Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar 20. janúar 2025 12:02 Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að ekki seinna en árið 2027 fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hefja skuli aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Þetta er stór ákvörðun sem mun hafa víðtæk áhrif á framtíð Íslands. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur bent á mikilvægi þess að taka umræðuna um aðildarviðræður út fyrir þingið og færa hana nær almenningi. Í ljósi þess er brýnt að finna leiðir til að efla upplýsta og sanngjarna umræðu áður en gengið er að kjörborðinu. Þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu er bæði eðlileg og þörf. Slík samtök leggja fram mikilvægt sjónarhorn og koma með vel ígrunduð og rökstudd sjónarmið. Hins vegar þarf að hafa í huga að þau tala út frá afmörkuðum hagsmunum og því skiptir máli að almenningur fái einnig tækifæri til að hlusta á mismunandi sjónarmið og mynda sér heildstæða skoðun. Með þetta í huga gætu stjórnvöld nýtt aðferðir rökræðu- og þátttökulýðræðis áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Ein aðferð sem hefur verið notuð með góðum árangri víða um heim er borgaraþing – lýðræðislegur vettvangur þar sem hópur slembivalinna borgara ræðir stór mál út frá öllum hliðum. Hvað er borgaraþing? Borgaraþing er vettvangur þar sem slembivalinn hópur sem endurspeglar þjóðina lýðfræðilega (til dæmis með tilliti til aldurs, kyns og búsetu) kemur saman til að ígrunda og ræða ákveðið málefni. Þátttakendur fá aðgang að fjölbreyttum upplýsingum frá sérfræðingum, hagsmunaaðilum og öðrum sem hafa mismunandi sjónarmið á málið. Í lokin kjósa þátttakendur um ákveðin atriði og/eða gefa út skýrslu með niðurstöðum sínum og rökstuðningi. Skýrslan er oft nýtt af stjórnvöldum til að styðja við frekari ákvarðanatöku – stundum leiðir hún til tillagna sem eru samþykktar á þingi, stundum er ekkert gert með þær og stundum fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í framhaldinu. Alþjóðleg fordæmi Írland hefur verið í fararbroddi í notkun borgaraþinga í opinberri stefnumótun. Þar er reglulega haldið borgaraþing til að ræða alls konar mál. Til að mynda var haldið borgaraþing árin 2016-217 með 100 þátttakendum sem ræddu breytingu á stjórnarskrárákvæði sem bannaði þungunarrof. Þingið kom saman fimm helgar yfir sex mánaða tímabil og niðurstöður þess lögðu grunn að þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2018, þar sem banninu var aflétt. Í Bandaríkjunum hefur Oregon-fylki innleitt aðferði sem kallast Citizens’ Initiative Review (CIR). Þar koma 18-24 borgarar saman í fimm daga til að ræða afmarkað málefni sem er á kjörseðli í beinni atkvæðagreiðslu í fylkinu. Í lok umræðunnar gefa þátttakendur út stutta yfirlýsingu sem greinir frá lykilatriðum og rökum fyrir og á móti málinu, sem er síðan dreift til kjósenda. Mögulega væri hægt að blanda þessum aðferðum saman hér á landi. Það mætti halda borgaraþing eins og á Írlandi, þar sem stór hópur slembivalinna borgara ræðir málefni yfir lengri tíma. Hins vegar gæti tilgangur slíks þings hér verið eingöngu að veita almenningi hlutlægar og áreiðanlegar upplýsingar – ekki að hafa áhrif á stefnumótun þingsins eins og gengur og gerist oftast með borgaraþing. Hvað getur Ísland lært? Stjórnvöld ættu að íhuga alvarlega hvort aðferðir rökræðulýðræðis gætu nýst hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2027. Markmiðið er að tryggja að þjóðin hafi tækifæri til að taka upplýsta afstöðu byggða á traustum og heildstæðum upplýsingum. Með því mætti efla lýðræðislega umræðu og leggja sterkari grunn að farsælli ákvarðanatöku um framtíð Íslands. Höfundur er doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að ekki seinna en árið 2027 fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hefja skuli aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Þetta er stór ákvörðun sem mun hafa víðtæk áhrif á framtíð Íslands. