Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2025 10:33 Daníel Már Magnússon skósmiður við störf á Skóvinnustofunni. Vísir/Stefán Jón Eini skósmiður miðborgar Reykjavíkur pakkar nú saman og skellir verkstæði sínu í lás fyrir fullt og allt. Hann segir þetta ljúfsár tímamót eftir erfiðan rekstur síðustu misseri. Hann hvetur neytendur til að gefa því betur gaum úr hverju skórnir, sem þeir kaupa jafnvel dýrum dómum, eru gerðir. Við heimsóttum Daníel Má Magnússon skósmið á Skóvinnustofuna á Grettisgötu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Daníel hefur rekið verkstæðið frá árinu 2018, þegar hann tók við rekstrinum af Þráni Jóhannssyni, Þráni skóara, sem þá hafði rekið skóverkstæði undir eigin nafni um árabil. Horfa má á heimsókn Íslands í dag á Grettisgötuna í spilaranum hér fyrir neðan, þar sem Daníel fer yfir ferilinn, reksturinn og eftirminnilegustu viðgerðina, sem var örlítið vandræðalegri en gengur og gerist. Daníel segir nú skilið við skósmíðar og kepptist við að klára síðustu verkefnin þegar við litum við. Hann kveðst munu sakna þess að vinna við fagið en annars sé það ákveðinn léttir að hætta og verða launamaður hjá stóru fyrirtæki, Össuri. „Það hafa komið erfiðir mánuðir en í raun og væru gæti stofan gengið mjög vel... ef það væri enginn starfsmaður,“ segir Daníel kíminn. „En maður hefur alveg verið að sleppa að borga sér laun suma mánuði, þetta hefur verið strembið.“ Þá beinir hann því til neytenda að sætta sig ekki við hvað sem er í skómálum. „Mér finnst mjög erfitt fyrir kúnnann í rauninni að vita hvað hann er að kaupa. Þeir eru orðnir mjög góðir að láta plast líta út fyrir að vera leður, og það kemur ekki í ljós fyrr en eftir tvo, þrjá mánuði. Þannig að ég mæli með að fólk kíki á lítinn límmiða á sólanum á skónum, gylltur og svartur, sem segir þér nákvæmlega hvaða efni er í skónum þínum. [...] Fólk er að kaupa plastskó á 25 þúsund kall. Það er rán!“ Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira
Við heimsóttum Daníel Má Magnússon skósmið á Skóvinnustofuna á Grettisgötu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Daníel hefur rekið verkstæðið frá árinu 2018, þegar hann tók við rekstrinum af Þráni Jóhannssyni, Þráni skóara, sem þá hafði rekið skóverkstæði undir eigin nafni um árabil. Horfa má á heimsókn Íslands í dag á Grettisgötuna í spilaranum hér fyrir neðan, þar sem Daníel fer yfir ferilinn, reksturinn og eftirminnilegustu viðgerðina, sem var örlítið vandræðalegri en gengur og gerist. Daníel segir nú skilið við skósmíðar og kepptist við að klára síðustu verkefnin þegar við litum við. Hann kveðst munu sakna þess að vinna við fagið en annars sé það ákveðinn léttir að hætta og verða launamaður hjá stóru fyrirtæki, Össuri. „Það hafa komið erfiðir mánuðir en í raun og væru gæti stofan gengið mjög vel... ef það væri enginn starfsmaður,“ segir Daníel kíminn. „En maður hefur alveg verið að sleppa að borga sér laun suma mánuði, þetta hefur verið strembið.“ Þá beinir hann því til neytenda að sætta sig ekki við hvað sem er í skómálum. „Mér finnst mjög erfitt fyrir kúnnann í rauninni að vita hvað hann er að kaupa. Þeir eru orðnir mjög góðir að láta plast líta út fyrir að vera leður, og það kemur ekki í ljós fyrr en eftir tvo, þrjá mánuði. Þannig að ég mæli með að fólk kíki á lítinn límmiða á sólanum á skónum, gylltur og svartur, sem segir þér nákvæmlega hvaða efni er í skónum þínum. [...] Fólk er að kaupa plastskó á 25 þúsund kall. Það er rán!“
Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira