Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2025 13:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins - og mögulega verðandi formaður. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun tilkynna um framboð sitt til formanns flokksins í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem þekkir sögu flokksins vel, segir að ýmislegt megi lesa í samsetningu hópsins sem verður viðstaddur. Óljóst er með mótframboð en hann bendir á að allt geti gerst fram á síðustu stundu. Fundur Áslaugar Örnu hefst klukkan eitt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og verður í beinu streymi á Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miklu púðri verið eytt í skipulagningu og reiknað er með fjölmenni á fundinum. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er afar vel að sér í sögu flokksins. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hverjir verða viðstaddir fund Áslaugar á eftir. „Fjölbreytnin í hópnum og hvort það verði fólk alls staðar að, það er það sem verður áhugavert. Og kannski líka einhverjir sem koma úr ólíkum hópum. Það er alltaf verið að tala um það að það séu fylkingar í Sjálfstæðisflokknum og verður gaman að sjá hvort það verði fulltrúar andstæðra hópa inni á þessum fundi,“ segir Friðjón. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þekkir sögu flokksins út og inn.Vísir/vilhelm Friðjón segir ýmislegt merkilegt við framboð Áslaugar. Til að mynda sú staðreynd að hún sé kona, Hanna Birna Kristjánsdóttir er hingað til eina konan sem hefur boðið sig fram til formanns. Þá sé reyndar hefð fyrir því í Sjálfstæðisflokknum að kjósa ungt fólk til forystu. „Þorsteinn Pálsson varð formaður 35 ára, Bjarni Benediktsson var 39 ára þegar hann varð formaður og Áslaug verður 35 ára á þessu ári.“ Sama hafi verið upp á teningnum í oddvitamálum í borginni. „Davíð Oddsson var 32 ára, Bjarni Benediktsson eldri 32 ára, Gunnar Thoroddsen 35 eða 36 ára,“ segir Friðjón. Enn er óvíst með mótframboð gegn Áslaugu. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í Sprengisandi nú rétt fyrir hádegisfréttir að það kæmi í ljós hvort hann ætlaði að bjóða sig fram - og vildi hvorki staðfesta af eða á þegar Kristján Kristjánsson stjórnandi gekk á hann. Friðjón bendir á að enn geti allt gerst í mótframboðsmálum. Bjarni Benediktsson hafi fengið mótframboð viku fyrir landsfund 2009. „Frá Kristjáni Þór Júlíussyni þannig að allt getur gerst og Bjarni fékk líka mótframboð frá Pétri Blöndal heitnum árið 2010 og það var með sólarhringsfyrirvara. Það er enginn framboðsfrestur á landsfundi og allt getur gerst fram á síðustu stundu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Sjá meira
Fundur Áslaugar Örnu hefst klukkan eitt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og verður í beinu streymi á Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miklu púðri verið eytt í skipulagningu og reiknað er með fjölmenni á fundinum. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er afar vel að sér í sögu flokksins. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hverjir verða viðstaddir fund Áslaugar á eftir. „Fjölbreytnin í hópnum og hvort það verði fólk alls staðar að, það er það sem verður áhugavert. Og kannski líka einhverjir sem koma úr ólíkum hópum. Það er alltaf verið að tala um það að það séu fylkingar í Sjálfstæðisflokknum og verður gaman að sjá hvort það verði fulltrúar andstæðra hópa inni á þessum fundi,“ segir Friðjón. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þekkir sögu flokksins út og inn.Vísir/vilhelm Friðjón segir ýmislegt merkilegt við framboð Áslaugar. Til að mynda sú staðreynd að hún sé kona, Hanna Birna Kristjánsdóttir er hingað til eina konan sem hefur boðið sig fram til formanns. Þá sé reyndar hefð fyrir því í Sjálfstæðisflokknum að kjósa ungt fólk til forystu. „Þorsteinn Pálsson varð formaður 35 ára, Bjarni Benediktsson var 39 ára þegar hann varð formaður og Áslaug verður 35 ára á þessu ári.“ Sama hafi verið upp á teningnum í oddvitamálum í borginni. „Davíð Oddsson var 32 ára, Bjarni Benediktsson eldri 32 ára, Gunnar Thoroddsen 35 eða 36 ára,“ segir Friðjón. Enn er óvíst með mótframboð gegn Áslaugu. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í Sprengisandi nú rétt fyrir hádegisfréttir að það kæmi í ljós hvort hann ætlaði að bjóða sig fram - og vildi hvorki staðfesta af eða á þegar Kristján Kristjánsson stjórnandi gekk á hann. Friðjón bendir á að enn geti allt gerst í mótframboðsmálum. Bjarni Benediktsson hafi fengið mótframboð viku fyrir landsfund 2009. „Frá Kristjáni Þór Júlíussyni þannig að allt getur gerst og Bjarni fékk líka mótframboð frá Pétri Blöndal heitnum árið 2010 og það var með sólarhringsfyrirvara. Það er enginn framboðsfrestur á landsfundi og allt getur gerst fram á síðustu stundu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Sjá meira