13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 18. janúar 2025 19:01 Nú þegar líður á janúarmánuð og verkföll kennara á öllum skólastigum virðast blasa við er gott að huga að því um hvað málið snýst. Árið 2016 var samið um að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og þeirra sem unnu á almennum vinnumarkaði yrðu þau sömu. Það þýddi að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna voru skert. Á móti því áttu laun að hækka. Reyndar ekki strax en á næstu árum. Lífeyrisréttindi voru hins vegar skert strax og því hefðu launin átt að hækka strax líka. Með því að seinka launaleiðréttingunni því þetta er ekkert annað en leiðrétting á launum rétt eins eins og lífeyrisbreytingin var leiðrétting til að jafna kjör almenna og opinberra starfsmanna. Það er hægt að benda á það til að setja hlutina í samhengi að miðað við launamun kennara og opinberra starfsmanna, lágmarks munur, þá hef ég orðið af rúmlega 13,5 milljónum á þessum árum ef launaleiðrétting hefði fylgt lífeyrisleiðréttingunni. 13,5 milljónum meira hafði almennur sérfræðingur að minnsta kosti umfram mig sem kennara á þeim árum sem eru liðin. Þessar 13,5 milljónir mega bara alls ekki verða að 20 milljónum eða meira. Við viljum stoppa þessa blæðingu og viljum að staðið verði við það að sérfræðingar, hvort sem þeir vinna hjá hinu opinbera eða á almennum markaði fái sömu laun. Að störf þeirra sem vinna með börnum og ungmennum verði metin jafn mikilvæg og þau sem vinna með tölur og áætlanagerðir eða annað sem sérfræðingar gera á almenna markaðnum. Gerum betur. Virðum starf kennara. Greiðum þeim mannsæmandi laun. STÖNDUM VIÐ GERÐA SAMNINGA. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefndar FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Nú þegar líður á janúarmánuð og verkföll kennara á öllum skólastigum virðast blasa við er gott að huga að því um hvað málið snýst. Árið 2016 var samið um að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og þeirra sem unnu á almennum vinnumarkaði yrðu þau sömu. Það þýddi að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna voru skert. Á móti því áttu laun að hækka. Reyndar ekki strax en á næstu árum. Lífeyrisréttindi voru hins vegar skert strax og því hefðu launin átt að hækka strax líka. Með því að seinka launaleiðréttingunni því þetta er ekkert annað en leiðrétting á launum rétt eins eins og lífeyrisbreytingin var leiðrétting til að jafna kjör almenna og opinberra starfsmanna. Það er hægt að benda á það til að setja hlutina í samhengi að miðað við launamun kennara og opinberra starfsmanna, lágmarks munur, þá hef ég orðið af rúmlega 13,5 milljónum á þessum árum ef launaleiðrétting hefði fylgt lífeyrisleiðréttingunni. 13,5 milljónum meira hafði almennur sérfræðingur að minnsta kosti umfram mig sem kennara á þeim árum sem eru liðin. Þessar 13,5 milljónir mega bara alls ekki verða að 20 milljónum eða meira. Við viljum stoppa þessa blæðingu og viljum að staðið verði við það að sérfræðingar, hvort sem þeir vinna hjá hinu opinbera eða á almennum markaði fái sömu laun. Að störf þeirra sem vinna með börnum og ungmennum verði metin jafn mikilvæg og þau sem vinna með tölur og áætlanagerðir eða annað sem sérfræðingar gera á almenna markaðnum. Gerum betur. Virðum starf kennara. Greiðum þeim mannsæmandi laun. STÖNDUM VIÐ GERÐA SAMNINGA. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefndar FG.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar