjunum. Ríkið ákveður með öðrum orðum hámarksheildsöluverðið, án tillits til aðstæðna á markaðnum. Skráðum lyfjum fækkar Þessi stefna hefur þýtt að skráðum lyfjum á Íslandi hefur fækkað. Kostnaður við að skrá lyf á okkar litla markaði er sá sami og við skráningu á margfalt stærri mörkuðum, dreifing er dýrari m.a. vegna mikils fjölda apóteka miðað við höfðatölu, kostnaður vegna ýmiss konar öryggisatriða er að stórum hluta fastur sama hvort um stóran eða lítinn markað er að ræða og loks bætist við kostnaður vegna krafna um að fylgiseðlar með lyfjum séu á íslenzku í þágu öryggis sjúklinga, sem getur þýtt að endurmerkja þarf allar umbúðir á íslenzku. Dæmi eru um að þessi kostnaður sé hærri en innkaupsverðið á lyfinu sjálfu. Lægsta verðið á margfalt stærri mörkuðum stendur augljóslega ekki undir öllum þessum kostnaði. Þetta þýðir að lyfjaframleiðendur hafa afskráð lyf af íslenzka markaðnum og skrá ekki og/eða markaðssetja ný lyf hérlendis. Nokkur Evrópuríki hafa sett skráð lyfjaverð hér á landi inn í sínar „viðmiðunarkörfur“ og lyfjaverð hér skapar því verðþrýsting í þessum ríkjum. Það dregur enn frekar úr hvata lyfjaframleiðenda til að skrá lyf hér á landi, því að verðið hér á landi getur leitt til lækkunar á verði á öðrum og mun stærri mörkuðum. Skráð lyf og markaðssett hér á landi eru aðeins lítill hluti þess sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Betri og ódýrari lyf komast ekki í notkun á Íslandi Þetta þýðir tvennt. Annars vegar eru mörg ný lyf, með bætta virkni gegn ýmsum sjúkdómum, ekki í boði á Íslandi. Fólk sem þarf á lyfjameðferð að halda líður fyrir það. Fólk sem gæti komizt í virkni og vinnu ef það fengi réttu lyfin gerir það ekki, sem skapar kostnað annars staðar í heilbrigðiskerfinu og þýðir að ríkið verður af skatttekjum. Hins vegar þýðir þetta að ýmis ný lyf, til dæmis samheitalyf, sem eru hagkvæmari í notkun en eldri lyf, verða heldur ekki skráð á Íslandi. Þótt þau séu miklu ódýrari í notkun en eldri lyfin þýðir stefnan um lægsta verð eða meðalverð á Norðurlöndum að þau fást ekki skráð á Íslandi. Niðurstaðan er stundum sú að eldri lyf, sem eru bæði dýrari í notkun og með lélegri virkni, eru áfram í notkun í stað nýrra lyfja. Ef ríkisstjórnin sér ekki strax að núverandi kerfi er farið að vinna gegn markmiðum sínum, er ráð að gerð verði heilsuhagfræðileg úttekt á kostnaðarlegum og lýðheilsulegum afleiðingum hinnar mjög svo óskynsamlegu verðstefnu í lyfjamálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Lyf Rekstur hins opinbera Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðizt við ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur til sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstrinum. Meðal annars var kallað eftir tillögum um verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma. Ein slík er tillaga FA um breytta verðstefnu ríkisins varðandi innkaup á lyfjum. FA hefur árum saman - án árangurs - bent heilbrigðisráðuneytinu og undirstofnunum þess á að verðstefna ríkisins í lyfjamálum sé farin að vinna gegn upphaflegu markmiði sínu, að spara heilbrigðiskerfinu fé. Í gildi eru þær reglur og viðmið að hámarksheildsöluverð á sjúkrahúslyfjum miðast við lægsta verð í hinum norrænu ríkjunum en verð á öðrum lyfjum hefur miðazt við meðalverð á Norðurlöndum, nema á veltuminnstu lyfjunum. Ríkið ákveður með öðrum orðum hámarksheildsöluverðið, án tillits til aðstæðna á markaðnum. Skráðum lyfjum fækkar Þessi stefna hefur þýtt að skráðum lyfjum á Íslandi hefur fækkað. Kostnaður við að skrá lyf á okkar litla markaði er sá sami og við skráningu á margfalt stærri mörkuðum, dreifing er dýrari m.a. vegna mikils fjölda apóteka miðað við höfðatölu, kostnaður vegna ýmiss konar öryggisatriða er að stórum hluta fastur sama hvort um stóran eða lítinn markað er að ræða og loks bætist við kostnaður vegna krafna um að fylgiseðlar með lyfjum séu á íslenzku í þágu öryggis sjúklinga, sem getur þýtt að endurmerkja þarf allar umbúðir á íslenzku. Dæmi eru um að þessi kostnaður sé hærri en innkaupsverðið á lyfinu sjálfu. Lægsta verðið á margfalt stærri mörkuðum stendur augljóslega ekki undir öllum þessum kostnaði. Þetta þýðir að lyfjaframleiðendur hafa afskráð lyf af íslenzka markaðnum og skrá ekki og/eða markaðssetja ný lyf hérlendis. Nokkur Evrópuríki hafa sett skráð lyfjaverð hér á landi inn í sínar „viðmiðunarkörfur“ og lyfjaverð hér skapar því verðþrýsting í þessum ríkjum. Það dregur enn frekar úr hvata lyfjaframleiðenda til að skrá lyf hér á landi, því að verðið hér á landi getur leitt til lækkunar á verði á öðrum og mun stærri mörkuðum. Skráð lyf og markaðssett hér á landi eru aðeins lítill hluti þess sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Betri og ódýrari lyf komast ekki í notkun á Íslandi Þetta þýðir tvennt. Annars vegar eru mörg ný lyf, með bætta virkni gegn ýmsum sjúkdómum, ekki í boði á Íslandi. Fólk sem þarf á lyfjameðferð að halda líður fyrir það. Fólk sem gæti komizt í virkni og vinnu ef það fengi réttu lyfin gerir það ekki, sem skapar kostnað annars staðar í heilbrigðiskerfinu og þýðir að ríkið verður af skatttekjum. Hins vegar þýðir þetta að ýmis ný lyf, til dæmis samheitalyf, sem eru hagkvæmari í notkun en eldri lyf, verða heldur ekki skráð á Íslandi. Þótt þau séu miklu ódýrari í notkun en eldri lyfin þýðir stefnan um lægsta verð eða meðalverð á Norðurlöndum að þau fást ekki skráð á Íslandi. Niðurstaðan er stundum sú að eldri lyf, sem eru bæði dýrari í notkun og með lélegri virkni, eru áfram í notkun í stað nýrra lyfja. Ef ríkisstjórnin sér ekki strax að núverandi kerfi er farið að vinna gegn markmiðum sínum, er ráð að gerð verði heilsuhagfræðileg úttekt á kostnaðarlegum og lýðheilsulegum afleiðingum hinnar mjög svo óskynsamlegu verðstefnu í lyfjamálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar