Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2025 07:54 Appelsínugular og gular viðvaranir eru víða i gildi á landinu. Myndin er úr safni. Vísir/Jóhann K. Víða er ófært á landinu vegna norðaustanhríðarinnar en appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi á stærstum hluta landsins fram eftir degi. Á vef Vegagerðinnar segir að á Vestfjörðum sé hálka, hálkublettir eða snjóþekja á nokkrum leiðum. Þæfingur sé í Súgandafirði en ófært á Klettshálsi, Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum og á Gemlufallsheiði. Vegurinn um Dynjandisheiði er sömuleiðis ófær vegna snjóa. Ófært er á Siglufjarðarvegi og er þæfingur víða í Eyjafirði með snjókomu en snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á vegum á Norðurlandi. Öxnadalsheiði er sömuleiðis lokuð og koma næstu upplýsingar um klukkan 10. Ófært er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og koma næstu upplýsingar klukkan 13. Þæfingur, snjóþekja eða hálka er víðast hvar á vegum og töluverður skafrenningur. Ófært er á Hófaskarði, Hólaheiði. Appelsínugul veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands er í gildi á svæðinu. Snjóþekja, þæfingur eða þungfært er á flestum leiðum á Austurlandi sem ekki eru ófærar eða lokaðar. Ófært er á Vatnsskarði eystra, Öxi og Breiðdalsheiði sem og milli Breiðdalsvíkur og Þvottár. Appelsínugul veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands er í gildi á svæðinu. Vegurinn í Norðfjörð fyrir austan er lokaður. Þá er hringvegurinn lokaður á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur þar sem snjóflóð hefur fallið yfir veginn í Kambanesskriðum. Næstu upplýsingar koma um klukkan 10. Þá er hringvegurinn lokaður milli Hafnar og Djúpavogs þar sem snjóflóð hefur fallið í Hvalnesskriðum. Vegurinn um Fjarðarheiði er sömuleiðis lokaður. Um höfuðborgarsvæðið segir að eftir hitabreytingar undanfarna daga hafi myndast slæmar holur víða. Vegfarendur er beðnir að hafa það í huga og aka varlega. Unnið er að viðgerðum eins og hratt og hægt er. Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir er á flestum vegum. Færð á vegum Tengdar fréttir Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Gera má ráð fyrir nokkuð hvassri norðaustanátt með hríðarveðri á Norðaustur og Austurlandi í dag, en éljum norðvestantil. Lægðin sem stjórnar veðrinu er fyrir sunnan land og hún fjarlægist smám saman. 20. janúar 2025 07:15 Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. 19. janúar 2025 11:09 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Á vef Vegagerðinnar segir að á Vestfjörðum sé hálka, hálkublettir eða snjóþekja á nokkrum leiðum. Þæfingur sé í Súgandafirði en ófært á Klettshálsi, Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum og á Gemlufallsheiði. Vegurinn um Dynjandisheiði er sömuleiðis ófær vegna snjóa. Ófært er á Siglufjarðarvegi og er þæfingur víða í Eyjafirði með snjókomu en snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á vegum á Norðurlandi. Öxnadalsheiði er sömuleiðis lokuð og koma næstu upplýsingar um klukkan 10. Ófært er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og koma næstu upplýsingar klukkan 13. Þæfingur, snjóþekja eða hálka er víðast hvar á vegum og töluverður skafrenningur. Ófært er á Hófaskarði, Hólaheiði. Appelsínugul veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands er í gildi á svæðinu. Snjóþekja, þæfingur eða þungfært er á flestum leiðum á Austurlandi sem ekki eru ófærar eða lokaðar. Ófært er á Vatnsskarði eystra, Öxi og Breiðdalsheiði sem og milli Breiðdalsvíkur og Þvottár. Appelsínugul veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands er í gildi á svæðinu. Vegurinn í Norðfjörð fyrir austan er lokaður. Þá er hringvegurinn lokaður á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur þar sem snjóflóð hefur fallið yfir veginn í Kambanesskriðum. Næstu upplýsingar koma um klukkan 10. Þá er hringvegurinn lokaður milli Hafnar og Djúpavogs þar sem snjóflóð hefur fallið í Hvalnesskriðum. Vegurinn um Fjarðarheiði er sömuleiðis lokaður. Um höfuðborgarsvæðið segir að eftir hitabreytingar undanfarna daga hafi myndast slæmar holur víða. Vegfarendur er beðnir að hafa það í huga og aka varlega. Unnið er að viðgerðum eins og hratt og hægt er. Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir er á flestum vegum.
Færð á vegum Tengdar fréttir Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Gera má ráð fyrir nokkuð hvassri norðaustanátt með hríðarveðri á Norðaustur og Austurlandi í dag, en éljum norðvestantil. Lægðin sem stjórnar veðrinu er fyrir sunnan land og hún fjarlægist smám saman. 20. janúar 2025 07:15 Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. 19. janúar 2025 11:09 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Gera má ráð fyrir nokkuð hvassri norðaustanátt með hríðarveðri á Norðaustur og Austurlandi í dag, en éljum norðvestantil. Lægðin sem stjórnar veðrinu er fyrir sunnan land og hún fjarlægist smám saman. 20. janúar 2025 07:15
Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. 19. janúar 2025 11:09