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur bent á mikilvægi þess að taka umræðuna um aðildarviðræður út fyrir þingið og færa hana nær almenningi. Í ljósi þess er brýnt að finna leiðir til að efla upplýsta og sanngjarna umræðu áður en gengið er að kjörborðinu. Þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu er bæði eðlileg og þörf. Slík samtök leggja fram mikilvægt sjónarhorn og koma með vel ígrunduð og rökstudd sjónarmið. Hins vegar þarf að hafa í huga að þau tala út frá afmörkuðum hagsmunum og því skiptir máli að almenningur fái einnig tækifæri til að hlusta á mismunandi sjónarmið og mynda sér heildstæða skoðun. Með þetta í huga gætu stjórnvöld nýtt aðferðir rökræðu- og þátttökulýðræðis áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Ein aðferð sem hefur verið notuð með góðum árangri víða um heim er borgaraþing – lýðræðislegur vettvangur þar sem hópur slembivalinna borgara ræðir stór mál út frá öllum hliðum. Hvað er borgaraþing? Borgaraþing er vettvangur þar sem slembivalinn hópur sem endurspeglar þjóðina lýðfræðilega (til dæmis með tilliti til aldurs, kyns og búsetu) kemur saman til að ígrunda og ræða ákveðið málefni. Þátttakendur fá aðgang að fjölbreyttum upplýsingum frá sérfræðingum, hagsmunaaðilum og öðrum sem hafa mismunandi sjónarmið á málið. Í lokin kjósa þátttakendur um ákveðin atriði og/eða gefa út skýrslu með niðurstöðum sínum og rökstuðningi. Skýrslan er oft nýtt af stjórnvöldum til að styðja við frekari ákvarðanatöku – stundum leiðir hún til tillagna sem eru samþykktar á þingi, stundum er ekkert gert með þær og stundum fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í framhaldinu. Alþjóðleg fordæmi Írland hefur verið í fararbroddi í notkun borgaraþinga í opinberri stefnumótun. Þar er reglulega haldið borgaraþing til að ræða alls konar mál. Til að mynda var haldið borgaraþing árin 2016-217 með 100 þátttakendum sem ræddu breytingu á stjórnarskrárákvæði sem bannaði þungunarrof. Þingið kom saman fimm helgar yfir sex mánaða tímabil og niðurstöður þess lögðu grunn að þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2018, þar sem banninu var aflétt. Í Bandaríkjunum hefur Oregon-fylki innleitt aðferði sem kallast Citizens’ Initiative Review (CIR). Þar koma 18-24 borgarar saman í fimm daga til að ræða afmarkað málefni sem er á kjörseðli í beinni atkvæðagreiðslu í fylkinu. Í lok umræðunnar gefa þátttakendur út stutta yfirlýsingu sem greinir frá lykilatriðum og rökum fyrir og á móti málinu, sem er síðan dreift til kjósenda. Mögulega væri hægt að blanda þessum aðferðum saman hér á landi. Það mætti halda borgaraþing eins og á Írlandi, þar sem stór hópur slembivalinna borgara ræðir málefni yfir lengri tíma. Hins vegar gæti tilgangur slíks þings hér verið eingöngu að veita almenningi hlutlægar og áreiðanlegar upplýsingar – ekki að hafa áhrif á stefnumótun þingsins eins og gengur og gerist oftast með borgaraþing. Hvað getur Ísland lært? Stjórnvöld ættu að íhuga alvarlega hvort aðferðir rökræðulýðræðis gætu nýst hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2027. Markmiðið er að tryggja að þjóðin hafi tækifæri til að taka upplýsta afstöðu byggða á traustum og heildstæðum upplýsingum. Með því mætti efla lýðræðislega umræðu og leggja sterkari grunn að farsælli ákvarðanatöku um framtíð Íslands. Höfundur er doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun