40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 19:01 Lengstur er biðlistinn eftir leiguhúsnæði hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Allt að fjörutíu prósent ódýrara er að leigja íbúðarhúsnæði af óhagnaðardrifnum leigufélögum en á almennum leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir fjölgun íbúða hafa biðlistar eftir óhagnaðardrifnu leiguhúnsæði lengst um fjórðung á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í fyrra stofnframlögum fyrir rúmlega sex milljarða til byggingar á 502 nýjum leiguíbúðum fyrir tekju- og eignaminni heimili. Frá 2016 hefur ríkið úthlutað framlögum til byggingar rúmlega fjögur þúsund íbúða og þar af hafa um 2.700 verið teknar í notkun. „Við sjáum það að leiguverðið hjá þessum óhagnaðardrifnu félögum er að jafnaði 35-40 prósent lægra en hjá öðrum leigusölum og hefur alla veganna undanfarin tvö ár ekki hækkað í samræmi við annað verðlag,“ segir Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS. Elmar Erlendsson er framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS.Vísir/Einar Þannig hefur markaðsleiga hækkað um 26 prósent á síðustu tveimur árum samkvæmt greiningu HMS, á meðan leiguverð hjá óhagnaðardrifnum félögum hefur aðeins hækkað um átta prósent. Það er minni hækkun en sem nemur tólf prósenta hækkun almenns verðlags á sama tímabili. Þetta sýnir að sögn Elmars að óhagnaðardrifin leigufélög hafi haldið aftur af hækkunum. „Þau er að draga alla veganna aftur úr hækkunum á leiguverði, við erum klárlega að greina það í okkar mælingum.“ Fjölgar á biðlistum Mælingar sýna einnig að biðlistar eftir íbúðum hjá óhagnaðardrifnum félögum hafa lengst umtalsvert milli ára eða um 24 prósent. Fjölgunin milli ára nemur ríflega 1370 sem eru á biðlistum eftir óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði um land allt, mest á höfuðborgarsvæðinu. „Það er búin að vera gífurleg fólksfjölgun í landinu undanfarin ár. Á sama tíma er búið að vera hátt vaxtastig, erfitt að fjármagna þessi verkefni, einhverjir benda líka á lóðaskort. Þannig að fjármagnið til úthlutunar stofnframlaga hefur verið til en það vantar bara að koma fleiri verkefnum af stað til þess að ná að tæma þessa biðlista,“ segir Elmar. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð. Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í fyrra stofnframlögum fyrir rúmlega sex milljarða til byggingar á 502 nýjum leiguíbúðum fyrir tekju- og eignaminni heimili. Frá 2016 hefur ríkið úthlutað framlögum til byggingar rúmlega fjögur þúsund íbúða og þar af hafa um 2.700 verið teknar í notkun. „Við sjáum það að leiguverðið hjá þessum óhagnaðardrifnu félögum er að jafnaði 35-40 prósent lægra en hjá öðrum leigusölum og hefur alla veganna undanfarin tvö ár ekki hækkað í samræmi við annað verðlag,“ segir Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS. Elmar Erlendsson er framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS.Vísir/Einar Þannig hefur markaðsleiga hækkað um 26 prósent á síðustu tveimur árum samkvæmt greiningu HMS, á meðan leiguverð hjá óhagnaðardrifnum félögum hefur aðeins hækkað um átta prósent. Það er minni hækkun en sem nemur tólf prósenta hækkun almenns verðlags á sama tímabili. Þetta sýnir að sögn Elmars að óhagnaðardrifin leigufélög hafi haldið aftur af hækkunum. „Þau er að draga alla veganna aftur úr hækkunum á leiguverði, við erum klárlega að greina það í okkar mælingum.“ Fjölgar á biðlistum Mælingar sýna einnig að biðlistar eftir íbúðum hjá óhagnaðardrifnum félögum hafa lengst umtalsvert milli ára eða um 24 prósent. Fjölgunin milli ára nemur ríflega 1370 sem eru á biðlistum eftir óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði um land allt, mest á höfuðborgarsvæðinu. „Það er búin að vera gífurleg fólksfjölgun í landinu undanfarin ár. Á sama tíma er búið að vera hátt vaxtastig, erfitt að fjármagna þessi verkefni, einhverjir benda líka á lóðaskort. Þannig að fjármagnið til úthlutunar stofnframlaga hefur verið til en það vantar bara að koma fleiri verkefnum af stað til þess að ná að tæma þessa biðlista,“ segir Elmar. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira