„Við getum bara verið fúlir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 11:32 Janus Daði Smárason og félagar náðu sóknarleiknum ekki á flug á mótinu og þar þarf að taka til. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í handbolta hafnaði í níunda sæti á heimsmeistaramótinu. Átta stig í milliriðli dugðu liðinu ekki til þess að komast í átta liða úrslitin. Fyrrverandi landsliðsmaður segir liðið þó vera á réttri leið. „Það er klárt mál að liðið ætlaði sér meira, miðað við hvernig þetta var að spilast og hvernig spilamennskan var. Þá held ég að við getum bara verið fúlir að vera ekki ofar,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Átta stig í milliriðli hefðu undir eðlilegum kringumstæðum átt að duga liðinu inn í átta liða úrslitin. „Við sjáum það bara á Ungverjum sem ná bara sjö stigum en fara áfram. Þetta er bara blanda af því hvernig þetta spilaðist. Þetta var mjög erfiður leikur á móti Króatíu sem voru búnir að tapa fyrir Egyptunum sem var eftiráaðhyggja ekki sérstaklega gott fyrir okkur,“ sagði Ásgeir. „Svona er þetta bara. Það er nóg að tapa bara einum leik og þá ertu farinn heim,“ sagði Ásgeir. Fannst honum þetta mót gefa til kynna að íslenska landsliðið gæti tekið næsta skref og að framtíðin sé björt? „Já mér fannst það. Ekki nokkur spurning um það. Mér fannst þetta vera nokkrir af flottustu landsleikjum síðustu ára sem við spiluðum á móti Slóvenum og Egyptum ,“ sagði Ásgeir. „Varnarleikurinn var eitthvað sem við höfum ekki séð í mörg, mörg ár. Við erum með Viktor Gísla [Hallgrímsson] í oddinum á því en síðan er frábær varnarleikur fyrir framan hann,“ sagði Ásgeir. „Það er klárlega eitthvað til að byggja ofan á. Verkefnið fram undan er að finna út hvernig við ætlum að skora fleiri mörk til að koma sóknarleiknum af stað,“ sagði Ásgeir en það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Það er klárt mál að liðið ætlaði sér meira, miðað við hvernig þetta var að spilast og hvernig spilamennskan var. Þá held ég að við getum bara verið fúlir að vera ekki ofar,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Átta stig í milliriðli hefðu undir eðlilegum kringumstæðum átt að duga liðinu inn í átta liða úrslitin. „Við sjáum það bara á Ungverjum sem ná bara sjö stigum en fara áfram. Þetta er bara blanda af því hvernig þetta spilaðist. Þetta var mjög erfiður leikur á móti Króatíu sem voru búnir að tapa fyrir Egyptunum sem var eftiráaðhyggja ekki sérstaklega gott fyrir okkur,“ sagði Ásgeir. „Svona er þetta bara. Það er nóg að tapa bara einum leik og þá ertu farinn heim,“ sagði Ásgeir. Fannst honum þetta mót gefa til kynna að íslenska landsliðið gæti tekið næsta skref og að framtíðin sé björt? „Já mér fannst það. Ekki nokkur spurning um það. Mér fannst þetta vera nokkrir af flottustu landsleikjum síðustu ára sem við spiluðum á móti Slóvenum og Egyptum ,“ sagði Ásgeir. „Varnarleikurinn var eitthvað sem við höfum ekki séð í mörg, mörg ár. Við erum með Viktor Gísla [Hallgrímsson] í oddinum á því en síðan er frábær varnarleikur fyrir framan hann,“ sagði Ásgeir. „Það er klárlega eitthvað til að byggja ofan á. Verkefnið fram undan er að finna út hvernig við ætlum að skora fleiri mörk til að koma sóknarleiknum af stað,“ sagði Ásgeir en það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira