„Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 12:51 Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, finnur fyrir TikTok banninu í Bandaríkjunum á eigin skinni. Vísir/Getty Sérfræðingur í markaðsmálum segir TikTok-bannið í Bandaríkjunum mikið högg fyrir fyrirtæki sem nýta miðilinn í markaðssetningu. Milljónir notenda þessa vinsæla samfélagsmiðils í Bandaríkjunum geta ekki notað TikTok sem stendur en væntingar eru um að bannið vari ekki lengi. Lögin tóku gildi á miðnætti vestanhafs en þeim er ætlað að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemina til að losa hana undan kínversku eignarhaldi. Að öðrum kosti skuli miðlinum lokað í Bandaríkjunum. Bannið hefur áhrif á um 170 milljónir notenda en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig strax í gærkvöldi. Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, fór sjálfur ekki varhluta af banninu. Sjá einnig: TikTok bann í Bandaríkjunum „Fyrir fyrirtæki sem eru að markaðssetja sig í Bandaríkjunum, þá hefur þetta náttúrlega klárlega áhrif. Ég er sjálfur með aðgang í gegnum Bandaríkin þannig ég vaknaði hérna heima á Íslandi í morgun og ætlaði að fara á TikTok og kemst ekki inn. Það koma skilaboð um að það sé búið að loka fyrir þannig ég get ekki nálgast efni. Þannig áhrifavaldar og þeir sem hafa verið að búa til markaðsefni fyrir þennan miðil sérstaklega hafa verið að horfa á aðra miðla og verið tilbúnir í að færa sig yfir á aðra miðla,“ segir Sigurður. Sjálfur var hann að vona að bannið yrði ekki að veruleika. „Ég vinn við þetta allan daginn en ég finn það bara sjálfur að síðustu tvö, þrjú ár þá hef ég fært neysluna mína eiginlega eingöngu yfir á TikTok. Þar næ ég í allar upplýsingar og eyði líklegast langmestum tímanum mínum þar af öllum samfélagsmiðlum. Þannig ég var kominn á LinkedIn videos í morgun að skrolla þar, þannig maður þarf að finna sér eitthvað annað, alla veganna þangað til annað kemur í ljós,“ segir Sigurður. Trump ekki hrifinn af banni Óvíst er að svo stöddu hve lengi bannið muni vara. Donald Trump verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun en hann hefur gefið í skyn að til greina komi að fresta áhrifum um níutíu daga. „Ef að þetta verður til frambúðar þá er þetta gríðarlegt högg, að þurfa síðan að skipta yfir á aðra miðla og byrja að nálgast markhópinn sinn þar. Þetta mun taka tíma að ná lendingu,“ segir Sigurður. „Maður er búinn að vera að bíða eftir þessum degi núna í nokkurn tíma eftir að þetta var allt saman staðfest. Svo er spurning hvernig þetta endar allt saman. Það er líklegt að þessu verði frestað um 90 daga eða eitthvað svoleiðis þegar Donald Trump tekur við, það er talað um að þetta verði sett á bið þangað til annað kemur í ljós.“ TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Lögin tóku gildi á miðnætti vestanhafs en þeim er ætlað að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemina til að losa hana undan kínversku eignarhaldi. Að öðrum kosti skuli miðlinum lokað í Bandaríkjunum. Bannið hefur áhrif á um 170 milljónir notenda en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig strax í gærkvöldi. Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, fór sjálfur ekki varhluta af banninu. Sjá einnig: TikTok bann í Bandaríkjunum „Fyrir fyrirtæki sem eru að markaðssetja sig í Bandaríkjunum, þá hefur þetta náttúrlega klárlega áhrif. Ég er sjálfur með aðgang í gegnum Bandaríkin þannig ég vaknaði hérna heima á Íslandi í morgun og ætlaði að fara á TikTok og kemst ekki inn. Það koma skilaboð um að það sé búið að loka fyrir þannig ég get ekki nálgast efni. Þannig áhrifavaldar og þeir sem hafa verið að búa til markaðsefni fyrir þennan miðil sérstaklega hafa verið að horfa á aðra miðla og verið tilbúnir í að færa sig yfir á aðra miðla,“ segir Sigurður. Sjálfur var hann að vona að bannið yrði ekki að veruleika. „Ég vinn við þetta allan daginn en ég finn það bara sjálfur að síðustu tvö, þrjú ár þá hef ég fært neysluna mína eiginlega eingöngu yfir á TikTok. Þar næ ég í allar upplýsingar og eyði líklegast langmestum tímanum mínum þar af öllum samfélagsmiðlum. Þannig ég var kominn á LinkedIn videos í morgun að skrolla þar, þannig maður þarf að finna sér eitthvað annað, alla veganna þangað til annað kemur í ljós,“ segir Sigurður. Trump ekki hrifinn af banni Óvíst er að svo stöddu hve lengi bannið muni vara. Donald Trump verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun en hann hefur gefið í skyn að til greina komi að fresta áhrifum um níutíu daga. „Ef að þetta verður til frambúðar þá er þetta gríðarlegt högg, að þurfa síðan að skipta yfir á aðra miðla og byrja að nálgast markhópinn sinn þar. Þetta mun taka tíma að ná lendingu,“ segir Sigurður. „Maður er búinn að vera að bíða eftir þessum degi núna í nokkurn tíma eftir að þetta var allt saman staðfest. Svo er spurning hvernig þetta endar allt saman. Það er líklegt að þessu verði frestað um 90 daga eða eitthvað svoleiðis þegar Donald Trump tekur við, það er talað um að þetta verði sett á bið þangað til annað kemur í ljós.“
TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent