Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. janúar 2025 19:44 Donald Trump segir miklar líkur á því að eigendum Tiktok verði gefinn 90 daga frestur til að selja fyrirtækið. Getty Donald Trump, sem verður forseti Bandaríkjanna á nýjan leik mánudaginn næstkomandi, segir mjög líklegt að gildistöku laga sem þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka miðlinum verði frestað um 90 daga. Lögin taka gildi á morgun sunnudag, en Biden fráfarandi forseti hefur sagst ekki munu fylgja þeim eftir. Joe Biden fráfarandi forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lögin síðasta vor, en á þeim tíma nutu þau mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af Tiktok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Donald Trump studdi það að banna Tiktok í Bandaríkjunum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gær að lögin sem samþykkt voru síðasta vor væru lögleg, og bannið muni því taka gildi á morgun sunnudag. Biden hefur sagst ekkert ætla aðhafast í málinu og ákvörðunin verði því á höndum Trump. Í viðtali við CNN í gær sagði hann að þingið hefði veitt honum umboð til að taka ákvörðun í málinu og að hann myndi taka ákvörðun. „Mjög líklegt“ að veittur verði 90 daga frestur Í viðtali við NBC í dag sagði Trump verulegar líkur á því að gildistöku laganna verði frestað um að minnsta kosti 90 daga. Hann hafi eftir sem áður ekki tekið endanlega ákvörðun í málinu. Eigendur Tiktok hefðu þá 90 daga til viðbótar til að selja miðilinn til eigenda utan Kína, ellegar sæta banni. „Það er klárlega valkostur sem við horfum til. Níutíu daga framlengingin er eitthvað sem verður að öllum líkindum niðurstaðan, hún er viðeigandi. Þú veist, hún er viðeigandi. Við þurfum að horfa á þetta varlega, þetta er mjög stórt ástand,“ sagði Trump. „Ef þetta verður ákvörðunin mun ég tilkynna um hana á mánudaginn.“ Óvíst hvað gerist á morgun Þrátt fyrir að Biden og ríkisstjórn hans hafi ítrekað lýst því yfir að þau muni ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hafa eigendur Tiktok ekki viljað treysta því að lögunum verði ekki framfylgt. Í yfirlýsingu frá teymi Tiktok var sagt að ríkisstjórninni hefði mistekist að útskýra það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum, sem taka gildi á morgun. Þess vegna séu þau tilneydd til að loka fyrir Tiktok í Bandaríkjunum strax á morgun. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna eru með Tiktok í sínum tækjum. Statement on Possible ShutdownThe statements issued today by both the Biden White House and the Department of Justice have failed to provide the necessary clarity and assurance to the service providers that are integral to maintaining TikTok's availability to over 170 million…— TikTok Policy (@TikTokPolicy) January 18, 2025 Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Kína Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Joe Biden fráfarandi forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lögin síðasta vor, en á þeim tíma nutu þau mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af Tiktok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Donald Trump studdi það að banna Tiktok í Bandaríkjunum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gær að lögin sem samþykkt voru síðasta vor væru lögleg, og bannið muni því taka gildi á morgun sunnudag. Biden hefur sagst ekkert ætla aðhafast í málinu og ákvörðunin verði því á höndum Trump. Í viðtali við CNN í gær sagði hann að þingið hefði veitt honum umboð til að taka ákvörðun í málinu og að hann myndi taka ákvörðun. „Mjög líklegt“ að veittur verði 90 daga frestur Í viðtali við NBC í dag sagði Trump verulegar líkur á því að gildistöku laganna verði frestað um að minnsta kosti 90 daga. Hann hafi eftir sem áður ekki tekið endanlega ákvörðun í málinu. Eigendur Tiktok hefðu þá 90 daga til viðbótar til að selja miðilinn til eigenda utan Kína, ellegar sæta banni. „Það er klárlega valkostur sem við horfum til. Níutíu daga framlengingin er eitthvað sem verður að öllum líkindum niðurstaðan, hún er viðeigandi. Þú veist, hún er viðeigandi. Við þurfum að horfa á þetta varlega, þetta er mjög stórt ástand,“ sagði Trump. „Ef þetta verður ákvörðunin mun ég tilkynna um hana á mánudaginn.“ Óvíst hvað gerist á morgun Þrátt fyrir að Biden og ríkisstjórn hans hafi ítrekað lýst því yfir að þau muni ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hafa eigendur Tiktok ekki viljað treysta því að lögunum verði ekki framfylgt. Í yfirlýsingu frá teymi Tiktok var sagt að ríkisstjórninni hefði mistekist að útskýra það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum, sem taka gildi á morgun. Þess vegna séu þau tilneydd til að loka fyrir Tiktok í Bandaríkjunum strax á morgun. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna eru með Tiktok í sínum tækjum. Statement on Possible ShutdownThe statements issued today by both the Biden White House and the Department of Justice have failed to provide the necessary clarity and assurance to the service providers that are integral to maintaining TikTok's availability to over 170 million…— TikTok Policy (@TikTokPolicy) January 18, 2025
Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Kína Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira