Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 22:34 Emma Alessandra og fjölskylda hennar fer úr landi að öllu óbreyttu fyrir helgi. AÐSEND Þriggja ára stúlku með heilsufarskvilla og foreldrum hennar verður að öllu óbreyttu vísað úr landi fyrir helgi. Stúlkan er bókuð í nauðsynlega skurðaðgerð hérlendis í febrúar. Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma Alessandra Reyes Portillo, þriggja ára, kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. „Því hefur verið hafnað. Síðast var því hafnað endanlega áðan,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hann hafði þá lagt til aðrar dagsetningar til að Emma kæmist í aðgerðina. Fjölskyldan fer að öllu óbreyttu úr landi fyrir helgi. „Úr því að þau hafa fengið þessa endanlegu synjun að fá ekki að vera yfir þessa aðgerð þá þora þau eiginlega ekki að vera í þeirri stöðu að vera brottvísað með valdi. Þannig að það lítur allt út fyrir að þau fari bara sjálfviljug þótt það sé nú ekki sjálfviljugt.“ Fjölskyldan kom til Íslands í júlí 2023. Þá vissi hún ekki af heilsufarskvillum Emmu. Að sögn Jóns lýsa þeir sér þannig að fótleggur Emmu er laus frá mjaðmagrindinni. Hún fór, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Búið er að bóka aðgerð 10. febrúar næstkomandi til að fjarlægja plötuna. Sé ekki gripið inn í gæti fótleggurinn losnað frá mjaðmagrindinni og það jafnvel leitt til fötlunar. Samkvæmt læknisráði þyrfti Emma helst að vera undir eftirliti sömu lækna og framkvæmdu aðgerðina að henni lokinni. Emma eftir fyrstu aðgerðina.AÐSEND „Það sem ég var að vonast til að myndi gerast í þessu máli er að þau fengju mannúðarleyfi vegna heilsu stelpunnar,“ segir Jón. Það liggi ekki fyrir hvort að Emma fengi aðgang að heilbrigðisþjónustu í Venesúela. „Mér finnst mjög einkennilegt að það má lesa þannig úr svörum útlendingastofnunar að þau meti það sem svo að það sé ekki í hagsmunum barnsins að fá að ljúka þessari nauðsynlegu aðgerð sem er samkvæmt læknismati nauðsynleg,“ segir Jón. „Mér finnst það andstætt meðalhófi að vera ekki tilbúin að sýna neina samvinnu með fólki sem er vissulega að reyna vinna með stjórnvöldum og erfitt að sjá hvernig það samræmist réttindum barnsins.“ Innflytjendamál Venesúela Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma Alessandra Reyes Portillo, þriggja ára, kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. „Því hefur verið hafnað. Síðast var því hafnað endanlega áðan,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hann hafði þá lagt til aðrar dagsetningar til að Emma kæmist í aðgerðina. Fjölskyldan fer að öllu óbreyttu úr landi fyrir helgi. „Úr því að þau hafa fengið þessa endanlegu synjun að fá ekki að vera yfir þessa aðgerð þá þora þau eiginlega ekki að vera í þeirri stöðu að vera brottvísað með valdi. Þannig að það lítur allt út fyrir að þau fari bara sjálfviljug þótt það sé nú ekki sjálfviljugt.“ Fjölskyldan kom til Íslands í júlí 2023. Þá vissi hún ekki af heilsufarskvillum Emmu. Að sögn Jóns lýsa þeir sér þannig að fótleggur Emmu er laus frá mjaðmagrindinni. Hún fór, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Búið er að bóka aðgerð 10. febrúar næstkomandi til að fjarlægja plötuna. Sé ekki gripið inn í gæti fótleggurinn losnað frá mjaðmagrindinni og það jafnvel leitt til fötlunar. Samkvæmt læknisráði þyrfti Emma helst að vera undir eftirliti sömu lækna og framkvæmdu aðgerðina að henni lokinni. Emma eftir fyrstu aðgerðina.AÐSEND „Það sem ég var að vonast til að myndi gerast í þessu máli er að þau fengju mannúðarleyfi vegna heilsu stelpunnar,“ segir Jón. Það liggi ekki fyrir hvort að Emma fengi aðgang að heilbrigðisþjónustu í Venesúela. „Mér finnst mjög einkennilegt að það má lesa þannig úr svörum útlendingastofnunar að þau meti það sem svo að það sé ekki í hagsmunum barnsins að fá að ljúka þessari nauðsynlegu aðgerð sem er samkvæmt læknismati nauðsynleg,“ segir Jón. „Mér finnst það andstætt meðalhófi að vera ekki tilbúin að sýna neina samvinnu með fólki sem er vissulega að reyna vinna með stjórnvöldum og erfitt að sjá hvernig það samræmist réttindum barnsins.“
Innflytjendamál Venesúela Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira