Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar 31. janúar 2025 08:00 Ljóst er orðið að tveir vinstri flokkar ásamt félagasamtökum mynda vinstristjórn þá sem tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þótt þing hafi ekki enn komið saman hefur margt drifið á daga ríkisstjórnarinnar. Öll ófrávíkjanlegu kosningaloforð félagasamtakanna, sem nærtækast er að líkja við Lionsklúbbinn Kidda, hafa til dæmis reynst sérlega frávíkjanleg. Fyrir ráðherrastólana þrjá fengu samtökin 48 strandveiðidaga að launum. Hvernig tryggja á að strandveiðiflotinn, sem klárar venjulega 48 daga kvóta á rúmlega þrjátíu dögum, fái að veiða fulla 48 daga er enn á huldu. Kætir þessi málamiðlun vart fjármála- og efnahagsráðherra sem, í rannsóknum sínum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu einfaldlega efnahagsleg sóun. Þá hafa félagasamtökin í gegnum tíðina lýst yfir algjörri andstöðu við aðild Íslands að ESB. Þrátt fyrir það þræddi samráðherra þeirra í nýju ríkisstjórninni ganga sambandsins endilanga í leit að svörum um það hvort aðildarumsókn Íslands sé enn „virk“. Lengi lifir í gömlum ESB-glæðum, það er alveg ljóst. Kannski að félagasamtökin komi til með að kyngja ESB aðild, rétt eins og Bókun 35, Borgarlínu, brúnni yfir Fossvog og sölunni á Íslandsbanka, svo fátt eitt sé nefnt. Stærsta kosningamál samtakanna; lágmarks örorku- og ellilífeyrisbætur upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga, var þegar öllu er á botninn hvolft, loforð án innistæðu. Greinilegt er að aldrei átti að standa við gefin fyrirheit fyrst formaðurinn segir nú að forsenda fyrir efndum sé yfir 50% fylgi í kosningum. Þegar formaður félagasamtakanna er innt eftir svörum um meint svik við kjósendur er þess utan svarað með útúrsnúningum og skætingi við spyrjendur. Það stendur heldur ekki á svörum hjá formanninum orðvara þegar sjónum er beint að þeim kvart milljarð sem samtökin hafa fengið frá skattgreiðendum, án þess að uppfylla skilyrði laga. Er svar formannsins á þá leið að um samantekin ráð og samsæri Sjálfstæðisflokksins og auðvaldsins í landinu sé að ræða. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn þegja þunnu hljóði og tala um misbrest í framkvæmd. Reynt er að drepa málinu á dreif og Sjálfstæðisflokknum blandað í málið. Rétt er að benda áhugasömum á að Sjálfstæðisflokkurinn kláraði allar sínar skráningar árið 2022, árið sem lögin tóku gildi. Nú er árið 2025. En þar með var ekki öll sagan sögð. Einhverjum kann þó að þykja nóg um, svona á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. Skópar týndist nýlega í menntaskóla hér í borg og þótti formanni félagasamtakanna upplagt að hringja í skólameistarann, lesa honum pistilinn og vísa í sambönd sín hjá lögreglunni. Svo virðist sem að gleymst hafi að senda umræddum formanni minnisblað um að hún væri orðin félags – og húsnæðismálaráðherra og að svona hagi maður sér ekki, hvort sem þú ert ráðherra, með sambönd í lögreglunni, eða ekki. Það er ljóst að af nógu verður að taka fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar að þing kemur loksins saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Jens Garðar Helgason Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ljóst er orðið að tveir vinstri flokkar ásamt félagasamtökum mynda vinstristjórn þá sem tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þótt þing hafi ekki enn komið saman hefur margt drifið á daga ríkisstjórnarinnar. Öll ófrávíkjanlegu kosningaloforð félagasamtakanna, sem nærtækast er að líkja við Lionsklúbbinn Kidda, hafa til dæmis reynst sérlega frávíkjanleg. Fyrir ráðherrastólana þrjá fengu samtökin 48 strandveiðidaga að launum. Hvernig tryggja á að strandveiðiflotinn, sem klárar venjulega 48 daga kvóta á rúmlega þrjátíu dögum, fái að veiða fulla 48 daga er enn á huldu. Kætir þessi málamiðlun vart fjármála- og efnahagsráðherra sem, í rannsóknum sínum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu einfaldlega efnahagsleg sóun. Þá hafa félagasamtökin í gegnum tíðina lýst yfir algjörri andstöðu við aðild Íslands að ESB. Þrátt fyrir það þræddi samráðherra þeirra í nýju ríkisstjórninni ganga sambandsins endilanga í leit að svörum um það hvort aðildarumsókn Íslands sé enn „virk“. Lengi lifir í gömlum ESB-glæðum, það er alveg ljóst. Kannski að félagasamtökin komi til með að kyngja ESB aðild, rétt eins og Bókun 35, Borgarlínu, brúnni yfir Fossvog og sölunni á Íslandsbanka, svo fátt eitt sé nefnt. Stærsta kosningamál samtakanna; lágmarks örorku- og ellilífeyrisbætur upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga, var þegar öllu er á botninn hvolft, loforð án innistæðu. Greinilegt er að aldrei átti að standa við gefin fyrirheit fyrst formaðurinn segir nú að forsenda fyrir efndum sé yfir 50% fylgi í kosningum. Þegar formaður félagasamtakanna er innt eftir svörum um meint svik við kjósendur er þess utan svarað með útúrsnúningum og skætingi við spyrjendur. Það stendur heldur ekki á svörum hjá formanninum orðvara þegar sjónum er beint að þeim kvart milljarð sem samtökin hafa fengið frá skattgreiðendum, án þess að uppfylla skilyrði laga. Er svar formannsins á þá leið að um samantekin ráð og samsæri Sjálfstæðisflokksins og auðvaldsins í landinu sé að ræða. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn þegja þunnu hljóði og tala um misbrest í framkvæmd. Reynt er að drepa málinu á dreif og Sjálfstæðisflokknum blandað í málið. Rétt er að benda áhugasömum á að Sjálfstæðisflokkurinn kláraði allar sínar skráningar árið 2022, árið sem lögin tóku gildi. Nú er árið 2025. En þar með var ekki öll sagan sögð. Einhverjum kann þó að þykja nóg um, svona á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. Skópar týndist nýlega í menntaskóla hér í borg og þótti formanni félagasamtakanna upplagt að hringja í skólameistarann, lesa honum pistilinn og vísa í sambönd sín hjá lögreglunni. Svo virðist sem að gleymst hafi að senda umræddum formanni minnisblað um að hún væri orðin félags – og húsnæðismálaráðherra og að svona hagi maður sér ekki, hvort sem þú ert ráðherra, með sambönd í lögreglunni, eða ekki. Það er ljóst að af nógu verður að taka fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar að þing kemur loksins saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun