„Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. janúar 2025 15:01 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson vonast eftir heilsteyptari frammistöðu frá íslenska landsliðinu í handbolta en það sýndi gegn Grænhöfðaeyjum í fyrrakvöld er það mætir Kúbu í kvöld. Strákarnir okkar byrjuðu leikinn við Grænhöfðaeyjar afar vel og leiddu með tíu í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir andstæðinginn í upphafi. Eftir fínustu byrjun á síðari hálfleik kom slæmur kafli þar sem þeir grænhöfðaeysku skoruðu fimm mörk í röð. Þá hafði Snorri gert þónokkrar breytingar og byrjunarlið Íslands að stærstum hluta farinn af velli. En er áhyggjuefni að svo slæmur kafli hafi birst honum þegar aðrir komu inn á? „Ég skil alveg vangavelturnar en ég er ekki á þeim stað að finnast það eitthvað vandamál. Ég treysti þessum strákum alveg 100 prósent öllum. Við skulum heldur ekki gleyma því að við vorum komnir í uppstillingu sem við höfum ekki einu sinni prófað á æfingum,“ „Þetta spilast einhvern veginn þannig bara, með rauða spjaldinu og við að hvíla menn, að það verði staðan. Þrátt fyrir það gerum við kröfur á alla okkar landsliðsmenn að við getum gert aðeins betur en í seinni hálfleik. Mér finnst alveg óþarfi að vera að fókusa of mikið á það akkúrat eins og er,“ segir Snorri Steinn. Þetta spilaðist sannarlega á áhugaverðan hátt þar sem Elliði Snær Vignisson fékk rauða spjaldið sem Snorri nefndi og þá þurfti Sveinn Jóhannsson að sitja sem fastast á bekknum eftir stutta innkomu sökum þess að númerið aftan á treyju hans máðist af. „Smá búningavesen sem við skulum ekkert vera að blása of mikið upp. Þetta var óþarfa staða sem kom upp, við skulum bara orða það alveg eins og er. Ýmir spilaði þá kannski þar af leiðandi meira en hann átti að gera en komst bara heill frá því og við erum ekki að stressa okkur því í dag,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Aftur á línuna þrátt fyrir Barbaskot Snorri var þá spurður út í vítakast Óðins Þórs Ríkharðssonar en hann klúðraði víti með svokölluðu Barbasinski skoti. Það kallast skot sem fer í gólfið og yfir markið og nefnt eftir Sóvétmanninum Andrey Barbashinsky. Dæmi um slík skot má sjá hér. Snorri Steinn segir Óðin þó ekki vera dottinn út af lista vítaskytta, þrátt fyrir klúðrið. „Nei, nei, alls ekki. Hann bara veður á punktinn ef ég segi honum að fara á punktinn held ég.“ Kúba er andstæðingur dagsins en liðið tapaði stórt fyrir Slóvenum í fyrradag. Aðspurður um hvort búast megi við svipuðum leik og gegn Grænhöfðaeyjum segir Snorri: „Vonandi erum við bara tíu mörkum yfir í hálfleik, það væri fínt fyrir mig sem þjálfara. Mér fannst glitta í eitthvað hjá þeim þó þeir hafi tapað stórt á móti Slóveníu. Slóvenarnir gerðu þetta bara mjög vel. Ég kalla bara eftir því nákvæmlega sama; gríðarlega einbeittu liði sem ber virðingu fyrir verkefninu og andstæðingnum og gerir þetta vel.“ Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb í kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Strákarnir okkar byrjuðu leikinn við Grænhöfðaeyjar afar vel og leiddu með tíu í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir andstæðinginn í upphafi. Eftir fínustu byrjun á síðari hálfleik kom slæmur kafli þar sem þeir grænhöfðaeysku skoruðu fimm mörk í röð. Þá hafði Snorri gert þónokkrar breytingar og byrjunarlið Íslands að stærstum hluta farinn af velli. En er áhyggjuefni að svo slæmur kafli hafi birst honum þegar aðrir komu inn á? „Ég skil alveg vangavelturnar en ég er ekki á þeim stað að finnast það eitthvað vandamál. Ég treysti þessum strákum alveg 100 prósent öllum. Við skulum heldur ekki gleyma því að við vorum komnir í uppstillingu sem við höfum ekki einu sinni prófað á æfingum,“ „Þetta spilast einhvern veginn þannig bara, með rauða spjaldinu og við að hvíla menn, að það verði staðan. Þrátt fyrir það gerum við kröfur á alla okkar landsliðsmenn að við getum gert aðeins betur en í seinni hálfleik. Mér finnst alveg óþarfi að vera að fókusa of mikið á það akkúrat eins og er,“ segir Snorri Steinn. Þetta spilaðist sannarlega á áhugaverðan hátt þar sem Elliði Snær Vignisson fékk rauða spjaldið sem Snorri nefndi og þá þurfti Sveinn Jóhannsson að sitja sem fastast á bekknum eftir stutta innkomu sökum þess að númerið aftan á treyju hans máðist af. „Smá búningavesen sem við skulum ekkert vera að blása of mikið upp. Þetta var óþarfa staða sem kom upp, við skulum bara orða það alveg eins og er. Ýmir spilaði þá kannski þar af leiðandi meira en hann átti að gera en komst bara heill frá því og við erum ekki að stressa okkur því í dag,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Aftur á línuna þrátt fyrir Barbaskot Snorri var þá spurður út í vítakast Óðins Þórs Ríkharðssonar en hann klúðraði víti með svokölluðu Barbasinski skoti. Það kallast skot sem fer í gólfið og yfir markið og nefnt eftir Sóvétmanninum Andrey Barbashinsky. Dæmi um slík skot má sjá hér. Snorri Steinn segir Óðin þó ekki vera dottinn út af lista vítaskytta, þrátt fyrir klúðrið. „Nei, nei, alls ekki. Hann bara veður á punktinn ef ég segi honum að fara á punktinn held ég.“ Kúba er andstæðingur dagsins en liðið tapaði stórt fyrir Slóvenum í fyrradag. Aðspurður um hvort búast megi við svipuðum leik og gegn Grænhöfðaeyjum segir Snorri: „Vonandi erum við bara tíu mörkum yfir í hálfleik, það væri fínt fyrir mig sem þjálfara. Mér fannst glitta í eitthvað hjá þeim þó þeir hafi tapað stórt á móti Slóveníu. Slóvenarnir gerðu þetta bara mjög vel. Ég kalla bara eftir því nákvæmlega sama; gríðarlega einbeittu liði sem ber virðingu fyrir verkefninu og andstæðingnum og gerir þetta vel.“ Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb í kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira