Reikna með 8,4 milljónum farþega Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2025 11:13 Keflavíkurflugvöllur verður fjölsóttur í ár. vísir/vilhelm Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018. „Við horfum fram á hóflegan vöxt og þriðja stærsta ár Keflavíkurflugvallar hvað varðar farþegafjölda, og það stærsta í komu erlendra ferðamanna. Þetta endurspeglar sterka stöðu Keflavíkurflugvallar sem tengistöðvar og Íslands sem eftirsóknarverðs áfangastaðar þrátt fyrir áskoranir á liðnu ári,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, í fréttatilkynningu frá Isavia. Isavia Taka nýja álmu í gagnið „Á árinu munum við taka nýja austurálmu flugstöðvarinnar að fullu í notkun, þar á meðal fjóra nýja landganga sem leiða beint út í vél. Þetta er mikilvægur áfangi í því að bæta gæði og þjónustu flugvallarins. Þessi þróun styrkir okkur í alþjóðlegri samkeppni og skapar betri upplifun fyrir gesti okkar og viðskiptavini,“ er haft eftir Guðmundi Daða. Farþegaspá Keflavíkurflugvöll fyrir 2025 geri ráð fyrir að 8,37 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll. Aðeins tvisvar hafi farþegarnir verið fleiri, 8,76 milljónir 2017 og 9,80 milljónir 2018. Árið 2024 hafi farþegarnir verið tæplega 8,30 milljónir og því gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun á milli ára. Sé litið til einstaka mánaða verði mest fjölgun farþega á milli ára í apríl, 16,7 prósent, og í maí, 7,1 prósent. Yfir sumarmánuðina muni 26 flugfélög fljúga áætlunarflug til 92 áfangastaða og 21 flugfélag til 70 áfangastaða yfir vetrarmánuðina. Áætlað sé að hlutfall tengifarþega verði um 30 prósent af heildarfarþegafjölda sem sé svipað og það var 2024. Tengifarþegar séu farþegar sem nýta Keflavíkurflugvöll sem tengistöð án þess að dvelja á Íslandi. 1,6 ferðir á ári á mann Loks segir að samhliða farþegaspánni hafi verið unnin spá um fjölda erlendra ferðamanna sem muni koma til Íslands árið 2025 og fjölda Íslendinga sem ferðast út fyrir landsteinana. Samkvæmt spánni muni ríflega 2,32 milljónir erlendra ferðamanna koma til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll árið 2025. Það sé tæplega 9 þúsund farþegum meira en metárið 2018 og því stefni í nýtt metár í komum erlendra ferðamanna til landsins. Á nýliðnu ári hafi þeir verið um 2,26 milljónir og því gert ráð fyrir 3 prósent aukningu á milli ára. Mest verði fjölgunin í apríl, 16,6 prósent, maí, 10,8 prósent, og í júní, 6,1 prósent. Ferðalög Íslendinga til útlanda muni aukast um 1 prósent á milli ára. Spáin geri ráð fyrir um 612 þúsund íslenskum ferðamönnum á leið til útlanda, sem jafngildi því að hver landsmaður fari að meðaltali um 1,6 sinnum til útlanda yfir árið. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Sjá meira
„Við horfum fram á hóflegan vöxt og þriðja stærsta ár Keflavíkurflugvallar hvað varðar farþegafjölda, og það stærsta í komu erlendra ferðamanna. Þetta endurspeglar sterka stöðu Keflavíkurflugvallar sem tengistöðvar og Íslands sem eftirsóknarverðs áfangastaðar þrátt fyrir áskoranir á liðnu ári,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, í fréttatilkynningu frá Isavia. Isavia Taka nýja álmu í gagnið „Á árinu munum við taka nýja austurálmu flugstöðvarinnar að fullu í notkun, þar á meðal fjóra nýja landganga sem leiða beint út í vél. Þetta er mikilvægur áfangi í því að bæta gæði og þjónustu flugvallarins. Þessi þróun styrkir okkur í alþjóðlegri samkeppni og skapar betri upplifun fyrir gesti okkar og viðskiptavini,“ er haft eftir Guðmundi Daða. Farþegaspá Keflavíkurflugvöll fyrir 2025 geri ráð fyrir að 8,37 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll. Aðeins tvisvar hafi farþegarnir verið fleiri, 8,76 milljónir 2017 og 9,80 milljónir 2018. Árið 2024 hafi farþegarnir verið tæplega 8,30 milljónir og því gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun á milli ára. Sé litið til einstaka mánaða verði mest fjölgun farþega á milli ára í apríl, 16,7 prósent, og í maí, 7,1 prósent. Yfir sumarmánuðina muni 26 flugfélög fljúga áætlunarflug til 92 áfangastaða og 21 flugfélag til 70 áfangastaða yfir vetrarmánuðina. Áætlað sé að hlutfall tengifarþega verði um 30 prósent af heildarfarþegafjölda sem sé svipað og það var 2024. Tengifarþegar séu farþegar sem nýta Keflavíkurflugvöll sem tengistöð án þess að dvelja á Íslandi. 1,6 ferðir á ári á mann Loks segir að samhliða farþegaspánni hafi verið unnin spá um fjölda erlendra ferðamanna sem muni koma til Íslands árið 2025 og fjölda Íslendinga sem ferðast út fyrir landsteinana. Samkvæmt spánni muni ríflega 2,32 milljónir erlendra ferðamanna koma til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll árið 2025. Það sé tæplega 9 þúsund farþegum meira en metárið 2018 og því stefni í nýtt metár í komum erlendra ferðamanna til landsins. Á nýliðnu ári hafi þeir verið um 2,26 milljónir og því gert ráð fyrir 3 prósent aukningu á milli ára. Mest verði fjölgunin í apríl, 16,6 prósent, maí, 10,8 prósent, og í júní, 6,1 prósent. Ferðalög Íslendinga til útlanda muni aukast um 1 prósent á milli ára. Spáin geri ráð fyrir um 612 þúsund íslenskum ferðamönnum á leið til útlanda, sem jafngildi því að hver landsmaður fari að meðaltali um 1,6 sinnum til útlanda yfir árið.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Sjá meira