Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2025 12:02 Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi og litið mjög alvarlegum augum. vísir/vilhelm Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Árásin átti sér stað í desember og er lýst sem hrottalegri. Mbl.is greindi fyrst frá en þar segir að nokkur ungmenni hafi gengið í skrokk á manni sem þau leiddu í gildru með tálbeituaðferð. Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir að manninum hafi verið veittir alvarlegir áverkar þó hann geti ekki farið nánar út í líðan hans en maðurinn sjálfur tilkynnt atvikið til lögreglu. „Síðan fer myndskeið af þessu á samfélagsmiðla og upptökur þannig það liggur nú fyrir hvað gerðist. Þetta er í rannsókn. Það er búið að handtaka einhverja út af þessu en rannsókn er ekki lokið.“ Árásin til á myndskeiði Og lítur allt út fyrir að árásarmennirnir hafi sjálfir tekið árásina upp á myndskeið í þeim tilgangi að dreifa því á samfélagsmiðlum. Ásmundur segir að mögulega verði fleiri handteknir vegna málsins. Yfirheyrslur hafi staðið yfir og er málið á lokametrum rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun karlmaðurinn, sem búsettur er á Akranesi, hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Hópurinn stundi tálbeituaðferðir Nútíminn greindi frá því í síðustu viku að hópur ungmenna stundi það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sagði svo í kvöldfréttum okkar fyrir viku að nokkuð væri um slíka háttsemi og að hún væri litin grafalvarlegum augum. Ásmundur tekur undir og segir þetta tiltekna mál á Akranesi grafalvarlegt. „Og þegar einhverjir úti í bæ, eins og það er orðað, ákveða eitthvað og telja einhverja seka um eitthvað og lokka þá svona til sín. Þetta er náttúrulega grafalvarlegt, grafalvarlegt í raun.“ Og getur verið stórhættulegt? „Algjörlega. Þessum aðila eru veitt það mikið af höggum að þetta hefði getað farið mjög illa.“ Lögreglumál Kynferðisofbeldi Akranes Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Árásin átti sér stað í desember og er lýst sem hrottalegri. Mbl.is greindi fyrst frá en þar segir að nokkur ungmenni hafi gengið í skrokk á manni sem þau leiddu í gildru með tálbeituaðferð. Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir að manninum hafi verið veittir alvarlegir áverkar þó hann geti ekki farið nánar út í líðan hans en maðurinn sjálfur tilkynnt atvikið til lögreglu. „Síðan fer myndskeið af þessu á samfélagsmiðla og upptökur þannig það liggur nú fyrir hvað gerðist. Þetta er í rannsókn. Það er búið að handtaka einhverja út af þessu en rannsókn er ekki lokið.“ Árásin til á myndskeiði Og lítur allt út fyrir að árásarmennirnir hafi sjálfir tekið árásina upp á myndskeið í þeim tilgangi að dreifa því á samfélagsmiðlum. Ásmundur segir að mögulega verði fleiri handteknir vegna málsins. Yfirheyrslur hafi staðið yfir og er málið á lokametrum rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun karlmaðurinn, sem búsettur er á Akranesi, hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Hópurinn stundi tálbeituaðferðir Nútíminn greindi frá því í síðustu viku að hópur ungmenna stundi það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sagði svo í kvöldfréttum okkar fyrir viku að nokkuð væri um slíka háttsemi og að hún væri litin grafalvarlegum augum. Ásmundur tekur undir og segir þetta tiltekna mál á Akranesi grafalvarlegt. „Og þegar einhverjir úti í bæ, eins og það er orðað, ákveða eitthvað og telja einhverja seka um eitthvað og lokka þá svona til sín. Þetta er náttúrulega grafalvarlegt, grafalvarlegt í raun.“ Og getur verið stórhættulegt? „Algjörlega. Þessum aðila eru veitt það mikið af höggum að þetta hefði getað farið mjög illa.“
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Akranes Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira