Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Lovísa Arnardóttir skrifar 28. janúar 2025 08:41 Það snjóaði mikið í gærkvöldi og í nótt. Aðsend Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu Reykjavíkur segir snjómokstur hafa gengið vel í nótt og í morgun. Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt og hefur verið kallaður út aukamannskapur til að ryðja snjónum burt. „Það snjóaði heldur meira en spár gerðu ráð fyrir. Mokstur í húsagötum hófst á sunnudag en það þarf örugglega að fara aftur yfir þær götur vegna þess sem hefur komið úr þessari úrkomu. Ég gæti trúað að það sé tregfært núna. Það safnast í gatnamót og getur verið áskorun á stöku stað,“ segir Eiður. Hann segir göngustígana geta verið áskorun sömuleiðis þegar það komi svona mikil úrkoma á svona stuttum tíma. Það þurfi að byrja á vegunum og þá nái þeir ekki alveg að halda plani. Hann telur að miðað við plan sé um tveggja tíma seinkun. „Það er ekkert stórvægilegt.“ Snjómokstur síðan klukkan sirka fjögur í nótt í Reykjavík.Borgarvefsjá Í borgarvefsjá er hægt að fylgjast með snjómokstri. Þar smá sjá að ekki hefur mokað í til dæmis í hverfi 108 morgun eða nótt. Eiður segir að þær götur sem eru eftir verði kláraðar og svo verði farið aftur í þær húsagötur sem var mokað í á sunnudag. Hlýindi í lok vikunnar Hann segir að við lok vikunnar sé útlit fyrir hlýindi. „Þá er ég að vona að það taki upp, sérstaklega í þeim götum sem eru í þjónustu sem er eitthvað búið að vera að moka, það ætti að verða svart en hrúgur og ruðningar standa eitthvað lengur, miðað við hvernig spáin er.“ Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Veðurfræðingur Veðurstofu sagði í samtali við fréttastofu í gær að magnið væri þó ekki óeðlilegt miðað við árstíma. Veður Færð á vegum Reykjavík Snjómokstur Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira
„Það snjóaði heldur meira en spár gerðu ráð fyrir. Mokstur í húsagötum hófst á sunnudag en það þarf örugglega að fara aftur yfir þær götur vegna þess sem hefur komið úr þessari úrkomu. Ég gæti trúað að það sé tregfært núna. Það safnast í gatnamót og getur verið áskorun á stöku stað,“ segir Eiður. Hann segir göngustígana geta verið áskorun sömuleiðis þegar það komi svona mikil úrkoma á svona stuttum tíma. Það þurfi að byrja á vegunum og þá nái þeir ekki alveg að halda plani. Hann telur að miðað við plan sé um tveggja tíma seinkun. „Það er ekkert stórvægilegt.“ Snjómokstur síðan klukkan sirka fjögur í nótt í Reykjavík.Borgarvefsjá Í borgarvefsjá er hægt að fylgjast með snjómokstri. Þar smá sjá að ekki hefur mokað í til dæmis í hverfi 108 morgun eða nótt. Eiður segir að þær götur sem eru eftir verði kláraðar og svo verði farið aftur í þær húsagötur sem var mokað í á sunnudag. Hlýindi í lok vikunnar Hann segir að við lok vikunnar sé útlit fyrir hlýindi. „Þá er ég að vona að það taki upp, sérstaklega í þeim götum sem eru í þjónustu sem er eitthvað búið að vera að moka, það ætti að verða svart en hrúgur og ruðningar standa eitthvað lengur, miðað við hvernig spáin er.“ Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Veðurfræðingur Veðurstofu sagði í samtali við fréttastofu í gær að magnið væri þó ekki óeðlilegt miðað við árstíma.
Veður Færð á vegum Reykjavík Snjómokstur Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira