Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2025 11:18 Jamie Foxx er þakklátur fyrir að vera á lífi. EPA-EFE/HANNIBAL HANSCHKE Bandaríski leikarinn Jamie Foxx hélt að læknarnir væru að grínast þegar þeir sögðu honum að hann hefði verið í dái í tuttugu daga þegar hann vaknaði loksins á spítala í apríl 2023. Hann segist ekkert muna frá þessu tímabili. Leikarinn sagði frá þessu í setti hjá hinum breska sjónvarpsmanni Graham Norton. Hann fékk heilablóðfall í apríl fyrir tveimur árum og hefur lýst því að upphaflega hafi hann haldið að einungis væri um slæman hausverk að ræða. Systir hans Deidra Dixon hafi ekki tekið í mál að leyfa honum að taka einungis inn verkjatöflur og farið með hann á spítala. Þar var gerð bráðaaðgerð á leikaranum sem hann segir að hafi bjargað lífi hans. Eins og fram hefur komið hélt fjölskylda hans spilunum þétt að sér á þeim tíma og sagði einungis frá því í opinberri tilkynningu að Foxx ætti við heilsufarsleg vandamál að stríða. „Ég var ekki hress en nú er ég aftur hress! Þetta er svona reynsla sem lætur þig átta þig á því að þú þarft á ástvinum þínum að halda til þess að komast í gegnum þetta,“ segir leikarinn meðal annars hjá Norton. „Ég man ekki eftir neinu sem gerðist þannig að þegar ég rankaði við mér tuttugu dögum síðar þá hélt ég að það væri verið að stríða mér. Þetta var meira en klikkað,“ segir leikarinn. Hann var á þessum tíma að leika í kvikmyndinni Back in Action með Cameron Diaz og nú styttist í útgáfu hennar. Foxx segist hafa beitt húmornum óspart til þess að koma til baka eftir veikindin. „Þegar ég vaknaði þá var ég í hjólastól. Ég gat ekki gengið. Guð blessaði mig með peningum og frægð en þegar ég gleymdi Guði þá blessaði hann mig með heilablóðfalli.“ Hollywood Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Leikarinn sagði frá þessu í setti hjá hinum breska sjónvarpsmanni Graham Norton. Hann fékk heilablóðfall í apríl fyrir tveimur árum og hefur lýst því að upphaflega hafi hann haldið að einungis væri um slæman hausverk að ræða. Systir hans Deidra Dixon hafi ekki tekið í mál að leyfa honum að taka einungis inn verkjatöflur og farið með hann á spítala. Þar var gerð bráðaaðgerð á leikaranum sem hann segir að hafi bjargað lífi hans. Eins og fram hefur komið hélt fjölskylda hans spilunum þétt að sér á þeim tíma og sagði einungis frá því í opinberri tilkynningu að Foxx ætti við heilsufarsleg vandamál að stríða. „Ég var ekki hress en nú er ég aftur hress! Þetta er svona reynsla sem lætur þig átta þig á því að þú þarft á ástvinum þínum að halda til þess að komast í gegnum þetta,“ segir leikarinn meðal annars hjá Norton. „Ég man ekki eftir neinu sem gerðist þannig að þegar ég rankaði við mér tuttugu dögum síðar þá hélt ég að það væri verið að stríða mér. Þetta var meira en klikkað,“ segir leikarinn. Hann var á þessum tíma að leika í kvikmyndinni Back in Action með Cameron Diaz og nú styttist í útgáfu hennar. Foxx segist hafa beitt húmornum óspart til þess að koma til baka eftir veikindin. „Þegar ég vaknaði þá var ég í hjólastól. Ég gat ekki gengið. Guð blessaði mig með peningum og frægð en þegar ég gleymdi Guði þá blessaði hann mig með heilablóðfalli.“
Hollywood Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira